Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018 HÖNNUN OG TÍSKA GettyImages/Stockphoto Góður og síður dúkur gerir allt fínt. Dönsku Broste- dúkarnir eru stílhreinir og hlýlegir og fást í ótal litum. Húsgagnahöllin 17.990 kr. Það er óþarfi að splæsa í stóra blómvendi fyrir skreytingar. Hægt er að kaupa 2-3 stykki, tæta niður blöðin og raða fallega á annars einfalt uppdekkað borð. Sjarminn við þessar eftirréttaskálar frá Bitossi er ekki bara marg- litt gler heldur form þeirra, sem er mismunandi eftir hverju glasi. Kokka 14.500. kr. (sex í pakka) Þessir kertastjakar eru hálfgerður galdur. Undir þeim er segull og þeim fylgir plata til að þeir tolli fastir. Galdurinn er svo að setja plötuna undir dúk og stjakana ofan á þannig að platan sést ekki. Habitat 9.750 kr. Servíettur í hressilega skær- lituðu mynstri frá Iittala. Casa 950 kr. Ef þú ætlar bara að uppfæra kert- in fyrir boðið gefa þessi gleði. Hrím 2.490 kr. Góður ilmur, falleg hand- sápa og smart handklæði eru lykilatriði á gestakló- settinu. Marseille- vörunar eru dásamlegar og í ljómandi fínum um- búðum, svo sem þessi handsápa. Ilva 2.495 kr. Af öllum glösum matar- boðsins eru það kokteilglösin sem skipta mestu máli. Þetta kokteilglas heitir því virðulega nafni Harvey. Ilva 1.995 kr. Það er íslenskur stormur í Esbo- stellinu frá Habitat, mjög viðeigandi í haustmatarboðum. Habitat 2.750 kr. Smá kopar og gull á borðið, til dæmis í formi salatáhalda, og veislan er orðin fimm stjörnu. Söstrene Grene 1.488 kr. Hið svokallaða „konfettí“-pappírsskraut sem dreifa má á borð getur líka komið í stað fyrir blöð blóma og kemur best út á hvítum dúki. Söstrene Grene 199 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.