Morgunblaðið - 03.03.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
Hildur Björnsdóttir borgar-fulltrúi lagði í gær fram tillögu
á fundi borgarstjórnar um jöfn fjár-
framlög með börnum í leik- og
grunnskólum í borginni, óháð
rekstrarformi.
Borgarstjóriákvað að svæfa
tillöguna með hefð-
bundnum hætti og
vísaði henni til borg-
arráðs. Sagði hann
umræðuna á byrj-
unarstigi og ekki
taka mið af veru-
leikanum.
Hildur brást viðafstöðu – eða
skorti á afstöðu –
meirihlutans með því að benda á að
með tillögunni hefði verið ætlunin að
tryggja öllum börnum jöfn tækifæri
til að sækja ólíka skóla borgarinnar.
Og hún bætti við: „Sérstaka at-hygli vakti að Viðreisn treysti
sér ekki til að styðja tillöguna, þrátt
fyrir fögur fyrirheit í kosningabar-
áttu. Ég fæ ekki lengur séð hver
munurinn er á Samfylkingu og Við-
reisn.“
Þá þótti henni bersýnilega skjótaskökku við að meirihlutaflokk-
arnir hefðu lýst áhyggjum af kostn-
aði við tillöguna: „Þeim virðist þykja
rétt að mismuna börnum í sparnað-
arskyni. Það væri óskandi að borg-
arstjóri horfði með sama hætti í
hverja krónu þegar hver fram-
kvæmdin á fætur annarri fer marg-
falt fram úr áætlunum á hans vakt.
Það mætti eflaust fjármagna tillög-
una með einum bragga. Til dæmis.“
Bragginn sem hún vísaði til hefurþegar kostað borgina yfir fjög-
ur hundruð milljónir króna og farið
kvartmilljarð yfir áætlun. Og er þá
ekki allt talið.
Hildur
Björnsdóttir
Viðfylkingin,
börnin og bragginn
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Frelsi og fjölbreytni
í skólastarfi
Opinn fundurmiðvikudaginn 3. október, kl. 20:00 í Valhöll
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, stendur fyrir opnum
fundi um frelsi og val í skólastarfi.
Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir borgarfulltrúar Sjálf
stæðisflokks flytja erindi um jöfn fjárframlög með börnum
í leik og grunnskólum borgarinnar óháð rekstrarformi.
Illugi Gunnarsson fyrrverandi mennta og menningarmála
ráðherra fjallar um fjölbreytni í rekstri sem lykil að framförum.
Allir velkomnir.
Hildur Björnsdóttir Katrín AtladóttirIllugi Gunnarsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ragnheiður Margrét
Guðmundsdóttir, ís-
lenskufræðingur og
málfarsráðgjafi á
RÚV, lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut mánu-
daginn 1. október.
Ragnheiður fædd-
ist í Reykjavík 17.
október 1953. Móðir
hennar er Kristín
Anna Claessen,
fædd 1. október
1926. Faðir hennar
var Guðmundur
Benediktsson, ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu,
f. 13. ágúst 1924. Hann lést 20.
ágúst 2005.
Ragnheiður varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1973. Hún lauk BA-prófi í íslensku
og almennri bókmenntafræði frá
Háskóla Íslands 1985 og M.Paed.-
prófi í íslensku við sama skóla
1995.
Ragnheiður var íslenskukennari
og námsráðgjafi við Mennta-
skólann við Sund 1989 til 1995 og
íslenskukennari og námsráðgjafi
við Kvennaskólann 1995 til 2002.
Ragnheiður var framkvæmda-
stjóri Hagþenkis 2001 til 2003.
Frá því að Ragn-
heiður hætti störfum
hjá Hagþenki og hóf
störf sem málfars-
ráðgjafi á RÚV
kenndi hún íslensku
fyrir útlendinga,
m.a. hjá Mími,
Rauða krossinum og
Háskólasetri Vest-
fjarða. Ragnheiður
vann auk þess við
þýðingar.
Ragnheiður var í
leshring um kvenna-
bókmenntir sem
stofnaður var fyrir
meira en 30 árum. Hún söng í kór-
um, nú síðast með Söngfjelaginu.
Ragnheiður giftist Birni Ragn-
arssyni tannlækni 29. júní 1974.
Hann er fæddur 17. september
1949. Þau eignuðust tvær dætur,
Birnu Önnu og Láru Björgu.
Birna Anna, rithöfundur, er fædd
18. apríl 1975. Hún er gift Peter
Niculescu. Dætur þeirra eru Katr-
ín Lára og Lára Alexandra. Lára
Björg, upplýsingafulltrúi ríkis-
stjórnarinnar, er fædd 1. febrúar
1977. Hún er gift Tryggva
Tryggvasyni, börn þeirra eru
Björn Óttar Oddgeirsson og Ólaf-
ur Benedikt Tryggvason.
Andlát
Ragnheiður Margrét
Guðmundsdóttir
Heildarupphæð álagðs veiðigjalds á
fiskveiðiárinu, sem lauk 31. ágúst,
nam rúmlega 11,2 milljörðum króna.
Það er mikil hækkun frá síðasta fisk-
veiðiári er veiðigjöldin námu um 4,6
milljörðum króna, en þá var í síðasta
skipti veittur tímabundinn afsláttur
af veiðigjaldi og nam hann um 927
milljónum króna.
HB Grandi greiðir tæplega 1.040
milljónir króna og Samherji Ísland
tæplega 770 milljónir. Þorbjörn hf. í
Grindavík og Útgerðarfélag Reykja-
víkur, áður Brim, greiða tæplega 531
milljón króna hvort félag. Síldar-
vinnslan í Neskaupstað tæplega 460
milljónir og FISK Seafood á Sauðár-
króki rúmlega 450 milljónir.
Tæpur milljarður á mánuði
Í hverjum mánuði fiskveiðiársins
2017-18 var gjaldið hátt í milljarður
að meðaltali. Greiðendur voru 959 og
þeir ellefu sem greiða mest greiða
um helming álagðs veiðigjalds fisk-
veiðiársins.
Veiðigjald er lagt á mánaðarlega á
grundvelli landaðs afla í hverjum
mánuði og innheimt í öðrum mánuði
eftir það. Upplýsingar um veiðigjald
einstakra fyrirtækja á síðasta fisk-
veiðiári er að finna á heimasíðu
Fiskistofu.
Sjávarútvegsráðherra hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi um veiði-
gjöld. aij@mbl.is
Veiðigjöld rúmlega 11,2 milljarðar
HB Grandi greiðir yfir milljarð Ellefu hæstu greiða um helming gjaldsins
HB Grandi Greiðir rúman milljarð í
veiðigjöld á síðasta fiskveiðiári.