Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 47
hvað sem Erla Dögg og Tryggvi
hugsa mikið út í í sinni hönnun.
Hugsun þeirra hefur vakið heims-
athygli og er arkitektastofa
þeirra, Minarc, margverðlaunuð.
Þegar þau eru spurð að því hvað
einkenni framtíðarheimili segir
hún að fólk vilji minna rými og
opnara. „Fólk er líka farið að vilja
betur skipulögð heimili.“
Eldhúsið er opið inn í stofu og
er flaggskip þess stór eyja eða
tangi sem nær fram í borðstofu og
stofu. Erla Dögg segir að þau hafi
lagt mikið upp úr því að það væri
praktískt og fallegt.
„Eldhúsið er eitt mikilvægasta
rými heimilisins. Við köllum það
hjarta hússins ef eldhúsið er þægi-
legt og vel skipulagt. Því ef það er
rétt hannað er líklegra að það sé
eldað meira heima og ef við eldum
meira heima þá fáum við yfirleitt
hollari mat því við notum hollari
hráefni. Og fyrir vikið verða allir
Guli liturinn er sniðugur.
Hann sést í raun bara þegar
horft er inn í eldhúsið frá
ákveðnu sjónarhorni og
þegar unnið er í eldhúsinu.
Ljósakrónan AIM frá Flos
er ákaflega flott yfir eyjunni.
Eldhúsið er fjölnota. Hægt er að
læra við eyjuna, elda við hana
og gera nánast hvað sem er.
SJÁ SÍÐU 48
Ljósmyndir/Art Gray
FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 47
Gæðastál ehf, Smiðjuvegur 4 (græn gata að ofanverðu), sími 844 1710
www.kubbaljos.is
Opið virka daga kl. 11-17 og laugardaga kl. 11-14
Íslensk framleiðsla
15%
afsláttur