Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Veður víða um heim 2.10., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 9 rigning
Akureyri 6 skýjað
Nuuk 0 snjóél
Þórshöfn 6 súld
Ósló 5 skýjað
Kaupmannahöfn 10 rigning
Stokkhólmur 7 súld
Helsinki 8 skúrir
Lúxemborg 9 súld
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 15 súld
Glasgow 12 skýjað
London 18 skýjað
París 14 súld
Amsterdam 14 léttskýjað
Hamborg 11 skýjað
Berlín 8 súld
Vín 11 léttskýjað
Moskva 7 þoka
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 26 heiðskírt
Barcelona 24 heiðskírt
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 21 heiðskírt
Aþena 22 léttskýjað
Winnipeg 8 alskýjað
Montreal 8 súld
New York 24 léttskýjað
Chicago 15 þoka
Orlando 29 skúrir
3. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:43 18:51
ÍSAFJÖRÐUR 7:51 18:54
SIGLUFJÖRÐUR 7:34 18:37
DJÚPIVOGUR 7:13 18:20
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Snýst í hvassa norðanátt með slyddu
eða snjókomu á norðanverðu landinu.
Á föstudag Hæg vestlæg eða breytileg átt og léttir
víða til, en él á stöku stað við ströndina. Kalt í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í austan og norðaustan 13-23 m/s með rigningu eða slyddu,
hvassast S-lands, en á Vestfjörðum seint annað kvöld. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Kosningaþátttaka í sveitarstjórnar-
kosningum 2018 var meiri en þegar
kosið var árið 2014. Mesta kjör-
sókn var í Árneshreppi, 93,5%, en
minnsta kjörsókn í Reykjanesbæ,
57%, að því er fram kemur á vef
Hagstofu Íslands. Almenn kosn-
ingaþátttaka í sveitarstjórnarkosn-
ingunum í vor var 67,6% en 66,5 %
árið 2014.
Kjartan Már Kjartansson, bæj-
arstjóri í Reykjanesbæ, segir að
sveitarfélagið hafi ekki greint það
hvers vegna kjörsókn var slökust í
Reykjanesbæ þar sem óheimilt sé
samkvæmt persónuverndarlögum
að rýna í það hverjir kusu og á
hvaða aldri þar sem þær upplýs-
ingar geti hugsanlega leitt til upp-
lýsinga um þá sem kusu ekki.
Kjartan telur marga samverk-
andi þætti valda slakri kjörsókn.
„Hluti skýringarinnar gæti verið
að við prófuðum í fyrsta sinn í
sveitarstjórnarkosningum að vera
einungis með einn kjörstað, stað-
settan í Fjölbrautaskólanum, fyrir
allt sveitarfélagið. En slíkt hafði
gengið vel í þing- og forsetakosn-
ingum,“ segir Kjartan sem heyrt
hefur að það hafi ruglað einhverja
og því hafi þeir ekki kosið. Auk
þess gæti hluti útlendinga sem
fengið hafa lögheimili og kosninga-
rétt í Reykjanesbæ ekki verið
nægjanlega vel inni í málum til
þess að geta tekið afstöðu í kosn-
ingunum. Samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar var kosningaþátt-
taka erlendra ríkisborgara 15,3%
nú en 17% árið 2014. Tölur um
þátttöku erlendra ríkisborgara eru
byggðar á niðurstöðum 39 sveitar-
félaga af 72. Mörg sveitarfélög
hafa talið það jafnvel brjóta í bága
við lög um persónuvernd að veita
upplýsingar um aldur og ríkisfang
kjósenda.
Kosningaþátttaka í Hafnarfirði í
sveitarstjórnarkosningum í vor var
dræm eða 58,1% . Hún var 60,6%
árið 2014.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði hefur ekki skýr-
ingar á dræmri kosningaþáttöku í
bænum. En segir að hugsanlega
geti skýrt eitthvað sú staðreynd að
hátt hlutfall útlendinga sem hafa
lögheimili á Íslandi sé búsett í
Hafnarfirði.
„Ég skynjaði ekki mikinn mun á
þessum kosningum og öðrum sem
ég hef tekið þátt í,“ segir Rósa sem
telur áhugavert að kanna hvað
valdi minnkandi kosningaþátttöku.
Minnsta kjörsókn í Reykjanesbæ
Mesta kjörsókn í Árneshreppi Hátt hlutfall útlendinga gæti hugsanlega skýrt dræma kjörsókn í
Reykjanesbæ og í Hafnarfirði 39 af 72 sveitarfélögum landsins sendu Hagstofunni öll umbeðin gögn
Rósa
Guðbjartsdóttir
Kjartan Már
Kjartansson
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Stærsta áskorun íslenskrar net-
verslunar er að gera hana sam-
keppnishæfa við erlenda netversl-
un. Þetta segja þeir Egill Fannar
Halldórsson og Daníel Pétursson
sem standa að vöruhúsinu Gorilla
House sem var stofnað í þeim til-
gangi að þjónusta íslenskar net-
verslanir og auka þjónustustig í
innlendri netverslun.
Fyrirtækið var opnað um mitt
sumar en þjónustar nú um hundrað
pakka á dag frá íslenskum net-
verslunum af öllum stærðum og
gerðum.
„Verslun er að færast yfir á netið
og það er endalaust af netversl-
unum að spretta upp,“ segir Egill
og líkir þróun netverslana við til-
komu verslunarmiðstöðva sem urðu
til við þéttbýlismyndun. Nú sé það
sama uppi á teningnum með net-
verslanir samhliða aukinni notkun
snjalltækja og stafrænna miðla.
Í skýrslu Rannsóknarseturs
verslunarinnar, sem kom út fyrr á
árinu, um íslenska netverslun kem-
ur fram að innlend netverslun hafi
vaxið um 14,9 prósent fyrstu sex
mánuði þessa árs samanborið við
sama tímabil í fyrra, en heildar-
velta innlendrar netverslunar nam
8,8 milljörðum króna allt árið 2017.
Í sameppni við erlendu risana
Daníel og Egill segja viðtökurnar
hafa verið framar vonum en þegar
er hjá Gorilla-vöruhúsinu á annan
tug netverslana sem selja ýmist
tískuvörur, íþróttavörur og -fatnað,
húsgögn eða snyrtivörur svo fátt
eitt sé nefnt.
„Jafnvel þótt viðskiptavinir okk-
ar séu að selja til sama markhóps
lítum við svo á að þeir séu ekki
endilega keppinautar. Keppinaut-
arnir eru raunverulega ASOS,
Amazon, Alibaba eða einhver annar
þessara stóru erlendu aðila,“ segir
Daníel. Hingað til hafa íslensku
netverslanirnar átt erfitt með að
keppa við erlendu netverslunarr-
isana sem bjóða ódýrari vöru ásamt
hraðari heimsendingu en íslensku
netverslanirnar hafa getað boðið
upp á.
„Við gerum íslensku netversl-
ununum kleift að bjóða upp á hrað-
ari og betri þjónustu, og ekki síst
smærri aðilunum sem geta núna
boðið upp á alls konar þjónustu-
möguleika sem hingað til hafa bara
verið í boði hjá risum í verslunar-
geiranum,“ segir Egill en við-
skiptavinir netverslananna sem eru
hjá Gorilla-vöruhúsinu geta til að
mynda boðið viðskiptavinum sínum
á höfuðborgarsvæðinu upp á heim-
sendingu samdægurs.
„Flestar netverslananna hafa
ekki boðið upp á að sækja vörur til
sín, heldur aðeins þær stærstu, og
gátu netverslanirnar bara sent vör-
urnar með Íslandspósti. Þá pantaði
fólk og fékk sendinguna eftir helgi.
Núna getur fólk sótt strax, fengið
sent heimt til sín samdægurs eða
daginn eftir,“ segja þeir.
Betri þjónusta í netverslun
Vöruhúsið Gorilla House gerir netverslunum kleift að senda vörur heim að
dyrum samdægurs Brýnt að auka samkeppnishæfni íslenskra netverslana
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gorilla House Þeir Egill Halldórsson (t.v.) og Daníel Pétursson (t.h.) fóru af stað með vöruhúsið Gorilla House um
mitt sumar. Þeir þjónusta nú á anna tug netverslana sem selja húsgögn, fatnað, snyrtivörur og íþróttavörur.
Fljótabakki ehf., sem er íslenskt
dótturfélag ferðaþjónustufyrirtæk-
isins Eleven Experience, hefur
fest kaup á jörðinni Hraunum í
Fljótum. Fyrir eiga áðurgreindir
aðilar jörðina Depla í Fljótum
hvar í boði er ýmis fágætisþjón-
usta fyrir vel borgandi ferðamenn,
og má þar nefna fjallaskíðaferðir
þar sem flogið er með fólk í þyrl-
um upp á fjallstoppa, sem svo
rennir sér niður. Starfsemin á
Hraunum verður með líku lagi og
er á Deplum, og þær byggingar
sem fyrir eru á jörðinni, s.s. stórt
íbúðarhús, nýtast nú fyrir ferða-
þjónustuna, að sögn Hauks B. Sig-
marssonar, framkvæmdastjóra
Fljótabakka.
Hraun hafa lengi verið í eigu
sömu fjölskyldunnar; fólks sem nú
flyst á brott. Verðið sem Fljóta-
bakki gaf fyrir jörðina er um 150
millj. kr., samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. sbs@mbl.is
Kaupa Hraun fyrir
ferðaþjónustu
Icelandair hefur selt Primera Air
þjónustu og verður því fyrir tjóni
vegna gjaldþrots félagsins. Þetta
staðfesti Pétur Þ. Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri samskiptasviðs Ice-
landair, við Morgunblaðið.
„Icelandair hefur séð um tiltekna
þjónustu fyrir Primera Air í Kefla-
vík. Í ljósi gjaldþrots Primera gerum
við ráð fyrir að Icelandair geti orðið
fyrir einhverju fjárhagslegu tjóni, en
það er ekki verulegt,“ sagði Pétur.
Frekari upplýsingar voru ekki
veittar um málið að sinni.
baldura@mbl.is
Icelandair
tapar á gjald-
þroti Primera