Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 4

Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 4
B astið var vinsælt á hippaárunum og fram á ní- unda áratuginn en svo hefur það ekki sést mik- ið, nema kannski í einstaka sumarbústað í Grímsnesinu. Eða hjá fólkinu sem fór með „ljóta“ dótið sitt í bústaðinn. En nú kveður við annan tón. Bastið þykir nefnilega alls ekki ljótt núna heldur er það mikil heimilisprýði. Ef þú ert að hugsa um jörðina þá er bastið ákaflega umhverfisvænt. Reyr er létt, endingargott og sveigjanlegt hráefni sem færir náttúruna svolítið inn til okkar. Vörurnar eru iðu- lega handofnar og því er hver þeirra einstök. Nátt- úrulegur liturinn fer eftir tegund, jarðvegi og loftslagi. Reyr er þar að auki vistvænt hráefni því hann vex hratt, eða 2 til 4 metra á ári. SINNERLIG loftljósið frá IKEA er unnið úr bambus-trefjum en það efni er einnig endingargott og sterkt hráefni sem endurnýjast hratt miðað við hefð- bundnar viðartegundir og því mun vistvænni kostur. Þessi baststóll frá IKEA er alltaf klassískur. GAGNET stóllinn er hluti af 75 ára afmælislínu IKEA. Hann seldist strax upp þegar hann kom í sölu í lok ágúst. Von er á honum aftur fljótlega. Ef þú vilt eitthvað nýtt og ferskt þá er bastið málið Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Marta María | mm@mbl.is SINNERLIG ljósið frá IKEA skap- ar mikinn hlýleika inni á heim- ilinu. Sama hvernig stíllinn er. Nomad stóllinn passar vel við ljósan sófa og þennan skandínavíska stíl. Bast pulla úr IKEA. Nomand stóllinn fæst í Norr11. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Vandaðir álsólskálar og glerhýsi Höfðabakka 9 110 Reykjavík Sími 578 6300 skelinehf@ skelinehf.is www.skelinehf.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.