Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 46

Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 46
Ú r íbúðinni er heillandi útsýni yfir smábáta- höfnina á Marina del Rey og yfir til Holly- wood. Þessi heillandi Los Angeles íbúð var þó ekki alveg svona fög- ur þegar húsráðendur festu kaup á henni. Þurfti að endurgera hana heilmikið og reyndi því tölu- vert á Erlu Dögg og Tryggva sem segja að það að endurhanna þessa íbúð hafi verið skemmti- legt. „Þetta er íbúð sem við hönn- uðum fyrir vini okkar sem eiga tvo unglinga. Þau eru frá Sviss en nota íbúðina sem sum- arbústað,“ segir Erla Dögg. Allar innréttingar í íbúðinni eru sérsmíðaðar eftir teikningum Erlu Daggar og Tryggva. Hvíttuð eik er töluvert notuð ásamt hnotu, steypu og silestone, sem er ákveðin tegund af náttúrusteini. Snýst allt um sjálfbærni Í Kaliforníu er mikið lagt upp úr sjálfbærni í byggingariðnaði. Hjónin notuðu umhverfisvænan efnivið í íbúðina eða í flest öllum tilfellum. „Þetta er blokkaríbúð og þess vegna voru okkur settar ákveðnar skorður við hönnunina.“ Þegar Erla Dögg er spurð að því hvað þau hafi verið að hugsa þegar þau hönnuðu íbúðina segir hún að mest hafi verið lagt upp úr þægindum. Íbúðaeigendurnir eiga tvo unglinga og var tekið mið af því við hönnun íbúðarinnar. „Þar sem íbúðin er notuð í sum- arfríum og þess háttar þurfti að taka mið af því. Auk þess vildum við að útsýnið fengi að njóta sín sem best úr íbúðinni og við þurft- um að finna leiðir þannig að ekk- ert myndi skyggja á það.“ Sýn á framtíðarheimili er eitt- Fólk vill minna skápapláss og meiri opin rými Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson, eigendur Minarc arkitektastofunnar í Los Angeles, hönnuðu glæsilega penthousíbúð fyrir svissneska vini sína í Los Angeles. Íbúðin er á 19. hæð með miklu útsýni. Marta María | mm@mbl.is Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir eru hjón og eigendur Minarc arktiektastofu í Los Angeles. Ljósmynd/Marta Elena 46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.