Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 19
Þá voru einnig sett ný lög um að útgefið efni skemmtanaiðnaðarins skuli „halda á lofti grunngildum sósíalismans“. Bangsímon bannaður Þrátt fyrir þessi höft er búist við að kín- verski kvikmyndamarkaðurinn verði sá stærsti í heimi fyrir 2020 hvað varðar miða- sölutekjur, samkvæmt skýrslu Deloitte frá 2017. Framleiðendur í Hollywood hafa sann- arlega tekið eftir sveiflunni og koma í auknum mæli fyrir duldum auglýsingum frá kínverskum fyrirtækjum í myndum sínum. Þar að auki nýta þeir aðrar leiðir svo sem kínverska leikara, lengri bílaeltingaleiki og slagsmála- senur til að ná til kínverskra áhorf- enda. En stundum kemur pólitíkin kvikmyndum um koll án þess að framleiðendur fái rönd við reist. Í ágúst greindi Hollywood Reporter frá því að kvik- myndinni Cristopher Robin, leikinni útgáfu Disney um ævintýri Bangsímons, hefði verið neitað um útgáfu í Kína. landsins, Xi Jinping, að félagslegt hlutverk lista væri uppfyllt þegar „marxískri sýn á list og menningu“ með „fólkið í fyrirrúmi“ væri kirfilega tryggð. Hann hefur óbeit á glamúr og í ræðunni gagnrýndi hann lista- menn sem „hafa smám saman breytt verkum sínum í gróðavélar eða í alsælupillur til hold- legrar örvunar“. Iðnaðurinn beislaður Þegar Xi komst til valda árið 2012 höfðu miðasölutekjur vaxið um 31 prósent milli ára og gert Kína að öðrum stærsta kvikmynda- markaði heims. Hollywoodmyndir voru enn vinsælastar meðal landsmanna en í fyrsta skipti ógnaði innlend framleiðsla þeim sessi. Flestir þjóðarleiðtogar myndu ef- laust hreykja sér af þeim árangri en fyrir Xi og félögum var glysið úr takti við hugmyndafræði ríkisins, auk þess sem flokkurinn hafnar allri samkeppni um hylli almenn- ings. Því hefur hann tekið til við að herða ólina. Árið 2016 skipaði æðsta fjöl- miðlanefnd Kína sjónvarps- stöðvum að forðast að vefja frægt fólk og ríki- dæmi dýrðarljóma. Síðasta sumar beindi ríkisstjórnin því svo til vefmiðla að „halda aftur af upphafningu hneykslismála og hversdags- lífs frægs fólks, æsifrétta um eftirtektar- verða neyslu þeirra og smekk- leysi.“ Aðdáendur Fan Bingbing kalla sig Bingbang, sem er orðaleikur að eig- innafni hennar og þýðir frostpinnar. AFP Fan Bingbing var fimmta hæst launaða leikkona heims í fyrra, á milli Jennifer Aniston og Charlize Theron. Bangsinn góðlegi hafði nefnilega nýlega dúkkað upp á samfélagsmiðlum sem tákn um andstöðu gegn Xi og ríkisstjórn hans. Í sumar bar þáttastjórnandinn John Oliver útlit Xi og Bangsímons saman og var í kjöl- farið þurrkaður út af samfélagsmiðlum í Kína auk þess sem lokað var á aðgengi að vefsíðu HBO. Þá hefur stórsmellurinn Filthy Rich Asians ekki enn fengið útgáfuleyfi og alls óljóst er hvort svo verði enda hafa hátt- settir flokksmeðlimir úthúðað stjörnum hennar fyrir að upphefja ríkmannlegan lífs- tíl. Ef Fan snýr aftur Aðeins 34 erlendar kvikmyndir fá sýningar- rétt í Kína ár hvert. Vilji alþjóðlegir fram- leiðendur hljóta náð fyrir augum Kínverja þurfa þeir að velja myndir sem falla að grunnskilaboðum kommúnistaflokksins og geta ekki verið notaðar til að lítillækka for- svarsmenn hans. Því má þykja líklegt að næsta stóra al- þjóðlega verkefni Fan Bingbing muni renna henni úr greipum, jafnvel þótt hún dúkki aft- ur upp. Ef Fan endurspeglar ekki gildi flokksins verður myndin seint leyfð í landinu og ólíklegt er að framleiðendur séu tilbúnir að missa svo stóran markað. Kvikmyndin, sem segir frá fimm kvennjósnurum frá öllum heimshornum og ber titilinn 355, seldist eins og heitar lummur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þær Jessica Chastain, Penélope Cruz, Marion Cotillard og Lupita Nyong’o fara með aðalhlutverkin ásamt Fan. Hún hefur nægan tíma til að snúa aftur/vera sleppt úr haldi fyrir tökur en þær eiga ekki að hefjast fyrr en sumarið 2019. Hvort hún hafi nægan tíma til að afmá syndir sínar (hverjar svo sem þær kunna að vera) gegn kínverskum yfirvöldum (sé hún í haldi þeirra), er síðan allt önnur spurning. 30.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Hvarf Fan Bingbing er óvenjulegt sökum frægðar hennar. Það er hinsvegar alls ekki óvenjulegt að fólk hverfi í Kína af völdum yfirvalda. Árið 2012 settu stjórnvöld ný lög sem kváðu á um rétt þeirra til að halda ein- staklingum í einangrun á leynilegum stað í allt að því sex mánuði án þess að viðkomandi fái að hafa samband við um- heiminn eða koma fyrir dómara. Oft vita fjölskylda og vinir ekkert fyrr en ástvinur þeirra dúkkar upp, vikum eða mánuðum síðar. Meðal þekktra fórnarlamba þessa kerfis eru listamaðurinn Ai Weiwei, Nóbelsverðlaunahafinn Liu Xiaobo og bóksalinn Gui Minhai en talið er að allt frá hundruðum og upp í þúsundir manns hafi horfið tímabundið með þessum hætti. Eðli málsins samkvæmt er lítið til af opinberri tölfræði um efnið. Stærsti hópurinn sem orðið hefur fyrir barðinu á slíkum aðgerðum er Uyghur- þjóðin, sem er af tyrknesku bergi brotin en býr á Xinjiang svæðinu í norðvestur- hluta Kína. Allt frá uppreisnum á svæð- inu árið 2009 hafa Uyghurar verið numd- ir á brott í bylgjum sem virðast fara sístækkandi, að sögn Michael Caster, rit- stjóra bókarinnar The People’s Republic of the Disappeared. Þó svo að flestir þeirra sem verða fyrir barðinu á kerfinu snúi að endingu heim eru fjölmargir Uyghurar sem virðast horfnir fyrir fullt og allt. Hvað sem því líður hafa mál er varða aktívista, mannréttindalögfræðinga og aðra sem tala gegn stefnu kommúnista- flokksins vakið meiri athygli. Slíkir ein- staklingar eru oft látnir taka upp játn- ingar á meintum glæpum sínum áður en þeim er sleppt, en mannréttindasamtök á við Human Rights Watch telja slíkar játningar oftar en ekki þvingaðar fram með hótunum og pyntingum. Caster segir aðfarir stjórnvalda svo „(...) svívirðilegar að þær kunna að vera á stigi glæpa gegn mannkyninu ef, (...) þær eru hluti af víðtækri eða kerfisbund- inni árás á óbreytta borgara“. Hverfa í marga mánuði í senn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.