Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018 LESBÓK Af 50 lögum í Söngbók Tómasar R,splunkunýrri nótnabók með úrvalisönglaga Tómasar R. Einarssonar, tón- skálds og kontrabassaleikara, samdi hann 48 við íslensk ljóð. Hin tvö eru við ljóð breska skálds- ins W.H. Auden, sem kom til Íslands árið 1936 og skrifaði ferðabókina Letters from Iceland. „Flest laganna eru við ljóð ólíkra 20. og 21. ald- ar íslenskra höfunda og ort á eitt hundrað ára tímabili fullveldisins, frá 1918 til 2018. Eitt 19. aldar skáld, Sigurður Breiðfjörð, laumaði sér þó í hópinn með þeim Halldóri Laxness, Ingi- björgu Haraldsdóttur, Lindu Vilhjálmsdóttur, Sveinbirni I. Baldvinssyni og Kristínu Svövu Tómasdóttur, svo ég nefni aðeins nokkur nöfn,“ segir Tómas. Og, já, – ef einhver skyldi spyrja - Kristín Svava er dóttir hans og efalítið yngsta ljóðskáldið í hópnum. Krot og kaffiblettir Tómas hefur verið eitt afkastamesta tónskáld landsins í aldarþriðjung, eða allt frá því hann samdi megnið af efninu á geisladisknum Þessi ófétis jazz, sem kom út árið 1985. Síðan hefur hann gefið út hátt á þriðja tug geisladiska með eigin tónlist að langstærstum hluta. Sá nýjasti, Innst inni, sem hann gerði með Eyþóri Gunn- arssyni, kom út síðastliðið haust. Og nú hefur hann sent frá sér nótnabók, raunar ekki þá fyrstu því Söngbók Tómasar R. á sér bæði fyrirrennara og forsögu. Djassbiblía frá árinu 2004 hefur að geyma 80 lög eftir hann, flest ósungin, auk 11 laga úr sama ranni í píanó- útsetningum Gunnars Gunnarssonar. Áratug síðar gáfu þeir félagar út nótnabók með 18 lög- um Tómasar, sem Gunnar útsetti fyrir bland- aðan kór. „Eintökum af nótnabókunum hafði fækkað töluvert í áranna rás og að sama skapi færðist í vöxt að ungt tónlistarfólk leitaði til mín og fal- aðist eftir nótum af lögum á plötunum mínum. Mér var farið að þykja svolítið leiðinlegt að geta ekki boðið því upp á annað en útkrotuð handrit með athugasemdum og kaffiblettum. Þetta rak svolítið á eftir mér að fara í gegnum allan pakk- ann og koma nótunum í skikkanlegt horf. Auk þess langaði mig einfaldlega til að hafa helstu sönglögin frá tónlistarferlinum saman í að- gengilegri nótnabók.“ Undanfarið hefur Tómas, ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur, útsetjara og píanóleikara, ver- ið önnum kafinn við undirbúning útgáfunnar; farið í gegnum nótnahandrit, borið þau saman við upptökur og fleira í þeim dúr. Af nógu var að taka. „Elsta lagið í bókinni er Stolin stef, sem ég gaf út með djasssveitinni Nýja kompaníinu árið 1982, spilað lag, sem Kjartan Ragnarsson, leik- hússmaður, gerði texta við og Kór Leikfélags Reykjavíkur söng ári síðar. Sjálfur samdi ég seinna texta við lagið, sem komið hefur út í fjór- tán útgáfum með ýmsum kórum. Hins vegar hafa tvö nýjustu lögin í nótnabókinni ekki ennþá verið hljóðrituð.“ Í tilefni af útgáfunni verða haldnir tvennir tónleikar kl. 17 og 21 í Kaldalóni í Hörpu sunnu- daginn 30. september. Þar verður vitaskuld allt eftir bókinni. Tómas R. spilar á kontrabassa, Ómar Guðjónsson á gítar, Óskar Guðjónsson á saxófón, Magnús Trygvason Eliassen á tromm- ur og Sigtryggur Baldursson á slagverk. Söngv- arar eru Sigríður Thorlacius, Ragnheiður Grön- dal, Kristjana Stefánsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Bógómíl Font. Fjölbreyttur stíll Spurður hvað eða hvort lögin í nótnabókinni eigi eitthvað sameiginlegt, svarar Tómas að bragði að þau séu náttúrlega öll eftir hann sjálfan. „Stíllinn er mjög fjölbreyttur; hljómríkar dramatískar ballöður, latíntónlist, klassískar djassballöður og hraðari lög í sveiflu- og sving- takti sem og valsar. Einnig bóleró í hægum lat- íntakti og mambó, sem eru hraðari lög og nutu mikillar hylli á Bongó geisladisknum, sem kom út fyrir tveimur árum. Í rauninni hef ég ekki gefið mér tíma til að greina sjálfan mig og hvernig tónlist mín hefur þróast, en held þó að ég hafi verið mun hallari undir ómstríða hljóma hér áður fyrr. Í seinni tíð hef ég reynt að ein- falda hlutina.“ – En er tónlist þín ekki almennt í fjörugari kantinum? „Það er nú bæði og. Mér hefur alltaf reynst erfiðara að búa til sönglög sem eru millihröð eða hröð. Ég er eins og gamall traktor að því leytinu að ég kemst ekki mjög hratt. Ég hugsa sér- staklega hægt þegar kemur að því að semja tón- list við ljóð. Ljóðin eru svo innhverf og persónu- leg að það leiðir einhvern veginn af sjálfu sér að fara ekki fram með djöfulgangi og hraða.“ Tómas viðurkennir að heilmikil saga liggi á bak við lögin, þau hafi tilfinningalegt gildi fyrir hann og séu oft tileinkuð þeim sem honum eru kærastir. „Allt of mikið mál að fara út í smáat- riði, ævisaga mín kæmist hvort eð er ekki fyrir í þessu viðtali,“ segir hann sposkur og heldur áfram: „Ég rekst ekki bara á eitthvert kvæði í bók, sest niður við píanó og er búinn að afgreiða málin eftir tvo tíma. Oftast hef ég verið að líta á kvæðin og lesa í mörg ár og þekki þau því mjög vel. Svo kalla þau á mann og þá tekur mig jafn- an dágóðan tíma að finna hinn rétta tónlistar- anda, sem hæfir kvæðinu. Því næst er að setja lagið saman, en með annarri vinnu get ég verið í marga mánuði að hnika til nótu hér eða þar þangað til ég er ánægður með niðurstöðuna. Vissulega er öll þessi vinna tengd tilfinningalíf- inu. Ég hef aldrei stundað verksmiðjuvinnu þegar músik er annars vegar.“ Handlama fararstjóri – Þú ert ekki síst þekktur fyrir latíntónlist, hve- nær kviknaði sá áhugi? „Sem ungur maður dvaldi ég á Spáni þar sem ég lærði spænsku og ferðaðist mikið um Suður- Ameríku. Ég þekkti því dálítið til menningar- innar á þessum slóðum; bókmennta og tónlistar, og hafði lesið töluvert um byltinguna á Kúbu. Á níunda áratugnum þýddi ég bækur eftir suður- ameríska höfunda, til dæmis Isabel Allende og Gabriel García Márquez, áður en latínáhrifin í tónlistinni leystust úr læðingi fyrir tuttugu ár- um.“ – Ertu enn að dunda þér við að þýða bækur? „Ég hef ekki þýtt bækur í meira en tíu ár, sem þýðir að ég hef getað verið bara í tónlist- inni. Og það er ást númer eitt.“ Í vetur bauðst Tómasi að fara nokkrar ferðir með hópa Íslendinga til Kúbu til að kynna þeim kúbanska tónlist. Hann tók boðinu fegins hendi, þótt aum væri, eftir að hafa verið neyddur í þriggja mánaða spilahlé vegna lófakreppu. „Það var skorið í lúkuna á mér,“ útskýrir hann og kveðst löngu vera gróinn sára sinna. – Hvað er næst á döfinni? „Eftir tónleikana í Hörpu fer ég ásamt Sig- tryggi Baldurssyni, Ómari Guðjónssyni og Sig- ríði Thorlacius, til Kaupmannahafnar þar sem við komum fram á 100 ára afmælishátíð full- veldis Íslands í Dönsku óperunni. Danir halda hátíðina og meðal áheyrenda verða drottningin, danska þingið og ríkisstjórnin og ábyggilega góður hópur frá Íslandi. Við verðum „partur af programmet“ í átta mínútur.“ Tómas R. Einarsson segist hafa verið hallari undir ómstríða hljóma hér áður fyrr, en hafa í seinni tíð reynt að einfalda hlutina. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aldrei stundað verksmiðjuvinnu Tómas R. Einarsson, tónskáld og kontrabassaleikari, heldur tvenna tónleika í Kaldalóni í Hörpu í tilefni af útgáfu nótnabókar- innar Söngbók Tómasar R. Klassískar djassballöður og aðrar hljómríkar og dramatískar, latíntónlist, sveiflur, bóleró og mambó. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ’Ég er eins og gamall traktorað því leytinu að ég kemstekki mjög hratt. Ég hugsa sér-staklega hægt þegar kemur að því að semja tónlist við ljóð. Ljóðin eru svo innhverf og per- sónuleg að það leiðir einhvern veginn af sjálfu sér að fara ekki fram með djöfulgangi og hraða.“ Miðasala á tónleikana í Kaldalóni eru í Hörpu og á tix.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.