Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Síða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Síða 35
30.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds BÓKSALA 19.-25. SEPTEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Sænsk gúmmístígvélHenning Mankell 2 MúmíuráðgátanMartin Widmark 3 Binna B. Bjarna – Djúpa laugin Sally Rippin 4 Heyrðu, Jónsi! – ReiðtúrinnSally Rippin 5 Heyrðu, Jónsi! Barnapíu- kúnstir Sally Rippin 6 Verstu börn í heimi 2David Walliams 7 Binna B. Bjarna – TjaldpartíSally Rippin 8 Heyrðu Jónsi - GistivinirSally Rippin 9 Þrír dagar og eitt lífPierre Lemaitre 10 Binna B. Bjarna - Hermi- kráka Sally Rippin 1 OriginDan Brown 2 FallenDavid Baldacci 3 Tom Clancy’s Power and Empire Marc Cameron 4 ThirstJo Nesbø 5 Rooster BarJohn Grisham 6 Midnight LineLee Child 7 People vs. Alex CrossJames Patterson 8 Leaving BerlinJoseph Kanon 9 No Middle NameLee Child 10 Lying GameRuth Ware Allar bækur Erlendar bækur Ég er dottin í Netflix, hef verið að horfa á víetnamskar sápur sem mér finnst opna fyrir mér heim- inn. Les þess vegna næstum ekk- ert sem stendur en dett bráðum inn í lesturinn aftur. Ég er reyndar að lesa eina bók fyrir Hljóðbókasafnið, Napóleon eftir Her- man Lindqvist sem Borgþór Kjærne- sted þýddi. Það er svo margt merkilegt við sögu Napóleóns, til dæmis það hve viðkvæmur hann var og hvernig konurnar í kringum hann stýrðu honum með því að komast í uppnám – hann gat ekki staðist þær. Svo líka það hvernig honum hefur verið lýst sem smávöxnum manni en hann var ekkert smá- vaxinn; á þeim tíma sem hann lifði var hann yfir meðalhæð en sigur- vegararnir skrifa söguna. Hann var dúndurklár og rosa- lega ákveðinn, ætlaði sér að kom- ast langt. Minnir mig á menn eins og boxarann Anthony Joshua eða hlauparann Usain Bolt. Ég er ekki búin með hana, þótt við vitum náttúrlega hvernig þetta endaði, en ég hlakka til að sjá hver það var sem að lokum hefur stungið hann í bakið. ÉG ER AÐ LESA Arndís Björk Ásgeirsdóttir Arndís Björk Ásgeirsdóttir er dag- skrárgerðarkona og tónlistarkennari. Sovétríkin leystust upp áárinu 1991, lokahnykkurinnum jólin það ár, og kvödd með lítilli eftirsjá. Nema kannski á Kúbu, því hrun Sovétríkjanna boð- aði líka efnahagslegt hrun á Kúbu – þegar Comecon, viðskipta- bandalag kommúnistaríkja, lagði upp laupana um mitt ár 1991 gátu kúbversk stjórnvöld ekki lengur lifað á sníkjum og við tók snarpur samdráttur – þjóðarframleiðsla dróst saman um rúman þriðjung með tilheyrandi hörmungum fyrir íbúa landsins. Þótt ekki hafi orðið hungursneyð þá varð hungur við- varandi næstu árin og almennur skortur – período especial kölluð menn tímann, sérstaka tímabilið. „Að fróa sér er eins og að dansa einn: í fyrstu er maður glaður og þetta virkar, en svo gerir maður sér grein fyrir því að maður er hálfviti. Hvað er ég að gera hér, ber fyrir framan spegilinn að runka mér? Ég klæði mig og fer út. Fer í skítug föt, svituð. Í dag er ég tvímælalaust ógeðslegur.“ Svo hefst einn kaflinn í öðrum hluta Soralega Havanaþríleiksins, skáldsögu Pedros Juans Gutiérrez, sem gerist einmitt á árunum sér- stöku, en áðurnefndur annar hluti heitir því lýsandi nafni: Ekkert að gera. Í bókinni, sem kom út á ís- lensku nýverið, í þýðingu Kristins R. Ólafssonar, segir frá lífinu í Havana á hinu sérstaka tímabili „þegar eina glætan er kynlíf, romm og marijúana“ eins og því er lýst á kápu íslensku útgáf- unnar. Grimmilegt líf og ólgandi lífskraftur Soralegi Havanaþríleikurinn, Tri- logía sucia de La Habana, er þekktasta verk Pedros Juans Gutiérrez. Hann fæddist í Mat- anzas, sem er skammt austan við Havana, en ólst upp í Pinar del Río sem er mun vestar á eynni. Hann starfaði við ýmislegt; seldi ís og dagblöð, gegndi herþjónustu, var sundkennari og verkamaður, iðnhönnuður, útvarpsmaður og blaðamaður áður en hann sneri sér alfarið að ritstörfum, en þess má geta að hann er líka listmálari og myndhöggvari. Gutiérrez var hálffertugur þegar hann kom fyrst til Havana, skömmu fyrir hrunið, og hefur lýst því hvað það kom honum á óvart hve lífið í höfuðborginni var grimmilegt, en hann hafi fundið fyrir heillandi, ólgandi lífskrafti. Þessi blanda af grimmd og lífsorku meðal hinna lægst settu í sam- félagi sósíalismans hefur verið honum yrkisefni og hann hefur verið kallaður meistari sóða- raunsæis fyrir vikið, enda dregur hann ekkert undan og færir heldur í stílinni með subbuskap, rudda- legu klámi, karlrembu og kyn- þáttaníði. Að þessu sögðu hefur höfundur augsjáanlega dálæti á kúbverskri menningu og lýsir hug- myndaauðgi borgarbúa á jákvæðan hátt. Lifað á snapi og sníkjum Söguhetjan í þríleiknum heitir Pedro Juan, líkt og höfundurinn, og starfar sem blaðamaður. Bókin lýsir ævintýrum hans í tveimur fyrri hlutum hennar, en síðasti hlutinn eru smásögur þar sem Pedro Juan bregður stundum fyr- ir. Þegar kreppan hefst er hann giftur barnamaður en hinn nýi raunveruleiki þrengir sér inn í líf hans og molar það; ekki líður á löngu þar til hann er á götunni, fjölskyldu- og vinalaus, og sam- félagið sem hann svamlar í, undir- heimar Havanaborgar, speglast í upplausninni í kollinum á honum. Þegar bókin hefst er Pedro Juan í ónáð, upp á kant við stjórnvöld, og lifir á snapi og sníkjum á milli þess sem hann drekkur, dópar og hórast. Gutiérrez skrifaði Soralega Havanaþríleikinn á kreppuárunum, 1994 til 1997, en bókin kom út 1998. Þegar hún fagnaði tuttugu ára afmælinu fyrr á árinu segist hann hafa lesið hana aftur í fyrsta sinn frá því hún kom út og hann hafi í senn hatað bókina og dáðst að því hvað hún hafi verið bylting- arkennd og átakanleg. Á þeim tuttugu árum sem liðið hafa frá því Gutiérrez lauk við bókina hefur hún komið út á 24 tungumálum í ríflega 80 löndum, en ekki á Kúbu – hún þótti gefa of subbulega, og of raunsanna, mynd af lífinu á Kúbu á hinu „sérstaka tímabili“. Í viðtali við mexíkóska dagblaðið El Sur í tilefni af afmæli bókarinnar segist Gutiérrez vonast til þess að bókin verði fljótlega gefin út á Kúbu, en ekki hafa nema 16 bóka hans komið þar út þó 26 titlar hafi komið út í öðrum löndum. Drukkið, dópað og hórast Hinn soralegi Havanaþríleikur Kúbverjans Pedros Juans Gutiérrez, sem ger- ist í Kúbukreppu tíunda áratugarins, er svo soralegur að hann hefur ekki enn komið út í heimalandi höfundar, en í áttatíu löndum öðrum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sóðaraunsæis- skáldið Pedro Juan Gutiérrez. Ljósmynd/Lola del Castillo.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.