Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 35
Ljósmyndir/Íris Ann Sigurðardóttir tekið á Akureyri væri til sölu kom þetta allt heim og saman,“ segir hún. Ástand hússins var bágborið Gamla apótekið stendur við Aðal- stræti 4 og er eitt elsta húsið í inn- bænum. Húsið, sem var byggt árið 1859 fyrir Jóhann Pétur Thorar- ensen lyfsala, var stærra en almennt þekktist á þessum tíma. Í upphafi bjó Jóhann í risinu en rak apótekið á neðri hæðinni. Apótekið var starf- rækt í húsinu til 1929 en þá var neðri hæðinni breytt í íbúð. „Ástand hússins var orðið mjög bágborið. Húsið var forskalað árið 1956 og orðið fúið, missigið og illa farið. Við keyptum húsið af Minja- vernd, en markmið þeirra var að endurgera það sem næst uppruna- legri mynd. Gert var ráð fyrir fjór- um íbúðum í húsinu. ARGOS ehf. arkitektastofa annaðist teikningar að húsinu. Minjavernd á mikið hrós skilið fyrir verkefnið að mínu mati.“ Aðspurð hverjir komi í húsið segir Sigríður að hún hafi hugsað þetta fyrir Íslendinga en Halldór hafi ver- ið á því frá upphafi að húsið ætti að vera fyrir erlenda ferðamenn. „Nið- urstaðan er sú að viðskiptavinir okk- ar eru bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Sumir koma til að lesa en aðrir hafa engan áhuga á því. Innréttað með íslenskri hönnun Það eru kamínur í öllum íbúð- unum. Andrúmsloftið í húsinu er dásamlegt og skapast þegar falleg  SJÁ SÍÐU 36 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 35 Klassískur stíll og fíngerð form gera þessa gamaldags hönnun baðinnréttinga gullfallega og nútímalega. Burlington baðherbergin eru gott dæmi um hin hefðbundnu baðherbergi sem fyrir löngu eru orðin klassísk og bera frábærri hönnun og fegurð baðherbergja fyrri tíma gott vitni. Burlington leggur mikið upp úr samræmdri hönnun á öllum sínum vörum til að auðvelda þér að velja hið klassíska baðherbergi. Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.