Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
HÓT E L R E K S T U R
Komdu og skoðaðu úrvalið í
glæsilegri verslun að Hátúni 6a
Hágæða rúmföt,
handklæði
og fallegar
hönnunarvörur
fyrir heimilið
Eigum úrval
af
sængurvera
settum
Percale ofin –
Micro bómul
l,
egypskri og
indverskri bó
mull
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er hættulegt að trúa öllu sem þú
heyrir, og ekki er mælt með að eyða öllu sem
þú átt. Mundu að rannsaka málin áður en þú
ákveður til hvaða ráðstafana er rétt að grípa.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að fara í gegnum verk-
efnaskrána og raða hlutunum í forgangsröð.
Notaðu tækifærið á meðan þú ert í skapi til
þess því þú kemst ekki yfir allt á einum degi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Samstarfsmenn þínir munu koma
auga á hæfileika þína og vilja njóta þeirra.
Framkvæmdu hlutina með þínu lagi því þann-
ig er best fyrir þig að ná stjórn á hlutunum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að koma hjartans máli á
framfæri og hefur ekki tíma til að vera list-
rænn eða klár. Það eru allar líkur á að ástin
geti blómstrað í lífi þínu nú.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér nægja ekki hin daglegu verk í dag,
þú vilt áorka einhverju meiru, takast á við
eitthvað ferskt og nýtt. Þetta er góður tími til
að gera alvarlegar skuldbindingar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Bjartsýni er til margra hluta nyt-
samleg og eiginlega dásamlegt fyrirbæri.
Vertu óhræddur og hrintu nýrri áætlun í
framkvæmd sem fyrst því þeir fiska sem róa.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ættir að kynna þér málin vel áður en
þú grípur til aðgerða. Einhver misklíð kemur
upp á milli þín og samstarfsmanna þinna á
næstu dögum. Láttu þetta ekki ergja þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér tekst einhvern veginn ekki
að ná til þeirra, sem þú vilt að kynnist mál-
stað þínum. Ef þú sýnir þeim virðingu máttu
vænta virðingar þeirra á móti.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hreinskilni þín er oft hárbeittari
en um þessar mundir. Með gamansemi tekst
þér að létta á spennunni meðal félaganna því
þú þarft ekki að halda fast um stjórntaum-
ana.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Dagurinn hentar vel til fasteigna-
viðskipta. Leitaðu ráða hjá þeim sem eru
reyndari en þú og þá áttu auðveldara með að
taka af skarið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt að standa fast á þínu og
ekki láta vaða yfir þig á skítugum skónum.
Það er óvitlaust að hafa aðra áætlun í bak-
höndinni ef sú fyrri skyldi bregðast.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú átt það alveg skilið að lyfta þér
upp, ef þú bara gætir þess að hóf er best á
hverjum hlut. Taktu hlutunum eins og þeir
eru og gerðu það besta úr stöðunni.
Ljóð Ólafs Stefánssonar, „Líðurað hausti“, misritaðist hér í
Vísnahorni á þriðjudag. Og er beð-
ist velvirðingar á því. Rétt er það
svona:
Ég treini mér haustið
tek því í smáum skömmtum,
teyga svalann kominn til mín af fjöllum.
Enn er birta
á bliknuðum engjum og hjöllum
bíða óttalaus dauða síns stargresi’og
blóm.
Kólna mun betur
er kemur nær aðventu og jólum
þá kafmyrkrið ríkir og élhryðjan slettir í
góm.
Helgi R. Einarsson yrkir um
„magnaða megrunarkúrinn:
Brotið í kúrnum var blað
er Birna sér einsetti að
verða’ aftur grönn
og sagan er sönn:
Hún sást aldrei neitt eftir það.
Pétur Stefánsson orti á Leir á
miðvikudag:
Í Víkurgarði látnir liggja,
legið hafa í friði og spekt.
Yfir þá nú ætla að byggja
auðmenn hótel stórkostlegt.
Öðruvísi mér áður brá,
einhver verður að stöðva þá.
Ármann Þorgrímsson segir um
heilbrigðisráðherra og læknana:
Á það hef ég áður bent
ýmsa þurfum betri siði
en það er ekki heiglum hent
að hafa stjórn á þessu liði.
Sigurjóna Björgvinsdóttir orti á
föstudag á Boðnarmiði:
Haustið mér heilsar í göngum
haustlitir fegurstir löngum
er sólin björt skín
svo skærgul og fín
ég elska ’ana allmikið löngum.
Halldór Kristján Ragnarsson orti
á haustjafndægri 23. september:
Haustjafndægur, húmið grátt
hrifsa fer nú völdin
Daginn styttir, dettur nátt
dimm á fyrr á kvöldin.
Það er hausthljóð í Halldóri Guð-
laugssyni:
Frostnáttahernum fram í röð
fylkt er með éljahríðum
falla umvörpum fölnuð blöð
fyrir þeim öflum stríðum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gamli kirkjugarðurinn
er líður að hausti
Í klípu
„ÉG KOMST AUÐVELDLEGA INN. ENDA
VORU FÖTIN MÍN INN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ERTU NOKKUÐ AÐ FARA Í HITABELTIÐ?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að biðjast
afsökunar og taka
afsökunarbeiðni.
LYKTANR ANDREMMAN ÚR
MÉR EINS OG OSTUR?
GANGI
ÞÉR VEL
JÁ, HÚN
GERIR ÞAÐ
ÆÐI! DÖMURNAR ERU
HRIFNAR AF ÞVÍ
MYNDIRÐU ÍHUGA KAUP Á EIGN SEM
ÞARFNAST VIÐGERÐAR?
JÁ, KANNSKI…
EN ÞESSI ÞARFNAST
NIÐURRIFS!
Víkverji vill síður vera kallaðurheimskur eða heimsk eftir því
hvernig á það er litið. Á Vísinda-
vefnum segir að orðið heimskur hafi
upphaflega verið notað um þann sem
heldur sig heima og aflar sér ekki
þekkingar á ferðum.
x x x
Víkverji ákvað að verða ekki talinnheimskur og hefur ferðast til
mismunandi landa.Eftir síðasta
ferðalag varð Víkverja hugsað til
þeirra breytinga sem orðið hafa á
veitingahúsamenningunni.
x x x
Þegar Víkverja var boðið á stefnu-mót í fyrsta og eina skiptið pant-
aði hann sér hamborgara. Smátt og
smátt með meiri þroska og fjöl-
breyttara úrvali þróaðist matar-
smekkurinn. Kjúklingur tók við af
hamborgara, lambasteik þar á eftir
og nautasteikin að lokum. Það liðu
mörg ár ef ekki áratugur þar til Vík-
verja fannst það forsvaranlegt að
kaupa fiskrétt á veitingastað. Vík-
verja fannst það bæði sóun á tíma og
peningum að fara á veitingastað til
þess að kaupa sér hversdagsmat.
x x x
Tímarnir breytast og mennirnirmeð. Á ferð sinni til Bandaríkj-
anna fyrir stuttu fór Víkverji ásamt
þremur öðrum á veitingastað og
kynntist skemmtilegu fyrirkomulagi.
Á borðið voru settir fjórir diskar þar
sem reiknað var með að borðfélagar
myndu deila með sér réttunum sem
pantaðir yrðu. Í stað þess að fyllast
valkvíða vegna fjölbreyttra og girni-
legra rétta sameinuðust borðfélag-
arnir um nokkra forrétti, aðalrétti og
meðlæti. Réttirnir voru bornir fram í
þeirri röð sem þeir voru tilbúnir. Með
þessu fyrirkomulagi var borðhaldið
afslappað og sífellt bættust við nýir
réttir á borðið. Allir fengu sinn uppá-
haldsrétt auk þess að fá tækifæri til
að smakka fleiri réttum.
x x x
Það besta við þetta allt saman varað ekki var pláss fyrir snjallsím-
ana á borðinu né tími til þess að fylgj-
ast með þeim. Fyrir vikið voru borð-
félagarnir í núinu og nutu óáreitt
félagsskapar hver annars.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég veit að lausnari minn lifir og hann
mun síðastur ganga fram á foldu.
Jobsbók 19.25.