Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 42

Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 42
L inda starfar sem aðstoð- armaður skipulags- og bygg- ingarfulltrúa í Fljótsdalshér- aði og svo rekur hún netverslunina Unalome þar sem hún selur vörur frá Balí. Parið festi kaup á 190 fm húsi á tveimur hæðum á þessu ári en húsið fengu þau afhent 1. júní. Síðan þá hafa þau staðið í ströngu við að koma sér fyrir. „Það sem heillaði okkur við húsið var að gengið er inn á efri hæðina með fjölskyldurými og eldhúsinu, en herbergi og þvottahús eru á neðri hæðinni. Einnig var staðsetningin á óskalistanum, en við erum með leik- völl fyrir aftan hús og Selskóg í allri sinni dýrð fyrir framan húsið. Það voru síðan gluggarnir í stofunni og birtan inn um þá sem náðu mér al- gjörlega. Það er algjört ævintýri hvernig sólin skín hér inn og þegar kvöldsólin nær hingað verður allt heimilið gyllt,“ segir Linda. Þegar Linda er spurð út í sinn heimilisstíl segist hún vera svolítið skandínavísk með örlitlum boho-stíl með persónulegum blæ. Stíllinn hennar Lindu er líka litaður af Balí en þar bjó fjölskyldan um tíma. Það að flytja til Egilsstaða eru í raun ekki mikil viðbrigði fyrir Lindu því hún ólst upp á Reyðarfirði eða frá sex ára aldri en flutti svo til Reykjavíkur 18 ára gömul. Síðan þá hefur hún búið í Danmörku og á Balí og er nú komin heim. Eða allavega í bili. Þau eru þó alltaf með einhver ævintýri á prjón- unum. Linda hefur heilmikinn áhuga á heimilinu og segir að mestallur tími hennar fari í að sinna því. „Ég eyði miklum tíma á Pinterest og Instagram að skoða myndir af heimilum. Mér finnst gaman og gott að halda því hreinu og hér eiga allir hlutir sér sinn stað. Ég dúllast mikið heima við og punta heimilið auk þess sem ég fæ nýjar hugmyndir til að breyta oft í viku,“ segir hún. Hvað skiptir þig mestu máli þegar heimilið er annars vegar? „Það myndi vera að hér sé hlýlegt og notalegheit í bland við fallegt. Að fólki finnist gott að vera á heimilinu, að það sé til gott kaffi og súkkulaði með því og það augljósa – að það sé nóg af plöntum úti um allt.“ Hver er þinn uppáhaldsstaður á heimilinu? „Uppáhaldsstaðurinn er klárlega stofan okkar. Þar er ekki sjónvarp heldur notalegt; plötuspilari, kerti og hengistóllinn okkar – sem er fullkom- inn til að slaka á í. Hjónaherbergið er líka í uppáhaldi, en það er hlýlegt og þar er gott að kúra eða loka sig af með góðum þætti í tölvunni.“ Hvaðan koma húsgögnin á heim- ilinu? „Húsgögnin eru allt frá því að vera fjöldaframleidd úr IKEA eða sér- stakir hlutir sem ég hef erft, látið sér- hanna, borið með mér frá Asíu eða eins og til dæmis hlutur sem ég eyddi öllum mínum peningum og meira til þegar ég var einstæð móðir í há- skólanámi til að eignast! Litlu hlut- irnir, skrautmunirnir, eru síðan öllu persónulegri og skipa stórann sess í hjartanu. Linda er ævintýrakona Linda er með BA í félagsráðgjöf og diplómu í lýðheilsuvísindum og þegar hún komst að því að hún gengi með barn númer tvö gat hún ekki hugsað sér að vera í fæðingarorlofi í svart- asta skammdeginu því hún hafði gengið í gegnum það áður. „Þegar ég var ólétt að Esjari var ég sett 21. nóvember, á 10 ára afmæl- isdegi dóttur minnar, Önju. Ég sá að ég yrði aftur í fæðingarorlofi yfir Nýtur litlu hlutanna í lífinu Linda Sæberg flutti nýlega til Egilsstaða ásamt Steinari Inga Þor- steinssyni, manninum sínum, og börnum þeirra. Auk þess eiga þau mjög þreytta og gamla kisu sem heitir Þórhildur. Heimilið er persónu- legt og hlýlegt en Linda hefur unun af því að gera fallegt í kringum sig. Marta María | mm@mbl.is Blár litur prýðir forstofuna en þar er snögum raðað upp á sniðugan hátt. Hjónaherbergið er hlýlegt. Vegg- teppið fyrir ofan rúmið er frá Balí. 42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Öll almenn bólstrun Sérhæfum okkur í að gera upp eldri húsgögn Mikið úrval af áklæðum frá NEVOTEX og DANISH ART WEAVING Smiðjuvegur 6 | 200 Kópavogur | S. 554 1133 og 862 2577 | asgrimur@bolstra.is | www.bolstra.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.