Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018 MATUR GettyImages/iStockphoto Algjör sveppur Það er eitthvað sérstaklega haustlegt við sveppi enda er náttúrulegur uppskerutími þeirra þá. Þeir eru góðir hvort sem þeir eru í aðalhlutverki eða aukahlutverki í réttum. Hér fylgja nokkrar góðar sveppauppskriftir sem hæfa þessari árstíð. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fólk hefur safnað villtum sveppum í skógum Evrópu í mörg hundruð ár. Grikkir fluttu inn sveppi til Rómar og hjá Egyptum til forna voru þeir forréttindi far- aóanna. Sveppir búa yfir ákveðinni dulúð og þeir sem tína sveppi halda bestu stöðunum sínum gjarnan fyrir sig. Það eru til margar sveppategundir og eru sveppir ræktaðir innandyra allt árið. Byrjað var að rækta þá markvisst í Evrópu á sautjándu öld og þá átti rækt- unin sér stað í holum neðanjarðar. Best er að hreinsa sveppi með rökum klút eða bursta þó það megi líka setja þá örstutt undir ískalda vatnsbunu en þá þarf að þerra þá með viskastykki. Heppilegast er að borða sveppi innan nokkurra daga eftir að þeir eru keyptir. Flesta ferska sveppi er hægt að frysta en þeir missa þá einstaka áferð sína þegar búið er að affrysta þá þó að bragðið haldist. Matur sveppir 500 g þurrkað pasta, t.d. penne 500 g sveppir, ein eða fleiri teg- undir, skornir í bita 1 dl ólífuolía 1 laukur skorinn smátt 3 stór hvítlaukskrif, skorin í þunnar sneiðar 100 g parmesan Sjóðið pastað samkvæmt leið- beiningum á pakkanum. Sigtið vatnið frá en geymið 2 dl. Á meðan pastað sýður eru sveppirnir hreinsaðir og síðan steiktir í helmingnum af olíunni í 5 mínútur. Þeir eru teknir af pönnunni og restinni af olíunni bætt við. Steikið laukinn og hvítlaukinn þangað til laukurinn verður glær og bætið þá svepp- unum við og hitið þá aftur í gegn. Blandið saman heitu pastanu og soðvatninu við sveppablönduna. Hrærið vel saman og smakkið til með salti og pipar. Berið strax fram með nýrifn- um parmesan. Einfaldur pastaréttur Það er um að gera að nota sveppi á pizzu en það er svo miklu meira hægt að gera með sveppi á pizzu heldur en að nota þá með skinku eins og er algengt hérlendis. Notið uppáhalds uppskrift ykkar að pizzubotni eða notið tilbúinn botn. Sveppir passa vel með hefðbundinni pizzusósu úr tómötum en þeir fara líka vel með svokallaðri hvítri pizzu en þá er hægt að gera sósuna t.d. úr ricotta- osti og mozzarella og setja sveppablöndu yfir. HUGMYNDIR AÐ ÁLEGGI SEM PASSAR VEL MEÐ SVEPPUM:  gráðostur  karamellaður laukur og rósmarín  fontina- eða gruyere-ostur og truffluolía  grænar og rauðar paprikur  klettasalat (blandað saman við ólífuolíu og sett á eftir bökun)  salami  fennel og hvítlaukur Frábærir á flatbökuna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.