Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018 HEILSA Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 89,1 kg 88,2 kg Upphaf: Vika 2: Vika 3: 15.620 39.658 13.182 11.697 3 klst. 3 klst. HITAEININGAR Prótein 28,4% Kolvetni 34,6% Fita 37% www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL Frisland Classic Fyrir allmörgum árum lét ég tilleiðast fyrir orð góðs vinar ogprófaði sjósund í Nauthólsvík. Það heillaði mig ekki. Það var ekki kuldinn sem truflaði heldur sjórinn og saltið sem mér fannst fremur ólystugt. Svo liðu árin og gömul ættarfylgja fór að gera vart við sig. Væg gigtar- einkenni sem birtast í verkjum undir iljum, einkum á morgnana en einnig liðverkir í fingrum sem vægast sagt eru ekki aufúsugestur. Og ég velti vöngum yfir því hvað skyldi til bragðs taka. Viðtal sem breytti miklu Dag einn sat ég við tölvuna og rakst á viðtal við mann að nafni Vilhjálmur Andri Einarsson. Hann er í dag þekktur undir því óíslenska nafni „Andri Iceland“. Þar ræddi hann um hvernig köld böð, svokölluð ísböð, hefðu beinlínis breytt lífi hans. Hann hefði á grunni þeirra bæði misst mörg aukakíló en einnig losnað við tauga- og bakverki sem hefðu hrjáð hann mjög. Viðtalið snerti við mér og ég hugsaði mikið um það sem þar kom fram. Og þá leið ekki á löngu uns ég tók ákvörðun um að dýfa tánum ofan í kaldan pott. Þeir eru nokkrir í sund- laugum á höfuðborgarsvæðinu og hefur farið fjölgandi. Oftast hefur leiðin legið í pottinn í Laugardals- laug en þá er nýi potturinn í Sund- höll Reykjavíkur í miklu uppáhaldi. Fleiri sundlaugar hafa farið sömu leið og þar er farin með því að steypa fullburða kalda potta, sem taka marga í sæti. Dæmi um það er sund- laugin í Garðabæ. Á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, Laugardalslaug, á Eskifirði, í Borgarnesi og víðar er enn stuðst við fábrotnari tækni á borð við fiskikör og plastskeljapotta. Fyrstu skref í kuldanum Ég man að fyrstu skiptin sem ég fór í köldu pottana entist ég ekki lengi og flest segir manni að koma sér sem fyrst upp úr vatninu. Fyrst sat ég í hálfa mínútu og eftir nokkur skipti gat ég þraukað í eina. En jafnt og þétt lengdist dvölin og áhrifin af setunni um leið. Það skiptir nefni- lega máli að sitja nógu lengi til þess að áhrif kuldans nái lengra en aðeins til yfirborðs húðarinnar. Í dag þykir mér gott að fara í pott- inn tvisvar til þrisvar í viku og sitja í 15 til 20 mínútur í senn. Ég finn að það gerir mér gott. En hvernig? Áhrifin eru margþætt Áhrifin af þaulsetunni eru af tvenn- um toga. Andlegum og líkamlegum. Andlegi þátturinn er ekki síður áhugaverður en sá líkamlegi. Í fyrsta lagi reynist það góð slökun og hugleiðsla að sitja í kuldanum og finna hann ná tökum á manni. Í öðru lagi er það hvetjandi að upplifa ár- angurinn sem mældur er í getunni til að sitja lengur í dag en í gær. En hvað um líkamlegu áhrifin. Þau er, líkt og með hin andlegu, erfitt að færa vísindalegar sönnur á. Að minnsta kosti hef ég ekki gert það persónulega. En talað frá eigin hjarta get ég fullyrt að þau eru ekki síður áhrifamikil en hin andlegu. Eftir allnokkrar heimsóknir í pottinn þar sem ég komst lengra en svo að um yfirborðskælingu væri að- eins að ræða, hurfu verkirnir úr ilj- unum og fingrunum. Ég hef nokkr- um sinnum síðan ég uppgötvaði þetta gert hlé á heimsóknum í pott- ana og það er eins og við manninn mælt. Þegar ég hætti að kæla læðast einkennin að mér aftur. Það eru því ríkir hvatar fólgnir í því að sitja og kólna, þótt við fyrstu sýn kunni það að virðast fráleitt háttalag. Brennslan eykst Mér finnst líkamsbrennslan einnig aukast við pottaferðirnar. Það ætti hins vegar ekki að koma á óvart, enda þarf líkaminn talsverða orku til að viðhalda eða endurvinna hita sem tapast hefur í vatninu. Það er ekki víst að ég þyrði að koma fram og fjalla um þessa iðju mína nema fyrir þá staðreynd að fjöldi fólks hefur sömu sögu að segja. Köldu pottarnir eru gjarnan þétt setnir og mér finnst ég finna mun á því frá fyrri ár- um þegar maður sat löngum stund- um einn. Þetta fólk situr ekki í hroll- köldu vatninu af því að því finnist það vont, að minnsta kosti ekki bara. Vont er gott þegar kemur að þessu. Hvað fær fólk til að valsa ofan í ískaldan pott og koma sér þar fyrir? Þetta er spurning sem margir spyrja sig þegar sundlaugar landsins eru sóttar heim, enda orðið mjög vinsælt að dengja sér í potta og kör af þessu tagi. En í mínum huga er svarið einfalt: það er heilnæmt! Köldu pottunum fjölgar jafnt og þétt. Einn sá nýjasti og besti er í Sundhöllinni í Reykjavík. Þangað venja sífellt fleiri gestir komu sína í skemmri eða lengri tíma. Morgunblaðið/Eggert Það sem virðist vont reynist raunar gott Þrjár vikur að baki frá því að átakið hófst og á þeim tíma hafa 4,7 kg horfið af vigtinni. Það er tæplega 1,6 kg á viku að jafnaði. Líkt og ég hef áður sagt mátti búast við talsverðu þyngdartapi fyrstu vikurnar en það er þó umfram það sem ég gerði ráð fyrir. Til lengri tíma litið vil ég segja bless við hálft kg á viku. Það er hvorki mikið né lítið en þó nógu stórt skref til að hvetja mann áfram. Líkt og borðinn hér að ofan vitnar um náði ég að hífa skrefafjöld- ann talsvert upp í vikunni. Því réðu góðir göngutúrar um mið- borg Reykjavíkur og sumir þeirra voru í góðri fylgd son- arins sem sat í kerru. Því má gera ráð fyrir að göngutúrarnir leggi eitthvað til málanna. Ég er þó enn langt frá því metnaðarfulla markmiði að stíga 10.000 skref á dag og mið- að við reynsluna fyrstu vikurnar er ég ekki endilega viss um að það muni takast, en sjáum til. Fjöldi þeirra hitaeininga sem ég innbyrti í vikunni var nokkuð undir markmiði en því ræður kannski frekar keppnisskapið en annað. Ég neitaði mér um allt sælgæti og reyndi að borða nóg af prótíni. Þó verð ég að segja að ég hef ekki sneytt alfarið hjá hlutum eins og hamborgurum og pítsum en þar læt ég meðal- hófið ráða för. Tvær pítsu- sneiðar í stað fjögurra áður og þá er betra að skilja sem mest eftir af frönsku kartöflunum og brauðlokið af borgaranum – nema maður sé þeim mun svengri. ÁRANGURINN KEMUR Á ÓVART 4,7 kíló farin Það virðist óhætt að leyfa sér ham- borgara en meðalhófið skiptir máli. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.