Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
Verð frá 102.508
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem
er. Búa til heita súpu
og ís.
Hraðastillir, prógrömm
og pulse rofi sjá til þess
að blandan verður ávallt
fullkomin og fersk!
Nýjir meistarar
eru mættir
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á
hugi minn á fólki er í
blóðinu. Mér hefur allt-
af fundist gaman að
hlusta á sögur og segja.
Það er hluti af sagna-
menningunni sem ég ólst upp við,“
segir Helgi Gíslason myndhöggvari.
Vinnustofa hans er í byggingum
gömlu áburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi og þar hélt hann á dög-
unum sýningu á nokkrum verka
sinna; litlum portrettmyndum sem
flestar eru mótaðar úr leir en nokkr-
ar reyndar úr bronsi.
Svipbrigði og sérkenni
Verkin á sýningunni hafa verið
unnin á 40 ára tímabili en nú var
kominn sá tími að listamanninum
fannst nauðsynlegt að koma þeim
fyrir almenningssjónir. „Með sýn-
ingu getur maður að nokkru leyti
sett verkin aftur fyrir sig. Byrjað á
einhverju nýju,“ segir Helgi sem er
ættaður úr Hreppum í Árnessýslu
og á þar sterkar rætur. Margar
myndanna á sýningunni eru einmitt
af fólki þaðan úr sveit.
„Sagnahefðin fylgdi mér inn í
myndlistina, en ég var strax sem
ungur drengur byrjaður að teikna.
Og mér hefur alltaf fundist áhuga-
vert að taka manninn úr tímanum
eitt andartak og setja í fast form
leirsins. Reyni þá að draga fram
svipbrigði og sérkenni í andlitum
fólksins. Oft er sagt að fólk setji svip
á samtímann, en þeim orðum má
líka snúa við; Tíminn setur mark
sinn á manninn og það má svo
margt lesa í andlitum fólks,“ segir
Helgi.
Galdur fer í gang
„Annars finnst mér alltaf best
að spjalla við fólkið þegar ég sit and-
spænis því með leirinn; þá mótast
verkið og sprettur fram eiginlega af
sjálfu sér. Það er eins og einhver
galdur fari í gang. Sú var til dæmis
raunin þegar ég gerði myndina af
Marinó heitnum Kristjánssyni
bónda á Kópsvatni. Við fórum sam-
an í fjárhúsið, hann var sögumaður-
inn og ég sat sjálfur á garðabandinu,
hlustaði og myndin varð til í hönd-
um mínum á meðan. Við getum kall-
að þetta skissur, svona sá ég mann-
inn á afmarkaðri stund,“ segir Helgi
þegar hann sýnir blaðamanni mynd-
ir af Kristjáni Davíðssyni listmálara,
Sigurbirni Einarssyni biskupi, Gylfa
Þ. Gíslasyni ráðherra og Guðrúnu
Vilmundardóttur konu hans.
Helgi Gíslason á að baki langan
feril sem listamaður. Í Ráðhúsi
Reykjavíkur eru uppi bronsmyndir
af borgarstjórum fyrri tíma og
myndirnar af þeim sem eru næstir
okkur í tíma eru eftir Helga, það er
bronsútgáfa af Geir Hallgrímssyni,
Birgi Ísleifi Gunnarsyni, Agli Skúla
Ingibergssyni og Davíð Oddssyni.
Tiltaka mætti þá fjölda annarra
verka eftir Helga, höggmyndir,
skúlptúra og svo framvegis; verk
sem sjá má víða.
Samtal við almenning
„Að halda sýningu er eins og að
taka til í eigin ranni. Sýningin núna
var aðeins þrír dagar, en allt svona
er listamönnum nauðsynlegt. Sýn-
ingar eru þátttaka listamannsins í
lífinu og samtal við almenning,“ seg-
ir Helgi sem einnig hefur uppi við
nú og sýnir á vinnustofu sinni teikn-
ingar og grafíkverk í silkiprenti.
Þau verk vann hann síðastliðinn vet-
ur í Kjarvalsstofu í París,
„Það er áhugavert að færa
manninn í fast efni, sem þannig lifir
þótt tíminn líði. En fyrst og síðast
eru þetta skissur; mín sýn á fólkið. Í
listinni sér hver hlutina með sínum
augum. Í því samhengi get ég rifjað
upp að sem strákur kom ég oft í
Listasafn Ásgríms Jónssonar við
Bergstaðastræti í Reykjavík. Þar
sagði Bjarnveig Bjarnadóttir safn-
stjóri mér frá því þegar sveitungar
Ásgríms austan úr Flóa komu á
safnið og höfðu á orði að myndir
hans af sunnlensku fjöllunum væru
ekki sannar – fjöllin væru á öðrum
stað á mynd en í raunveruleika. Ás-
grímur svaraði aftur á móti að svona
blöstu þau við af hans sjónarhóli. Og
sama má segja um portrettin hér í
Gufunesi; þetta er mín útgáfa af ein-
staklingunum sem hafa orðið á vegi
mínum.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Listamenn Helgi Gíslason á sýningunni. Í baksýn er bronsmynd af Kristjáni heitnum Davíðssyni listmálara.
Fólkið í föstu formi
Portrett úr gifsi eru líf
og list Helga Gíslasonar.
Hann sýndi 40 myndir
af samferðafólki sínu í
vinnustofu sinni í Gufu-
nesi, en í húsunum þar
kennir ýmissa grasa.
Andlit Á sýningu Helga voru 39 verk, myndir af fólki úr ólíkum áttum.
Vangar Þessar tvær leirmyndir eru af hjónunum Guðrúnu Vilmundar-
dóttur og Gylfa Þ. Gíslasyni, sem var menntamálaráðherra 1956-1971.
Í síðustu viku var haldið íslenskt bók-
menntakvöld í Literarisches Collo-
qium Berlin, sem er ein virtasta bók-
menntastofnunin þar í borg.
Bókmenntakvöldið var liður í röð við-
burða sem sendiráð Íslands í Berlín
og Icelandair hafa staðið að í tilefni
100 ára fullveldisafmælisins.
Þau sem lásu upp voru Steinunn
Sigurðardóttir úr bók sinni um Heiðu
fjalldalabónda, sem kom út í þýskri
útgáfu fyrir skömmu. Þá las Arthur
Björgvin Bollason úr bók sinni Das
Island-Lesebuch sem er persónuleg
svipmynd hans af Íslandi og þjóðinni
– en bókin er frumsamin á þýsku.
Loks kynnti Einar Kárason heildar-
útgáfu á fjórum skáldsögum sínum
um sturlungaöldina, sem kom út í
Þýskalandi í fyrra.
Kynnir kvöldsins var útvarps- og
sjónvarpsmaðurinn Thomas Böhm,
sem er mikils metinn bókmennta-
gagnrýnandi. Thomas þekkir vel til
íslenskra bókmennta, en hann var
einn þeirra sem undirbjuggu það þeg-
ar Ísland var í heiðurssæti á alþjóð-
legu bókastefnunni í Frankfurt haust-
ið 2011.
Íslenskt bókmenntakvöld var haldið í Berlín
Steinunn, Arthur og Einar
Rithöfundarnir og frændurnir Ein-
ar Kárason og Arthur Björgvin Bolla-
son á bókmenntakvöldinu í Berlín.
Út er komin hjá Vöku-Helgafelli bókin Prjónað af ást þar
sem eru 70 uppskriftir að flíkum og fylgihlutum handa
börnum frá fæðingu upp að 8-10 ára aldri. Bókin er eftir
hina dönsku Lene Holme Samsøe og sækir höfundurinn
innblástur í norræn hannyrðablöð og -bækur frá því um
miðja síðustu öld. Uppskriftirnar hefur hún svo aðlagað
þörfum nútímans. Verkefnin í bókinni eru fjölbreytt, stór
og smá; húfur, hálstau og ennisbönd ásamt stærri flíkum
eins og peysum, jökkum, kjólum, buxum og öðrum mjúkum
og þægilegum fatnaði, segir í frétt frá Forlaginu.
Sjötíu uppskriftir að flíkum og fylgihlutum
Innblásturinn er norrænn