Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Hér sést hvernig eyjan nýtur sín í einföldu umhverfi og ljósa- krónan úr borðstofunni gerir punktinn yfir i-ið á þessu svæði. Hlutverk kökudiska getur verið margvíslegt, til dæmis er fallegt að setja blóm og kryddplöntur ofan á kökudiska. Eigendur hússins vildu ekki nota gardínur í eldhúsinu. Svo blóm fá það hlutverk hér að fylla upp í gluggana. Það er ákveðin gylling í marmaranum sem gerir eldhúsið áhrifaríkt og fallegt. Litlar hillur þar sem matreiðslubækur og smáhlutir fá að njóta sín. fá fram þessa heild í gólfefninu. Park- etið var svo pússað upp og lakkað. Ég var ánægð með hversu vel þetta var gert,“ segir Sólveig. Húseigendur miklir fagurkerar Þegar kemur að eldhúsinnréttingu útskýrir Sólveig að dökk innrétting hafi alltaf verið planið þar sem þau hafi sammælst um að það passaði þessu húsi best. „Við vildum hafa ákveðinn „vá-faktor“ þegar kom að borðplötunni. Marmari varð fyrir val- inu og við þurftum að skoða vel og vandlega plöturnar hjá Granít- smiðjunni til að finna þá réttu. Síðar fundum við svo á smíðaverkstæðinu hjá þeim þessa plötu sem við féllum báðar fyrir á staðnum.“ Sólveig lýsir húseigendum sem miklum fagurkerum. „Mér finnst eld- húsið mjög vel heppnað og í þeirra anda.“ Marmarinn kallast fallega á við vaskinn og kranann í eldhúsinu. „Það er gull í marmaranum og þess vegna var ekki hægt að hafa venjulegan vask við borðplötuna. Við fundum þennan fallega vask og krana hjá Ís- leifi Jónssyni. Þetta er rósagull sem fer einstaklega vel við eldhúsið og setur þennan punkt yfir i-ið.“ Hvað með ljósakrónuna? „Hún er einstök. Eigendur áttu hana fyrir og notuðu fyrir ofan borð- stofuborðið sitt. Þetta er ítölsk ljósa- króna úr Saltfélaginu úti á Granda. Okkur fannst hún tilvalin inn í eldhús- ið og yfir eyjuna.“ Nýtt eldhús á ekki að stinga í stúf Það er ákveðið tímaleysi við bæði húsið og eldhúsið allt. „Já, það er rétt, og við vildum hafa það þannig. Það er vandmeðfarið að setja tignarlegt eld- hús inn í svona einstakt hús. Mig lang- aði að gera eldhúsið þannig að þegar þú kemur inn í það væri eins og það hefði alltaf verið svona. Nýtt útlit á eldhúsið á ekki að vera þannig að það stingi í stúf við annað í húsinu að mínu mati. Þess vegna reyndi ég að halda öllu sem var gam- alt og fallegt, en ég poppaði það upp.“ Hverju mælirðu með fyrir eldhús á þessu ári? „Svört eldhús eru ennþá mjög vin- sæl og svört bæsuð eik eða askur. Þessi efni eru tímalaus og auðvelt að raða húsgögnum inn í þannig eldhús,“ segir Sólveig og útskýrir að hver og einn geti síðan sett sinn smekk inn í slík rými. Það sé alltaf fallegt. Sólveig segir að mikilvægt sé að hugsa allar framkvæmdir til enda og alltaf sé gott að ráðfæra sig við fagfólk til að fá sem fallegasta heildarmynd á húsin sem verið er að vinna með. Fyrir breytingar Það þarf að hugsa allar framkvæmdir til enda. Svona var eldhúsið áður en það var tekið í gegn. Áður en farið var í framkvæmdir á eldhúsinu var reynt að halda í allt sem var gamalt og gæti nýst inn í framtíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.