Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 38
K
ristín býr ásamt eig-
inmanni sínum Ólafi
Kristjánssyni og börnum
þeirra Davíð Kristján
Ólafssyni og Kristjönu Sæunni
Ólafsdóttur í fallegu einbýlishúsi í
Kópavogi sem byggt var á sjöunda
áratug síðustu aldar.
Litadýrðin mikil heima
Kristín segir að málverkið í stof-
unni eftir Sigurbjörn Jónsson spili
stórt hlutverk þegar kemur að lit-
unum á heimilinu. „Ólafur eig-
inmaður minn kom með þetta fal-
lega verk heim og svo höfum við
Kristjana dóttir mín sem lærði stíl-
iseringu í London verið að tengja
inn í málverkið með listaverkum,
púðum og fleiri hlutum.“
Kristín segir
hönnun hússins ráða
miklu um hvað er
inni í því í dag.
,,Sem dæmi fannst
mér „cox“ svarti lit-
urinn á veggjunum
fallegur fyrir þetta
hús. Hann fæst í
Sérefni, Síðumúla.
Gamla myndin af
William Shake-
speare sem er
römmuð inn í gyllt-
um ramma og hangir
á svarta veggnum passar fallega
inn í húsið. Þó að ég sé persónu-
lega ekki mikið fyrir gyllt, þá er
ýmislegt gyllt hjá mér af því að
það er það sem húsið kallar á að
mínu mati.“
Með áhugann í blóðinu
Kristín starfaði í ferðaiðnaðinum
áður en hún varð meðeigandi
Kristjönu Ólafsdóttur mágkonu
sinnar í húsgagnaversluninni
Heimili og hugmyndir. Hún segir
fyrirtækið fjölskyldufyrirtæki þar
sem meðal annars dóttir hennar og
eiginmenn þeirra Kristjönu taki
virkan þátt í rekstrinum. Við Guð-
mundur P. Davíðsson fengum
áhuga á húsgögnum í gegnum föð-
ur okkar Davíð Guðmundsson, sem
átti og rak fjölskyldufyrirtækið
Hansa. Hann framleiddi m.a.
Hansa-hillurnar frægu. Við systk-
inin störfuðum saman í hús-
gagnaversluninni hans Bláskógum
og höfum alla tíð unnið vel saman.“
Kristín rifjar upp þegar Guð-
mundur bróðir hennar byrjaði með
Kristjönu. „Ég var einungis 13 ára
að aldri og ég man að ég dáðist að
smekk Kristjönu allt frá upphafi.
Hún var alltaf að breyta, end-
urraða hjá sér og fann einstaklega
fallega tímalausa hluti sem hún
gerir ennþá.“
Kristín segir að í Heimili og hug-
myndum séu þau
ekki í vinnunni,
þetta sé lífið þeirra
og þau hafi einstaka
ánægju af því að að-
stoða fólk við að
gera fallegt hjá sér.
„Það er gaman að
vera öll saman og
fátt skemmtilegra
en að aðstoða fólk
við að finna það sem
það leitar að. Hver
hlutur inni í versl-
uninni hefur verið
vandlega valinn og við kunnum
söguna á bak við margt sem við
kannski fundum á mörkuðum er-
lendis og þar fram eftir götunum.
Eins erum við með einstök merki á
borði við Flamant sem býður upp á
tímalausa hönnun svo allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi hjá okk-
ur.“
Sefur á COCO-MAT
Kristín segist einna ánægðust
með rúmið sitt frá COCO-MAT
sem er framúrstefnulegt handgert
rúm gert úr náttúrulegum efn-
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Litríkt og hlýlegt
Kristín Davíðsdóttir á undursamlega fallegt heimili sem
hún segir vera samvinnuverkefni allra sem búa á því.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Litirnir í stofunni tóna
einstaklega vel saman.
„Við Guðmundur
P. Davíðsson
fengum áhuga á
húsgögnum í
gegnum föður
okkar Davíð
Guðmundsson,
sem átti og rak
fjölskyldufyrir-
tækið Hansa.“
SJÁ SÍÐU 40
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.