Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 31
yfirvalda gagnvart sakborningum hefði aldrei getað farið svo úr böndum, eins og nú er vitað að varð, nema að verjendur a.m.k. sumra sakborninga hefðu al- gjörlega brugðist sínum skjólstæðingum. Þegar bréfritari hafði í þinginu sem forsætisráðherra opinberað með mjög afgerandi hætti efasemdir sínar um framgang Guðmundar- og Geirsfinnsmáls veittist einn af verjendum sakborninga að honum í fjölmiðlum og sagði efnislega að forsætisráðherrann færi með fleipur. Hans skjólstæðingur hefði verið réttilega dæmdur enda játað á sig glæpinn. Nú hefur sá maður verið sýknaður af einhuga Hæstarétti 5 dómara og það sem er óvenjulegra í fram- haldi af samdóma áliti ákæruvalds og verjenda! Ábendingar Dershowitz Lögfræðingurinn Alan Dershowitz er einn þekktasti verjandi Bandaríkjanna og fræðimaður við virtustu lögvísindastofnanir. Hann er afkastamikill fræðimað- ur. Oft hefur verið fullyrt vestra að lögregla hagræði sönnunargögnum til að tryggja að saklausir menn fáist dæmdir. Dershowitz var einn af verjendum O.J. Simp- son, leikara og íþróttahetju. Lítill vafi var á að lög- reglan hagræddi sönnunargögnum til að fá Simpson sakfelldan, sem tókst ekki. Margir Bandaríkjamenn eru þó enn sannfærðir um sekt hans. En Dershowitz segir að ekki sé rétt að fullyrða að lögregla og ákæruvald falsi og hagræði sakargögnum til að koma saklausum mönnum á bak við lás og slá. Hann sé sjálfur sannfærður um að sú fullyrðing fái ekki staðist. En það mál horfi öðruvísi við snúist fullyrðingin um það, að telji lögregla sig algjörlega vissa um að sakborn- ingur hafi framið glæpinn sem er til rannsóknar, þótt sannanir skorti, þá freistist hún stundum til að hagræða sönnunargögnum í þeim „góða tilgangi“ að tryggja að sá seki sleppi ekki frá refsingu fyrir glæp sinn. En Dershowitz bætti því við í bók sinni um efnið að óhjákvæmilegt væri að taka jafn hart á því að reynt væri að falsa sönnunargögn varðandi menn sem veru- legar líkur bentu til að væru sekir og þegar alsaklausir menn sættu slíkri misbeitingu opinbers valds. Ein- hverjir teldu að réttlæta mætti að sveigja sönnunar- byrði þegar í hlut ættu menn sem margt benti til að væru sekir, en alls ekki þegar alsaklausir menn fengju þunga dóma fyrir ólögmætan atbeina trúnaðarmanna almennings. Dershowitz sagði að tækju dómstólar og almenn- ingur upp á því að umbera fyrra tilvikið yrði stutt í að lögreglumenn freistuðust oftar til að haga sér eins gagnvart alsaklausum mönnum. Í skilningi laganna væru þeir menn saklausir sem ekki hefði verið sannað að framið hefðu glæp og þær sannanir væru umfram eðlilegar efasemdir um sönnunarfærslu. Þess vegna var ekki tækt að gera þá kröfu til Hæstaréttar nú að hann úrskurðaði að allir hinir ákærðu væru alsaklausir um glæpina sem þeir höfðu verið dæmdir fyrir. Um það getur Hæstiréttur ekkert fullyrt, þótt hann úrskurði að ákærur um slíkt hafi ekki verið sannaðar og því sé sýknað. Óumdeilt er að þegar þannig háttar til þá telst viðkomandi maður saklaus. Önnur leið Þótt ákvörðun skipaðs saksóknara um að krefjast sýknu sé ekki gagnrýnd hér, þá má segja að hugsan- legt hefði verið af hans hálfu að leggja til að dómurinn stæði vegna játninga og annarra atriða, þótt saksókn- arinn gerði ekki athugasemd við endurupptöku og við- urkenndi fjölmarga annmarka á játningum og öðrum málatilbúnaði. Hefði ákæruvaldið valið þá leið, sem var ekki auðvelt eins og á stendur, þá hefði Hæstiréttur orðið að fara rækilega efnislega yfir málið, sem gæti hafa verið gott fyrir það og sakborninga. Ekki er ástæða til að ætla að Hæstiréttur hefði ekki sýknað við þær aðstæður. En eins og málið var lagt fyrir réttinn stóðu ekki efni til þess. Vangaveltur um þetta skipta þó litlu máli nú. Mestu skiptir fyrir æru og minningu þeirra dæmdu manna sem látnir eru og hinna sem enn lifa og ættingja þeirra og vina að þeir unnu þann fullnaðarsigur sem hægt var að vinna. Það er einnig fagnaðarefni að ríkisstjórn Íslands hef- ur brugðist við þessum dómi og ætlar að fylgja honum eftir fyrir sitt leyti. Það er viðeigandi. Morgunblaðið/RAX ’En viðurkenna verður að tröll voru til fyr-ir daga netsins. Rúm 40 ár eru frá því aðGeirfinns- og Guðmundarmál hófust. Mörgokkar minnast umræðunnar sem var í kring- um þau mál og í aðdraganda þeirra og þann þrýsting sem lögregluyfirvöld voru undir. 30.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.