Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 16

Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 góðu rými, fataherbergi og nýt þess að eiga stundir þar. Litla fjölskyldan er í gamla herbergi dóttur minnar, þar sem þau hafa breytt aðeins skipulaginu eftir að barnabarnið kom til sögunnar. Við færðum fataslá og aðra aukahluti inn í bíl- skúrinn. Dóttir mín málaði og gerði herbergið fallegt eftir sínu höfði. Hún ákvað að fjárfesta í góðu rúmi úr Epal fyrir barnið og mér finnst það æðislegt. Þetta rúm vex með barninu til sjö ára aldurs. Síðan finnst mér himnasængin sem hún fékk í Petit gera svo sæta veröld í kringum drenginn.“ Hannaðir þú allt sjálf í húsinu? „Já, ég gerði það. Ég hef í gegnum tíðina verið dugleg að skoða bresk hönnunarblöð. Ég lét smíða sem dæmi eldhúsinnréttinguna eftir Eldhúsinnréttingin er sér- smíðuð eftir höfði Kolbrúnar. Hvítur litur, grár og svartur er á mörgum stöðum í húsinu. Kolbrún raðar sam- an fallegri hönnun og hlutum sem skipta henni máli. Rýmið í húsinu er gott fyrir stórfjölskylduna. mínu höfði. Hann Gísli heitinn gerði það, en Gísli er sonur Guðmundar blinda sem átti smíðaverkstæðið Víði, sem var einskonar sveitasetur alvegið niðri við Elliðavatnið.“ Hvað hefur þú búið hér lengi? „Ég flutti hingað á Vatnsenda árið 2000. Það hefur mikið breyst síðan þá. Vegirnir voru ekki malbikaðir og húsafjöldinn talsvert annar.“ Afkastar miklu og nýtur lífsins Hver er lykillinn að góðu lífi að þínu mati? „Í fyrsta lagi að eiga fjölskyldu sem maður nýtur að hafa nálægt sér. Að vera í skemmtilegri og krefjandi vinnu. Að eiga áhugamál. Ég er sjúk í golf og reyni að vera eins mikið í golfi og ég get. Ég fer í tvær til þrjár  SJÁ SÍÐU 18 CUPOLA SIDE TABLE HÖNNUN MILLION SÝNINGARSTÝRÐ HÖNNUNARVERSLUN HOFSVALLAGATA 16 101 REYKJAVÍK www.skekk.com sími: 777 2625

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.