Morgunblaðið - 03.03.2018, Page 19

Morgunblaðið - 03.03.2018, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 Hinn 14. nóvember 2017 kvað EFTA- dómstóllinn upp dóm um að ákvæði íslenskra laga og reglugerðar um leyfisskyldu vegna inn- flutnings á hrárri og unninni kjötvöru, eggj- um og mjólkurvörum væru ekki í samræmi við skuldbindingar Ís- lands samkvæmt EES- samningnum. Umrætt leyfisveitingakerfi felur í sér að óheimilt er að flytja inn fyrrgreindar vörur nema með heimild Matvæla- stofnunar. Slík heimild er ekki veitt nema að lagt sé fram vottorð sem m.a. staðfestir að vörurnar hafi verið geymdar við a.m.k. -18°C í einn mán- uð fyrir tollafgreiðslu. Undanfarna mánuði hafa íslensk stjórnvöld lagt áherslu á að bregðast við þessari niðurstöðu. Við þá vinnu og í almennri umræðu um næstu skref er mikilvægt að forsaga máls- ins sé ljós en hún er í meginatriðum eftirfarandi. 1994-2001 Við gildistöku EES-samningsins hinn 1. janúar 1994 var Ísland und- anþegið reglum 1. viðauka samn- ingsins varðandi dýra- og plöntu- heilbrigði. Hinn 1. janúar 1997 tóku gildi endurskoðaðar reglur á þessu sviði sem leiddu til þess að Ísland hefði að óbreyttu talist þriðja ríki varðandi útflutning á sjávarafurðum til Evrópusambandsins. Það hefði kallað á umfangsmiklar sýnatökur og kostnað. Slík breyting hefði haft verulega skaðleg áhrif á útflutning íslenskra matvæla og því var ákveð- ið að hefja viðræður um endur- skoðun á undanþágu Íslands frá 1. viðauka. Þeim viðræðum lauk með því að Ísland gekkst undir þær gerð- ir sem vörðuðu sjávarafurðir en hélt undanþágu sinni varðandi búfjár- afurðir. 2002-2007 Í febrúar 2002 tók ný matvælalög- gjöf Evrópusambandsins gildi en hún fól m.a. í sér að sá aðskilnaður sem áður var milli mismunandi framleiðslugreina, þ.m.t. búfjár- afurða og sjávarafurða, var felldur úr gildi. Framkvæmdastjórn ESB fór fram á að Ísland tæki þessa löggjöf upp með heildstæðum hætti í EES-samning- inn þar sem ekki væri lengur unnt að innleiða þessar reglur þannig að þær tækju einungis til sjávarafurða. Ríkisstjórn Íslands samþykkti hinn 18. október 2005 að hafnar yrðu viðræður um mögulega upptöku hinnar nýju matvæla- löggjafar ESB. Eitt helsta markmið löggjafarinnar er að dýraheilbrigðiseftirlit eigi sér ein- ungis stað innan upprunaríkis, þ.e. þaðan sem viðkomandi dýr eða vara kemur frá. Þetta var ekki í samræmi við gildandi löggjöf á Íslandi þar sem fyrrgreint leyfisveitingakerfi fól í sér eftirlit á áfangastað. Skilyrði Evrópusambandsins í þeim við- ræðum var að undanþága Íslands varðandi búfjárafurðir yrði endur- skoðuð og leyfisveitingakerfið þann- ig fellt niður. Hinn 2. júní 2006 samþykkti ríkis- stjórnin drög að samkomulagi þar sem gert var ráð fyrir að taka upp hinar nýju reglur og fella niður leyf- isveitingakerfið. Sumarið 2007 náð- ist endanlegt samkomulag í þessum viðræðum. Í því fólst m.a. að endur- skoðuð matvælalöggjöf Evrópusam- bandsins yrði tekin upp í 1. viðauka við EES-samninginn og staða Ís- lands sem hluti af hinum innri mark- aði var þannig tryggð. Þá fékk Ís- land sérstaklega 18 mánaða frest til þess að innleiða þann hluta sem sneri að búfjárafurðum og afnema þannig leyfisveitingakerfið. Ríkis- stjórnin veitti hinn 22. október 2007 heimild fyrir því að samþykkja ákvörðun EES-nefndarinnar sem var í samræmi við samkomulagið. 2008 Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra lagði í tvígang fram frum- varp á Alþingi á árinu 2008 með það að markmiði að leiða matvælalöggjöf ESB í lög. Þau frumvörp voru í sam- ræmi við það samkomulag sem ís- lensk stjórnvöld höfðu gert við ESB og sameiginlega EES-nefndin hafði samþykkt. Í því fólst að innleiða matvælalöggjöf ESB í íslensk lög og afnema þannig séríslenska leyfis- veitingakerfið. Frumvörpin voru ekki útrædd á Alþingi og urðu ekki að lögum. 2009 Í október 2009 lagði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra fram sambærilegt frumvarp sem þó hafði tekið nokkrum breyt- ingum. Þeim er þannig lýst í grein- argerð með frumvarpinu: „Frum- varp þetta er í samræmi við efnisákvæði ákvarðana sameigin- legu EES-nefndarinnar að öðru leyti en því að innflutningsbann á hráu kjöti og hráum eggjum skv. 10. gr. laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, helst og er ekki afnumið.“ Frumvarpið var sam- þykkt á Alþingi hinn 18. desember 2009 og hefur leyfisveitingakerfið verið óbreytt síðan þá. Með þeirri samþykkt staðfesti Alþingi ákvörð- un sameiginlegu EES-nefndarinnar um innleiðingu matvælalöggjafar ESB og við gildistöku laganna 1. mars 2010 hófst fyrrgreindur 18 mánaða aðlögunarfrestur íslenskra stjórnvalda að matvælalöggjöf ESB. 2011-2017 Undir lok árs 2011 sendu Samtök verslunar og þjónustu kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem kvartað var yfir innflutnings- banni á hráu kjöti. Með rökstuddu áliti hinn 8. október 2014 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að ís- lenska ríkið hefði brotið gegn skuld- bindingum sínum samkvæmt EES- samningnum og skorað var á íslensk stjórnvöld að lagfæra löggjöfina í samræmi við þær skuldbindingar. ESA vísaði málinu til EFTA- dómstólsins 30. janúar 2017. Í dóm- inum sem kveðinn var upp 14. nóv- ember sama ár er vísað til fyrr- greinds markmiðs matvælalöggjafar Evrópusambandsins um eftirlit inn- an upprunaríkis. Þá kemur fram að löggjöf sem kveður á um dýraheil- brigðiseftirlit í ríki áfangastaðar í öðrum tilvikum en þeim sem tilskip- unin heimilaði sérstaklega væri því ósamrýmanleg löggjöfinni. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ís- lenska leyfisveitingakerfið væri ekki í samræmi við skuldbindingar Ís- lands samkvæmt EES-samn- ingnum. Staða málsins í dag Eftir allt sem á undan er gengið er staðan sú að EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið gegn skuldbind- ingum sínum samkvæmt EES- samningnum með því að viðhalda leyfisveitingakerfinu. Íslensk stjórn- völd hafa ekkert val um annað en að bregðast við þeirri niðurstöðu enda miklir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi að staða Íslands sem hluti af hinum innri markaði sé tryggð. Reglur þær, sem deilt var um í þessu máli, tryggja að flytja megi út íslenskar landbúnaðar- og sjávaraf- urðir án kostnaðarsams og tíma- freks eftirlits á viðtökustað. Í því fel- ast mikil verðmæti en árið 2016 nam heildarútflutningur íslenskra land- búnaðar- og sjávarafurða til mark- aða innan Evrópusambandsins um 176 milljörðum króna. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld frá því dómurinn var kveðinn upp lagt ríka áherslu á að vinna að úrlausn þessa máls. Þannig má geta þess að íslensk stjórnvöld sendu í júlí sl. inn umsókn um viðbótartryggingar til Eftirlitsstofnunar EFTA. Slíkar tryggingar, sem önnur norræn lönd hafa þegar fengið, munu gera stjórn- völdum kleift að krefjast ákveðinna vottorða um að tilteknar afurðir séu lausar við salmonellu. Þá er unnið að fjölmörgum aðgerðum, m.a. varð- andi kampýlóbakter. Loks má geta þess að íslensk stjórnvöld hafa hafið viðræður við bæði framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórn- valda í málinu. Á þeirri vegferð legg ég áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ís- land hefur undirgengist en tryggj- um á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna. Eftir Kristján Þór Júlíusson » „… legg ég áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuld- bindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“ Kristján Þór Júlíusson Höfundur er sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Sagan um hráa kjötið Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Árið 2016 nam heildarútflutningur íslenskra landbúnaðar- og sjávarafurða til markaða innan Evrópusambandsins um 176 milljörðum króna.“ Ef til vill voru viðbrögð vinstri manna við skýrslu dr. Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar um erlenda áhrifa- þætti bankahrunsins 2008, fyr- irsjáanleg. Af einhverjum ástæðum komast margir vinstrisinnar alltaf úr jafnvægi þegar nafn Hannesar Hólm- steins ber á góma. Líkt og oft áður í sögunni skipta skilaboðin (efni skýrslunnar) litlu en sendiboðinn öllu og á þeim grunni er lagt til atlögu. Í pistli á mbl.is bendir Sigurður Már Jónsson blaðamaður á að skýrsla Hannesar Hólmsteins setji íslenska bankahrunið í al- þjóðlegt samhengi og varpi um leið ljósi á samskipti við erlend stjórnvöld í kringum fall viðskiptabankanna. Við Íslendingar vor- um einangraðir og nágrannaþjóðir „snéru við okkur bakinu og fénýttu sér svo aðstæð- urnar“. Sigurður Már segir það „furðulegt að fylgjast með því hve margir eru tilbúnir að gagnrýna skýrsluna og játa um leið að hafa ekki lesið hana!“. Vanlíðan og viðkvæmni Af einhverjum ástæðum er það viðkvæmt að reynt sé að greina erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Engu er líkara en að þing- menn Samfylkingarinnar fari á taugum þeg- ar dregnar eru fram staðreyndir um hvern- ig framganga annarra ríkja gagnvart Íslandi á erfiðum tímum, hafi gert efnahags- legu áföllin erfiðari og meiri. Þess vegna er forðast að ræða efni skýrslu Hannesar Hólm- steins (og kannski er hún ekki einu sinni lesin) en þess í stað er ráðist á höfundinn og hann gerður tortryggilegur vegna stjórnmálaskoðana sinna og þátttöku í þjóðmálaumræðu í áratugi. Það er eftirtektarvert hversu mikilli vanlíðan skýrslan veldur mörgum. Sigurður Már segir að í henni sé gengið „gegn ákveðnum dogmatisma sem hefur verið sterkur í umræðunni hér heima, einkum meðal vinstri manna, einstaka há- skólamönnum og ákveðnum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. Getur verið að þetta sé ástæðan fyrir angist þeirra sem vilja kasta rýrð á efni skýrslunnar með því að ráðast á persónu höfundarins? Það er merkilegt hve þeim sem mest kenna sig við umburðarlyndi og víðsýni, er illa við að til séu fræðimenn og háskóla- kennarar sem aðhyllast lífsskoðanir sem byggja á einstaklingsfrelsi og frjálsum markaði. Óþol hinna umburðarlyndu gagn- vart slíkum skoðunum fer vaxandi. Umburð- arlyndið nær aðeins til þeirra sem eru með „réttu“ skoðanirnar og „rétta“ pólitíska bak- grunninn. Þess vegna er það eðlilegt að pró- fessorar og háskólakennarar, sem sumir hafa tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni og jafnvel setið á Alþingi fyrir „rétta“ flokk- inn, skrifi bækur og skýrslur og séu fengnir í drottningarviðtöl í ríkisreknum fjölmiðli. Gegn samkeppni hugmynda Samkeppni hugmynda er eitur í beinum þeirra sem hæst tala um eigið umburðar- lyndi og víðsýni. Í stað rökræðunnar er gripið til þess ráðs að grafa undan þeim sem eru andstæðrar skoðunar – gera viðkomandi tortryggilegan sem talsmann öfgafullra við- horfa. Reynt er að komast undan því að glíma við andstæðar skoðanir og viðhorf – hlaupið undan rökræðunni. Hægt og bítandi verður pólitísk umræða lítið annað en inni- haldslaust hjal, frasar og upphrópanir. Með skáldlegum tilburðum – sem víðsýnin ein leyfir – er varað við því úr ræðustól Al- þingis að „öfgamenn með skrýtnar jaðar- skoðanir“ ráði för þegar rætt er um að draga úr umsvifum Ríkisútvarpsins á aug- lýsingamarkaði. Í hugum hinna umburðar- lyndu er Ríkisútvarpið heilög stofnun og að- eins öfgamenn vilja jafna stöðu sjálfstæðra fjölmiðla í samkeppni við ríkið á fjölmiðla- markaði. Og þeir verstu leyfa sér að efast um réttmæti þess að ríkið sé yfir höfuð að reka fjölmiðil með þeim hætti sem gert er. Heitasti draumur víðsýnna stjórnmála- manna er að efla Ríkisútvarpið enn frekar og gera sjálfstæða fjölmiðla að þurfalingum ríkissjóðs með opinberum styrkjum og milli- færslusjóðum. Þversögnin sem í því felst truflar ekki þá sem gera þá kröfu um að fá viðurkenningu fyrir frjálslyndi. Hornsteinn frjálsra samfélaga Samkeppni hugmynda og skoðana er einn hornsteina frjálsra samfélaga og forsenda framfara. Þessari staðhæfingu hafna hinir umburðarlyndu í óþoli sínu gagnvart þeim sem eru á öndverðum meiði og setja fram aðrar skoðanir en þær sem eru þóknan- legar. Rósemi, skilningur og þolinmæði gagnvart „röngum hugmyndum“ er ekki leyfð. Gagnrýni sem byggist á borgara- legum gildum skal kæfð í fæðingu. Í fyrir- myndaríki umburðarlyndis þurfa skoðanir sérstaka löggildingu og þeim tryggður far- vegur í háskólum og á öldum ljósvaka ríkis- ins. Ný-frjálslyndi vinstri manna er réttlæting þess að seilast dýpra í vasa launafólks og kalla það samfélagslega ábyrgð að þenja út ríkið og ríkisreksturinn. Aðeins kreddu- fastir, þröngsýnir og öfgafullir stjórn- málamenn tala fyrir lægri sköttum, athafna- frelsi framtaksmannsins og einfaldara regluverki. Hægt og bítandi missa sum orð merkingu eða snúast jafnvel upp í andhverfu sína. Frjálslyndi, víðsýni og umburðarlyndi hafa fengið aðra og gjörbreytta merkingu frá því þegar ég var að alast upp. Eftir Óla Björn Kárason » Samkeppni hugmynda og skoðana er einn hornsteina frjálsra samfélaga og forsenda framfara. Þessari staðhæfingu hafna hinir umburðarlyndu í óþoli sínu. Óli Björn Kárason Óþol hinna umburðarlyndu Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.