Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 17
30.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
höndlun alkóhólisma í Danmörku, Svíþjóð og
Noregi. Hann var sjúkrahúslæknir og heilsu-
gæslulæknir á Patreksfirði frá 1984 til 1990 og
yfirlæknir St. Franciskusspítala í Stykkishólmi
frá 1990 til 2017. Jósep fékk áhuga á „stoðkerf-
isfræði“ 1986 og hefur hlotið menntun og þjálf-
un og stundað kennslu, einkum í greiningu og
meðferð háls- og bakvandamála í Bretlandi,
Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu.
Hann stofnaði ásamt Luciu de Korte sjúkra-
þjálfara háls- og bakdeild við St. Franciskus-
spítala 1992 og var yfirlæknir og teymis-
formaður þeirrar deildar þar til í júní 2017.
Hann hefur einnig haldið fyrirlestra um háls-
og bakvandamál víðsvegar um Ísland sem og
erlendis og kennt sjúkraþjálfurum við HÍ.
„Mig langaði aldrei að búa í Reykjavík og
þess vegna lá beinast við að ég yrði lands-
byggðarlæknir,“ segir hann. „Ég kunni ljóm-
andi vel við mig á Patreksfirði og hér í Hólm-
inum hef ég verið í 28 ár. Það segir sína sögu.“
Starfsemi á heimsmælikvarða
Jósep segir kerfið, sem byggt er á í Hólminum,
afar skilvirkt. „Ég leyfi mér að fullyrða að
þessi starfsemi sé á heimsmælikvarða, enda
þjónar hún öllu landinu. Það skiptir ofboðslega
miklu máli að grípa strax inn í háls- og bak-
vandamál, áður en fólk fer í krónískan fasa.
Eftir það verður bæði erfitt og dýrt að eiga við
þessa verki. Kannanir hafa sýnt að sjö árum
eftir útskrift eru 85% skjólstæðinga okkar
ennþá að styðjast við prógrammið sem lagt er
upp með. Það hlýtur að vera heimsmet. For-
varnir skipta líka miklu máli og í grunninn snú-
ast þær bara um eitt: Að hreyfa sig. Við erum
sköpuð fyrir hreyfingu.“
Jósep hefur lagt mikla áherslu á teymis-
vinnu gegnum tíðina og að allir séu með frá
upphafi, læknar, sjúkraþjálfarar, hjúkrunar-
fræðingar, geðhjúkrunarfræðingar og fólk sem
aðstoðar við að sprauta sjúklingana. „Sjúkra-
þjálfun hefur farið óhemjumikið fram og við
erum svo heppin að eiga mjög margt hæft fólk
á því sviði. Auk þess er tölvutæknin alltaf að
verða fullkomnari og farin að nýtast meira í að
greina vandann,“ segir Jósep og nefnir í því
sambandi bandarískan kollega sinn, Emily
Karlen, sem er leiðandi á því sviði.
Þegar Jósep varð sjötugur í fyrra lét hann af
störfum á spítalanum í Hólminum en vinnur
núna tvo daga í viku sem sérfræðingur í háls-
og bakvandamálum hjá endurhæfingarstöðinni
Hæfi í Reykjavík. „Ég var ekki tilbúinn að
setjast í helgan stein og tók því ég þessu tæki-
færi fagnandi. Hugmyndin er að koma á fót
svipaðri starfsemi og er hér í Hólminum og
efna til samstarfs. Ég er enn að hitta skjól-
stæðinga en með tímanum verð ég hugsanlega
ráðgjafi hjá stöðinni. Meðan ég geri ennþá
gagn er ég tilbúinn að leggja mitt af mörkum.“
Aftur til Hippókratesar
Fleiri járn eru í eldinum. Fyrir nokkru fól
landlæknir Jósep að setja saman samstarfs-
hóp til að fara yfir verkferla og koma með til-
lögur til að nást megi ennþá betri árangur
þegar kemur að meðhöndlun háls- og bak-
verkja. „Sú vinna er langt komin og tillög-
urnar orðnar býsna vel mótaðar,“ segir hann
og blaðar í himinháum bunka á borðinu fyrir
framan sig. „Ég fór alla leið aftur til Hippó-
kratesar og dreg saman allar aðferðir sem
reynst hafa gagnslausar, en þær skipta hundr-
uðum. Lykilatriði er að reyna allt, sem er vís-
indalega undirbyggt áður en farið er í inngrip
eins og skurðaðgerðir. Og þar gegna sjúkra-
þjálfun og teymisvinna lykilhlutverki.“
Hann hefur brennandi áhuga á mannfræð-
inni í sambandi við háls- og bakverki. „Villtir
ferfætlingar fá ekki bakverki, svo vitað sé,
þannig að þetta hlýtur að tengjast því að við
göngum á tveimur fótum,“ segir Jósep sem
komst á tíunda áratugnum í samband við virt-
an bandarískan mannfræðing, Robert Ander-
son, sem meðal annars hefur rannsakað við-
brögð fólks við bakverkjum. „Bob er bæði
prófessor í mannfræði og doktor í læknis-
fræði, sem hann fór í um fimmtugt, og lærður
kírópraktor. Maður sem tekur starf sitt mjög
alvarlega. Í gegnum hann fékk ég aðgang að
mörgum helstu snillingum á þessu sviði í
heiminum og er ennþá í sambandi við marga
þeirra.“
Anderson kom í framhaldinu hingað og var
gestaprófessor við HÍ í einn vetur. „Þá fékk
hann mikinn áhuga á drauga- og álfatrú okkar
Íslendinga og ég fór vítt og breitt um landið
með hann til að hann gæti kynnt sér þau mál;
meðal annars til Guðlaugs og Guðrúnar Berg-
mann á Hellnum og til Brynjólfs Snorrasonar,
Húsasóttar-Binna, fyrir norðan, en hann tók
af okkur árumyndir. Binni talar ekki stakt orð
í ensku og það kom í minn hlut að túlka fyrir
Bob – sem var ekki létt verk, þar sem ég skildi
ekki helminginn af því sem Binni var að segja.
Allt kom þetta þó heim og saman hjá Bob á
endanum og hann gaf út bókina The Ghosts of
Iceland.“
Verkhræðsla og ákvarðanafælni
Það er löngu orðið að þjóðaríþrótt á Íslandi að
karpa um heilbrigðiskerfið og Jósep hefur að
vonum sterkar skoðanir á því.
„Ég hef unnið í fjórum löndum, Íslandi,
Svíþjóð, Danmörku og Noregi og þekki
býsna vel til í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Þegar ég kom heim 1984 fannst mér kerfið
mjög gott og fyllilega standast samanburð
við það sem ég hafði kynnst erlendis. Árið
1995 verða hins vegar að því er virðist vatna-
skil, þegar Páll Sigurðsson hættir sem ráðu-
neytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Það
kann að hljóma undarlega að einn maður
skipti svo miklu máli en staðreyndin er sú að
Páll var máttarstólpi í íslensku heilbrigðis-
kerfi í tuttugu ár, ásamt Ólafi Ólafssyni land-
lækni. Matthías Bjarnason hlustaði til að
mynda mikið á Pál þegar hann var ráðherra.“
Eftir brotthvarf Páls segir Jósep hafa tek-
ið við tímabil þar sem ráðuneytið virðist hafa
verið verkhrætt og ákvarðanafælið og ein-
hvers konar stefnuleysi ríkjandi. „Mantran
næstu árin var sameining, til dæmis Landa-
kots og Borgarspítala sem aldrei skyldi verið
hafa. Ferilverkaþjónustan á Landakoti virk-
aði rosalega vel en eftir sameininguna var
ekki látum linnt fyrr en öll ferilverka-
starfsemin var komin út í bæ, og þar með
stór hluti göngudeildarstarfseminnar, sem er
auðvitað afleitt á háskólaspítala.“
Vildu starfsemina feiga
Hólmarar hafa ekki farið varhluta af samein-
ingu en spítalinn þar var sameinaður Heil-
brigðisstofnun Vesturlands árið 2010. „Engin
úttekt hefur verið gerð á því hvort þetta hafi
verið til gagns. Við fundum fljótt að öll stjórn
var á hendi Akurnesinga – en reyndar voru
engar stjórnunarstöður auglýstar – og að
þeir vildu starfsemina hérna í Hólminum
feiga. Í því stríði stóð ég síðustu sjö árin og
við kvörtuðum ítrekað við ráðuneytið en
fengum þau svör að það skipti sér ekki að
fagþáttum. Bíddu nú hægur, er þetta ekki
fagráðuneyti?
Auðvitað átti þessi sameining sér stað í
skugga hrunsins og allir vissu að grípa þurfti
til sparnaðarráðstafana. En síðan hefur mik-
ið vatn runnið til sjávar. Ekki svo að skilja að
það hafi breytt neinu, þegar ég lét af störfum
voru 800 manns á biðlista hjá háls- og bak-
deildinni. Það er helvíti blóðugt. Samt er það
háls- og bakdeildin sem hefur haldið starf-
seminni gangandi hérna í Hólminum, væri
ekki fyrir hana hefði spítalanum verið lokað.
Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Vísað er
til okkar frá öllu landinu, árangurinn er góð-
ur – eins og þrjár úttektir bera vott um – og
fyrir vikið þora menn ekki að loka deildinni.“
Hann harmar tómlæti í garð deildarinnar.
„Við höfum veifað árangrinum sem náðst hef-
ur framan í heilbrigðisráðuneytið, með þeim
orðum að þetta hljóti að vera þjóðhagslega
hagkvæmt, en fengið lítil viðbrögð. Síðasta
bæjarstjórnin hér í Hólminum lyfti heldur
ekki litla fingri til að styðja við starfsemina.
Vonandi finnur deildin sér einhvern ákveðinn
málsvara,“ segir Jósep.
Á ýmsu hefur gengið. „Í heilbrigðisráð-
herratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar voru
áform um að sameina háls- og bakdeildina
Reykjalundi. Án nokkurra haldbærra raka. Af
því tilefni hótaði ég að segja upp og menn sáu
að sér með þeim orðum að þessu yrði ekki
troðið ofan í kokið á okkur. Hlupu eiginlega á
eftir mér. En ég veit að ráðherrann var ókát-
ur.“
Á hrakleið síðan 1995
Spurður hvort hann sé almennt svartsýnn fyr-
ir hönd heilbrigðiskerfisins svarar Jósep: „Ég
heyrði Sigmund Davíð Gunnlaugsson lýsa því í
sjónvarpinu um daginn að Svandís Svavars-
dóttir væri að „rústa heilbrigðiskerfinu“. Það
hefur hins vegar verið á hrakleið síðan 1995.
Heilbrigðisráðuneytið hefur líka alltaf mætt
afgangi og sakleysingjar sem fjármálaráðu-
neytið er með í vasanum settir í embætti ráð-
herra. Fyrir vikið hafa menn verið að murka
lífið úr Landspítalanum og á því höfum við
ekki efni; þurfum á öflugum Landspítala að
halda, auk þess að hlúa vel að Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri. Það verður að vera
öflugur spítali þar og skilgreina þarf hlutverk
annarra spítala úti á landi betur. Faglegur
áhugi á spítalanum hérna í Hólminum hefur
aldrei verið neinn af hálfu ráðuneytis; svo lengi
sem við héldum okkur innan fjárlaga máttum
við gera það sem við vildum. Hefði okkur til
dæmis dottið í hug að taka upp hjartaþræð-
ingu hefði ráðuneytið hugsanlega ekki haft
neina skoðun á því.“
Hann gerir stutt hlé á máli sínu.
„Vandamálið er að ráðuneytið er stefnulaust
og vantar sárlega læknisfræðilegt höfuð, eins
og Páll Sigurðsson var. Það var að vísu skref í
rétta átt þegar Svandís gerði Birgi Jakobsson,
fyrrverandi landlækni, að aðstoðarmanni sín-
um. Birgir veit hvað hann syngur og þess
vegna hef ég væntingar til þess að Svandís
komi á endanum með heildstæða stefnu í heil-
brigðismálum. En hún þarf tíma og nægur er
vandinn sem þarf að leysa.“
Sitthvað ber að forðast. „Við þurfum til
dæmis að passa okkur á því að lenda ekki í
sömu gryfju og Bandaríkjamenn en heilbrigð-
iskerfið þeirra kostar tvöfalt meira en önnur
kerfi. Gróft sagt er læknisfræði ekki læknis-
fræði í Bandaríkjunum – hún er bisness. Það á
raunar við um fleira; í Bandaríkjunum er allt
bisness.“
Fáir eins heiðarlegir og Pétur
– Og það viljum við ekki hér?
„Ekki í grundvallarkerfum eins og heil-
brigðis- og menntakerfinu. Kapítalisminn get-
ur verið ágætis verkfærakista en hann hefur á
hinn bóginn enga hugmyndafræði nema að
græða peninga og það er andskoti frumstætt.
Ég rökræddi þetta oft við Pétur heitinn Blön-
dal frænda minn og alþingismann, við vorum
bræðrasynir, og eins og þú heyrir vorum við
ekki á sömu blaðsíðu. Þú manst að ég er gam-
all hippi. Ég sagði alltaf við Pétur að væru allir
jafn heiðarlegir og hagsýnir og hann myndi
kapítalisminn alveg virka. Gott ef komm-
únisminn myndi ekki gera það líka. Pétur var
strangheiðarlegur hugsjónamaður sem vissi
allt um hagsýni enda þurfti hann frá fyrstu tíð
að hafa fyrir lífinu. Það eru ekki allir kapítal-
istar þannig.“
Þess utan segir Jósep það ríma illa við eðli
íslensku þjóðarinnar að gera plön til lengri
tíma. „Við erum mörkuð af náttúrunni sem við
búum við. Þegar kemur gott veður rjúka allir
út að heyja eða á sjó. Og svo á fyllirí. Við Ís-
lendingar eigum erfitt með að hugsa og skipu-
leggja fram í tímann. Það hefur alltaf háð okk-
ur og mun eflaust gera það áfram.“
Svo mörg voru þau orð. Ég þakka fyrir
spjallið sem borist hefur um víðan völl og held
mína leið. Jósep tekur sér vafalaust bók í hönd
– og kyndir undir djassinum. Það er sjaldan
lygnt í Dauðsmannsvík.
Jósep mundar nálina í sprautumeðferð á Háls- og bakdeild St. Franciskusspítala í Stykkishólmi árið 2005.
Morgunblaðið/RAX