Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 37
30.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 FÓLK Kvikmyndastjarnan og framleiðandinn Reese Witherspoon getur nú líka kallað sig met- söluhöfund en fyrsta bók hennar Whiskey in a Teacup komst á topp metsölulista New York Times. Undirtitill bókarinnar er, „það sem það að alast upp í suðrinu kenndi mér um lífið, ástina og smákökubakstur“. Titilinn er fenginn frá ömmu leikkonunnar, Dorotheu, sem sagði að blanda af fegurð og styrk léti konur frá suður- ríkjum Bandaríkjanna vera eins og „viskí í te- bolla“. Þær litu út fyrir að vera viðkvæmar og skrautlegar en væru að innan sterkar og kraft- miklar. Í bókinni lýsir hún því hvernig hefðir suður- ríkjanna móti allt sem hún geri, hvernig hún haldi veislur, skreyti heimili sitt, dansi og greiði sér. Í bókinni lýsir hún því að hún hafi verið mjög spennt fyrir því að hitta Kate Middleton árið 2011. Hún hafi talið sig vera frekar ónæma fyrir kóngafólksæði en hafi ekki getað ráðið við sig af spenningi þegar hún fékk boð um að hitta her- togaynjuna, skömmu eftir að hún gekk í hjóna- band með Vilhjálmi Bretaprinsi. „Þann daginn var ég vöknuð kl. 4 til að undirbúa hárgreiðsl- una, það er snemmt, meira að segja fyrir mig.“ Reese Witherspoon, metsöluhöfundur Reese Wither- spoon nýtur mikilla vinsælda. AFP Bókakápan. Kannski er Witherspoon með viskí í tebollanum? Leikkonan Isabella Rossellini naut mikilla vinsælda og var þekkt leik- kona og fyrirsæta og reis stjarna hennar hvað hæst á árunum í kring- um 1990. Þessi dóttir sænsku leik- konunnar Ingrid Bergman og ítalska leikstjórans Robertos Ross- ellini er til dæmis þekkt fyrir leik sinn í myndunum Blue Velvet (1986), Wild at Heart (1990) og Death Becomes Her (1992). Hún hefur líka verið á forsíðu 23 tölublaða Vogue-tímaritsins og var andlit franska snyrtivöruframleið- andans Lancôme frá 1982. Ross- ellini gegndi þessu hlutverki í 14 ár en hún var rekin 42 ára gömul. Ástæðan var að hún var orðin of gömul. Nú eru breyttir tímar og leikkonan sem er nú 66 ára hefur skrifað undir nýjan samning við Lancôme. „Ég er aftur í tísku,“ sagði Rossellini í samtali við New York Times fyrr á árinu. Viðtalið fór fram á bóndabæ hennar á Long Island, utan við New York. Þar ræktar hún kjúklinga, lífrænt græn- meti og framleiðir hunang og egg. Hún hefur meira að segja skrifað stutta bók, My Chickens and I , sem kom út í mars. Hún segir að hún hafi ákveðið að fara aftur í skóla þegar hún datt úr tísku. Hún er um þessar mundir að klára meistara- gráðu í atferli dýra og verndun við Hunter College á Manhattan. En núna er spurning hversu mikinn tíma hún mun hafa til að sinna bú- störfum þar sem nú er meira að gera hjá henni sem leikkona og fyrirsæta. Nýjasta fyrirsætustarfið var þegar hún gekk sýningarpallana og sýndi ásamt tveimur börnum sínum og barnabörnum sumartísk- una 2019 fyrir Dolce & Gabbana. Vonandi fáum við að sjá sem mest af henni á næstunni. ingarun@mbl.is Þrjár kynslóðir samankomnar í tískusýningu Dolce & Gabbana í Mílanó á dög- unum. Frá vinstri: Elettra Rossellini Wiedemann með átta mánaða son sinn í fanginu, Isabella Rossellini og Roberto Rossellini. AFP HVAÐ VARÐ UM ISABELLU ROSSELLINI? Ræktar kjúklinga Gömul auglýsing en Rossellini var lengi andlit Lancôme. Í Blue Velvet (1986). AFP Í veislu hjá David Lynch- stofnuninni í maí. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins. www.firmavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.