Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 6
V ið eigum að vera okkar eigin ritstjórar þegar kem- ur að því að velja hvað við skoðum og meðtökum á netinu og samfélagsmiðlunum. Velja og hafna, henda því út sem hentar okkur ekki, henda því út sem lætur okkur ekki líða vel, skoða það sem er áhugavert og veitir okkur innblástur. Sem sagt klæðskerasn- íða það sem við tökum inn. Hér er ég að tala um netið og innanhúss- hönnun þótt þetta megi heimfæra á margt annað. Það er gríðarlegur áhugi á innan- hússhönnun og því að vinna með út- lit og yfirbragð heimilisins. Það er líka ótrúlega auðvelt að sökkva sér í að skoða einhvern veginn allt, og líklega ekkert, án þess jafnvel að taka eftir því hvað verið var að skoða. Ég hef skrifað um þetta áður en finnst mikilvægt að nefna þetta á þeim forsendum að með því að vera vandlátur á það sem maður skoðar þá fær maður svo miklu meira út úr þeim tíma sem eytt er. Það gæti nefnilega komið á daginn, að með því að rýna í og fletta til dæmis í gegnum Pinterest-möppurnar sem vandlega hefur verið pinnað í, megi lesa meira um sjálfan sig en maður gerir sér grein fyrir. Því er ekki að neita að sem innan- hússhönnuður þá skynjar maður ákveðna pressu hjá mörgum þegar kemur að því að hafa heimilið sitt flott / fallegt / spennandi / á ákveð- inn hátt. Það er pressa fólgin í endalausum samanburði, gildum sem ómögulegt er að ná og full- komnun sem flæðir í gegnum huga okkar og okkur finnst að eigi að eiga við um okkur líka þegar kemur að þessum miðlum. Pressan leiðir að mínu mati til þess að gleðin tap- ast og óöryggi skapast í því að vinna með heimilið sitt. Úr getur orðið ákveðin keppni í að gera barnaherbergið svona og stofuna hinsegin. En hverju er þá verið að gleyma? Keppni í innanhússhönnun með eigið heimili getur ekki skilað sér í persónulegu umhverfi. Per- sónulegur stíll er víðs fjarri. Hann gleymist algjörlega. Að fylgja öllum sem allir hinir fylgja og meira til gerir fátt fyrir okkur. Þá er verið að mata okkur á stíl sem er kannski á endanum alls ekki okkar. Margt af því sem er verið að skoða á að vera nýtt, betra, meira, vinsælt. Auðvitað er líka gaman að fylgjast með en við þurf- um að staldra við og gera okkur grein fyrir því sem er núna og hversu gott það getur verið. Ekki rjúka til og fylgja einhverju allt öðru en okkar innsæi. Um það snýst eigin stíll. Fyrir hvað við stöndum og erum. Hvernig við hugsum. Hvernig er draumaheimilið? Á námskeiðunum mínum sem ég held í innanhússhönnun, fer ég yfir mikilvægi þess að vinna vel að hug- mynd svo hún geti orðið að veru- leika, eða eins og við óskuðum okk- ur. Hversu stórt eða lítið sem verkið er sem vinna á að, þá skulum við eyða sem mestum mögulegum tíma í góðan undirbúning svo fram- kvæmdin taki sem skemmstan tíma. Við hugum að öllum þörfum sem herbergið / íbúðin / húsið sem verið er að vinna með, þarf að bera. Við gerum kostnaðaráætlun. Þá skulum við sleppa allri þarfagreiningu og gefa huganum frelsi. Frelsi til inn- blásturs. Frelsi til að fylla inn á lok- aða möppu á Pinterest (tek Pinte- rest sem dæmi vegna vinsælda) sem heitir einfaldlega: Draumaheimilið. Þar skulum við geyma allt sem gleður okkur og viðkemur hugs- uninni um heimilið okkar sem okkar eigin heim. Eitthvað sem okkur hef- ur alltaf dreymt um, þótt heillandi, spennandi. Án þess að hafa einhver markmið og viðmið í huga. Við flett- um síðan endalaust í gegnum þessa möppu um tíma, hendum út og bæt- um við. Vinnum með hana án allrar pressu, því fyrir okkur standa þess- ar myndir fyrir hugtakið „heima“. En athugið að þessa möppu má allt- af búa til án þess að vera að fara í einhverjar framkvæmdir. Verkefnið er þá einmitt það eitt að vinna með eigin stíl, átta sig á honum, til að öðlast öryggi til að standa á sínu. Með því að gefa huganum tíma, frelsi og að hugsa eingöngu um það eitt að geyma í þessari möppu það sem manni þykir fallegt, þá ætti að vera kominn vísir að því sem segir til um hver manns persónulegi stíll er. Við ættum að geta lesið í gegn- um myndirnar í möppunni hver við erum og hvað er „heima“ fyrir okk- ur. Þarna skulum við staldra við og átta okkur á því að tilgangurinn með möppunni er ekki sá að gjör- breyta heimilinu okkar og þykja allt ómögulegt hjá okkur. Þvert á móti. Við skulum njóta þess að hafa áttað okkur á því hvað það er sem við vilj- um. Og kannski er það beint fyrir framan okkur! Draumaheimilið er okkar og með möppunni góðu vitum við hvað okkur langar að gera heima, hvað væri gaman að gera, hverju mætti breyta og svo fram- vegis. Þetta gerist ekki allt í einu og á ekki að gera það. Ég hef margoft sagt: Heimilið verður aldrei full- komið. Það á í raun að vera full- komið í sínum eigin ófullkomleika! En með því að hafa meðvitað far- ið í gegnum það hvað hentar okkur og hvað ekki á netinu og samfélags- miðlum. Verið vandlát og skoðað það eitt sem heillar okkur. Geymt myndir sem við samsömum okkur við og því sem við eigum. Áttað okk- ur á því hvar draumar okkar liggja þegar kemur að heimilinu okkar. Þá höfum við markvisst kynnst okkar eigin persónulega stíl. Við ættum því að finna gleðina á ný sem fylgir því að vinna með áhuga okkar á inn- anhússhönnun, vinna með heimilið okkar, og njóta þess öryggis að vita hvað við viljum án utanaðkomandi pressu. Halla Bára Gestsdóttir, innanhúss- hönnuður, www.homeanddelicious.is @homeanddelicious Heimilið verður aldrei fullkomið Hvernig geta netið og samfélagsmiðlarnir kennt okkur meira um okkur sjálf og hvernig við viljum hafa hlutina heima? Látið okkur staldra við og meta umhverfi okkar á jákvæðan hátt? Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður skrifar um gildi þess að vera vandlátur á hvað maður skoðar og að sleppa takinu á hugmyndinni um fullkomið heimili. Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður segir að fólk þurfi að vera örlítið sjálfstæðara þegar það býr sér til umgjörð í kringum sig. Keppni í innanhúss- hönnun með eigið heimili getur ekki skilað sér í persónu- legu umhverfi. Persónulegur stíll er víðs fjarri. Hann gleymist algjörlega. 6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Z-brautir & gluggatjöld Opið mánud.-föstud. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.