Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 14
um anda. Ég er ekki með neina sér-
staka tísku í huga. Ég vel það sem
mér finnst fallegt og það sem er hlý-
legt og svo held ég upp á hvít hús-
gögn og innréttingar. Mér finnst
það skapa hreint og fallegt um-
hverfi.“
Veröndin er framlenging af húsinu
Hvað um veröndina. Hún er para-
dís, ekki satt?
„Veröndin er draumur og þú ættir
að prófa að sitja úti yfir sumartím-
ann með mér. Þvílíkt skjól og sæla
sem þessi skjólveggur skapar í
kringum mann. Ég bý í rað-
húsalengju þar sem vaninn er að
hafa brúnan við á veröndinni. Mig
langaði að hafa veröndina gráa, líkt
og veggina í húsinu svo hún myndi
sýnast eins og framlenging af hús-
inu. Ég blanda svörtum blómapott-
um við og er mjög ánægð með út-
komuna. Það var síðan í fyrra sem
ég lét setja skjólvegginn þar sem
mér fannst víðáttan of mikil í garð-
inum og ekki nægilega skjólsælt.
Birgir vinur minn sem er þaulvanur
að gera upp hús teiknaði vegginn
fyrir mig. Hann er eiginmaður Ingu
Bryndísar sem á Magnolíu og þau
eru kærir vinir mínir sem ég hef átt
lengi. Hann sendi mér þrjá ægilega
sæta menn frá Lettlandi sem settu
upp vegginn. Notagildi pallsins hef-
ur aukist til muna við þessar ein-
földu framkvæmdir. Ég mæli með
fyrir alla að skoða möguleikana á að
búa til skjól svo hægt sé að nota
garðinn betur.“
Hvernig er að vera með gler í
veggnum. Þarf að pússa hann reglu-
lega?
„Nei, veistu ég held að ég hafi
aldrei pússað þetta gler.“
Kolbrún segir að fjölskyldulífið sé
mjög ánægjulegt og einfalt. Unga
fólkið hennar sé að safna fyrir íbúð
og hún njóti góðs af því að hafa
barnabarnið, hann Viktor Svan,
svona nálægt sér. „Hann er algjör
draumur, alltaf brosandi og dásam-
legur. Það er allt önnur tilfinning að
vera amma. Það er dásamlegt að
verða móðir en að vera amma er það
æðislegasta sem ég hef upplifað.“
Hvernig komið þið ykkur fyrir
stórfjölskyldan inni á heimilinu?
„Ég er í mínu svefnherbergi með
Bleiki sófinn var keyptur í versluninni Tekk
Company. Málverkin eru eftir Bryndísi Arnardóttur.
Kolbrún segir að garðurinn sé allt annar eftir að skjólvegg-
urinn kom upp. Það sé algjör sæla að sitja í garðinum núna.
SJÁ SÍÐU 16
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018