Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Það er erfitt að sjá að borgaryfirvöld geti komist hjá því að taka athuga-semdir fjögurra heiðursborgara Reykjavíkur við framkvæmdir í Vík-urgarði í miðborginni til rækilegrar skoðunar. Eftir að þau Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfs- dóttir og Erró (sem er með í hópnum þótt hann hafi ekki verið á blaðamanna- fundinum) stigu fram í vikunni og skoruðu á borgaryfirvöld að hætta beinlín- is við nýbyggingu á svokölluðum Landsímareit hafa þau hreyft allhressilega við umræðunni og sett málið á dagskrá í borginni. Margar spurningar vakna – og þær eiga að vakna. Hvernig miðbæ viljum við? Hvað er í lagi að setja mörg hótel í miðbæinn? Er komið nóg? Þarf fleiri? Hvað með virðingu fyrir því liðna? Er hún ekkert mikilvæg? En líðan þeirra sem um miðborgina fara, skiptir hún máli? Fátt er eins viðkvæmt í almennri umræðu og skipulagsmál. Það þekkja allir sem fylgst hafa með opinberri umræðu undanfarin ár og áratugi. Og allir blaðamenn sem skrifað hafa um slík mál þekkja vel að engin umfjöllunarefni fjölmiðla fá viðlíka viðbrögð eins og skipulags- mál. Skipulagsmál eru alltaf hita- mál. Þau eru alltaf tilfinningamál. Flestum er nefnilega ekki sama í hvernig umhverfi þeir búa. Það að hafa skoðun á umhverfi sínu, að hafa sýn á það hvernig byggja eigi upp miðbæ sem geymir fornar og merkar minjar er ekki pólitík. Það er einfaldlega mannlegt að láta sig umhverfi sitt og sögu varða. Í Sunnudagsblaðinu í dag er viðtal við Vigdísi, Friðrik og Þorgerði þar sem ástríða þeirra fyrir baráttunni kemur glögglega fram. Þau nefna að fjögur sjónarmið ráði för í þeirra baráttu gegn nýbyggingu í Víkurgarði. Það sé sögulega hliðin, virðing fyrir hinum látnu, skipulagshliðin og svo tilfinningalega hliðin. Þetta síðastnefnda er merkilegt að skuli nefnt, því það er gjarnan tabú. Tilfinningarök eru nánast sjálfkrafa sett skör lægra en önnur rök. En þau ættu ekki að þurfa að vera neitt ómerkilegri. Það skiptir líka máli hvernig okkur líður í umhverfi okkar og hvaða áhrif það hefur á okkur. Tilfinningahliðina á uppbyggingu hótels á helgum reit ætti því ekki síður að skoða en aðrar. Og í þessu máli hlýtur að skipta máli að fólkið sem þarna berst við borgina var einmitt heiðrað af þess- ari sömu borg, vafalaust hafa tilfinningar spilað inn í þá eins og vera ber. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í hart við borgina sem heiðraði þau Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Það að hafa skoðun áumhverfi sínu, aðhafa sýn á það hvernigbyggja eigi upp miðbæ sem geymir fornar og merkar minjar er ekki pólitík. Það er einfaldlega mannlegt að láta sig um- hverfi sitt og sögu varða. Páll Hróar Helgason Einhvern góðan heitan rétt, kjúk- ling eða heitan pastarétt. SPURNING DAGSINS Hvað er best að hafa í mat- inn í haust- lægðum? Hlynur Hákonarson Gott sushi. Eitthvað örlítið framandi matur sem kemur mér í gott skap. Arnar Leó Ágústsson Ef ég sef lítið og er lítill í mér langar mig í pítsu eða eitthvað sveitt en ef ég næ að sofa vel langar mig í eitt- hvað ferskt. Anna Kristín Vilbergsdóttir Yfirleitt finnst mér best að fá mér einhverja matarmikla súpu, til dæm- is kjúklingasúpu með góðu brauði. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Hari Nýtt ævintýri um Maxímús Músíkús er að fara af stað og nú fer músin upp á fjöll. Í nýrri dagskrá skipa íslensk þjóðlög stóran sess en tónverkin sem fléttast við söguna eru af ýmsum toga. Sögumaður í nýja ævintýrinu um Maxa er Unnur Eggertsdóttir en hún tók þátt í frumflutningi verksins undir stjórn Daníels Bjarnasonar í Los Angeles. Verkið var pantað af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Fílharm- óníusveit Los Angeles sem frumflutti verkið á Reykjavíkur- hátíð sinni í Walt Disney-tónlistarhöllinni en verndari verkefn- isins er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. MAXÍMÚS MÚSÍKÚS SITUR FYRIR SVÖRUM Var síðast í Kuala Lumpur Hvað er að frétta? Allt gott og spennandi, ný bók að koma út með frábærri tónlist og tónleikar í Eldborg! Hvað ertu orðin gamall og hvað hefurðu verið að bralla síðustu árin? Ég er sko síungur enda finnst mér allt svo skemmtilegt og spennandi. Á þessum fjórum árum sem liðin eru frá síðustu bókinni um mig hef ég verið að skemmta krökk- um á tónleikum með stórum hljómsveitum í Evrópu, Ameríku og Ástralíu auk þess að vera með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Reykjavík og á fleiri stöðum. Núna síðast var ég í Kuala Lumpur í Malasíu og hjá frændum okkar í Noregi, þann- ig að sögurnar um mig passa sko fyrir alla krakka alls staðar í heim- inum. Hvað er best við haustin? Gómsætu berin eru það besta við haustin. Hvað geturðu sagt okkur um nýjasta ævintýrið þitt? Það er fjörugt og skemmtilegt, um sveitaferð. Ég fór upp á jökul með nýjum vinum mínum frá út- löndum, þau voru svo spennt að fá að sjá Ísland. Við sáum líka eldgos! Við fengum að ferðast með barni sem ég þekki, fórum í þyrlu og í bústað og heyrðum afa og ömmu segja frá tröllum og lífinu í torfbænum. Svo lentum við á sveitaballi. Ævintýrið var frumflutt í sólríku borginni Los Angel- es í fyrra og spilað fyrir níu þúsund börn í Walt Disney-tónleikahöllinni. Það var gaman, sérstaklega þegar þau hjálpuðu henni Unni við að búa til veðurhljóð, regn og vind og haglél. Ertu með einhverjar lífsins gullnu reglur? Jahá, ég lifi lífinu lifandi með því að vera alltaf syngj- andi og að hlusta á tónlist. Það er nefnilega þannig að hvar sem tónlist hljómar þar verða allir glaðir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.