Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018 T íminn er sagður lækna sár, sumir segja öll, og ef honum hentar þá breytir hann allri umræðu og það stundum óþægilega fljótt. Tæknin margfaldar hraða þeirra breytinga, og getur svipt burtu sam- hengi sem áður var alþekkt og viðurkennt sem áreið- anleg vísbending um tilveruna. Fjölmiðlun á nú víða rót Hefðbundnir fjölmiðlar eru „ritskoðaðir“ í jákvæðri merkingu þess orðs, sem hefur þó fátt jákvætt við sig. Ritstjórnir þeirra gera kröfur til sjálfra sín um að gá- leysilegar fullyrðingar séu ekki kynntar sem stað- reyndir. Þess vegna er reynt að nýta nauman tíma til að sannreyna fréttir áður en þær birtast og verða nán- ast óafturkræfar, hvað sem síðari afturköllun líður. Dagblöð geta illa leyft sér að taka sér viðbótartíma til að renna fleiri stoðum undir frétt því ekkert eldist eins hratt og hún missir gildi sitt. Og skammti dagblað tím- ann naumt, hvað má þá segja um vefmiðilinn sem er svo miklu ágengari. Þar verður að treysta hverjum þeim sem stendur vaktina það sinnið, svo segja má að staðreyndavarslan felist í því að velja trúverðugt fólk til starfans. En jafnvel vandaðasta fólk hefur ekki endilega sam- anþjappaða þekkingu margra áratuga og „dauðalína“ veffrétta breytist á fáeinum mínútum. Því fer „rit- skoðun“ og málfarslegt aðhald að mestu fram eftir á. Fréttir, sem þyrftu leiðréttingar við, hafa þá þegar færst niður eftir skerminum þar sem nýfæddar fréttir birtast og því undir hælinn lagt hvort nokkurt tóm gef- ist til að bæta úr. Því leynist mörg frétt með ann- mörkum sínum og göllum í geymslum eilífðar og sá sem kallar hana fram, af óþekktum ástæðum löngu síð- ar, veit ekki betur en að henni megi trúa. Og því er ekki útilokað að hún kunni að gera minna gagn en ógagn við endurspeglun liðins tíma. Tröll í öllum fjöllum Enn neðar í þessari „fjölmiðlatilveru“ kemur „netið“ í sínum margbreytilegu myndum. Margir þeirra, sem sinna umræðu þar, gera það af þrótti og eru um flest vandir að sinni virðingu. En þeir ómerkilegu beita sér jafnvel af enn meira afli. Okkur hættir til að færa allan þennan hóp í einni kippu fyrirlitlegra nettrölla, sem ónýta eða afvegaleiða alla umræðu. Mörg tröll eiga ekkert annað erindi. Önnur eru með meinlokur meitlaðar eins og í stein í heilabúinu, í bland við hatur og mannfyrirlitningu í taumlausri sjálfsupphafningu handhafa réttlætisins. Þar birtast hinir einörðu skemmdarverkamenn heil- brigðrar umræðu. Fyrirlitlegur rógur og eitrun and- rúmslofts verðskulda ekki heitið „falskar fréttir“ svo lágkúrulegar sem þær eru þó. Einhvern tíma verður sjálfsagt fundin aðferð til þess að draga verstu tröllin til ábyrgðar eða úthýsa þeim. En það gæti verið langt í það. En svo þörf sem slík arfaskafa yrði þá er mikilvægt að fara ekki offari í upp- rætingu illgresisins. Langbest væri ef almenn fyrirlitning á tröllslegri hegðun í netheimum myndi sjálfkrafa og ósýnilega bola óþurftaröflunum burt. Stórhreingernig myndi bæta allan brag þar eins og annars staðar. Tröll til án nets En viðurkenna verður að tröll voru til fyrir daga nets- ins. Rúm 40 ár eru frá því að Geirfinns- og Guðmund- armál hófust. Mörg okkar minnast umræðunnar sem var í kringum þau mál og í aðdraganda þeirra og þann þrýsting sem lögregluyfirvöld voru undir. Allálitlegur hópur fór mikinn og lét eins og hann væri með ótal leynda þræði til opinberra rannsakenda og kannski voru sumir þeirra fyrir hendi. Þar fóru í bland pólitískir lukkuriddarar, frjóir og fullyrðingasamir í meira lagi, pólitískir einfarar sem löguðu óteljandi kjaftasögur í hendi sér, eins og væru þær burðugar sannanir um glæpsamlega hegðun og það jafnvel þeirra sem síst skyldi. Og þeim fylgdu áhangendur í fjölmiðlastétt sem dönsuðu ákafir með og litu á sig sem fyrstu sprota rannsóknarblaðamennsku á Íslandi. Hlutur þessara manna við að hita undir og hræra í al- menningsálitinu var drjúgur og ekki síður við að sá fræjum tortryggni og ala á ótta og gera mönnum póli- tískar skráveifur í leiðinni með söguburði um þá. Þessi þáttur hefur ekki verið skoðaður. Má ekki gleymast Nú þegar Hæstiréttur landsins hefur gert hreint fyrir sínum dyrum væri æskilegt að þáttur annarra aðalleik- enda í þessari atburðarás yrði einnig skoðaður. Það hefur ekkert upp á sig að nálgast þátt umræðustjóra og samsæriskenningasmiða eða lögregluyfirvalda og ákærenda með því hugarfari að hægt sé að ná fram refsingum eða öðru áfelli gagnvart einstaklingum. Allt er það löngu fyrnt og upp úr því myndi ekkert hafast. En það gæti verið gagnlegt að draga upp mynd af því sem fór úrskeiðis og hvers vegna svo stjórnlausar hræringar urðu í umræðunni og ýttu undir ákvarðanir sem loksins nú eru fordæmdar af öllum. Ekkert sambærilegt En hafa verður í huga að mjög margt hefur breyst frá þessum tíma. Aðstaða fámennrar sveitar löggæslu- manna með sáralitla reynslu af að fást við stórmál eins og þau sem þarna virtust vera á ferðinni. Þar er allt gjörbreytt. Þótt Ísland sé ekki útbíað af eftirlitsmynda- vélum eins og til að mynda Bretland þá eru þær til þess fallnar að auðvelda eftirgrennslan og að finna hver var hvar á tilteknum tíma. Rannsóknir gjörbreyttust brotamönnum í óhag þeg- ar fingrafaratæknin kom til og alllöngu síðar urðu kaflaskil í rannsóknargetu þegar DNA-fræðin opnuðu nýjan heim sönnunarfærslu. Farsímarnir eru um sumt eins og fingraför nútímans. Brottnám og síðar morð á ungri stúlku fyrir fáum árum hefði varla verið upplýst ef aðeins búnaður frá árinu 1975 hefði verið til staðar. Án eftirlitsmyndavéla við Laugaveg og Hafnarfjarðarhöfn og mastra sem stað- festu hvar farið hefði verið um með tiltekna farsíma hefði sá hryllilegi glæpur enn verið sveipaður móðu sem aldrei hyrfi. Þegar lögreglulið þess tíma, sem aldrei hafði fengist við annað eins mál, er sakað um getuleysi við að upp- lýsa hvarf Geirfinns Einarssonar og Guðmundar (sem var blandað saman af óupplýstum ástæðum) má horfa til Svíþjóðar. Laust fyrir miðnætti föstudagsins 28. febrúar 1986 var Olof Palme forsætisráðherra myrtur þar sem hann var, ásamt konu sinni Lisbet, á leið frá kvikmyndahúsi í miðborg Stokkhólms. Fjöldi fólks var þar á ferð. Aldrei hefur öðrum eins fjármunum, mannafla og tækni verið varið jafn lengi til rannsóknar nokkurs morðmáls eins og þessa, sem er ekki að undra. Nú 32 árum síðar eru menn þó engu nær. Betra að vita Það væri engu að síður fróðlegt að reyna að fá upplýst hvers vegna rannsakendur hér og ákæruvald lentu á svo vafasömum og óheillavænlegum brautum, sem leiddu loks til þess að mestu morðrannsókn Íslandssög- unnar hefur nú verið sópað út af borðinu. Og það er annað sem einnig er mikið umhugsunar- efni. Það virðist augljóst að stórámælisverð framganga Það mikilvægasta er gert en of margt er enn óupplýst Reykjavíkurbréf28.09.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.