Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Á vordögum fjallaði fréttaþátturinn Kveik- ur, sem sýndur er í Rík- issjónvarpinu, ítarlega um flutninga Flug- félagsins Atlanta með birgðir og hergögn til Sádí-Arabíu. Var þar dregin upp svört mynd af umræddum flutn- ingum og ítrekað gefið í skyn „líklega“ væri um ólöglega flutninga að ræða, þrátt fyr- ir að leiðbeiningum yfirvalda og al- þjóða lögum væri fylgt í hvívetna og að engar haldbærar sannanir þess efnis lægju fyrir. Í framhaldi af um- fjöllun Kveiks fylgdu aðrir fjölmiðlar eftir og birtu samskonar fréttir af flutningum félagsins. Hart var gengið að forsvars- mönnum félagsins og var öllum spurningum sem ekki fólu í sér brot á trúnaði við viðskiptavini svarað skrif- lega. Skýrt kom fram í svörum Atl- anta til fjölmiðla að félagið hefur ávallt kappkostað að fara eftir öllum þeim lögum og reglum sem gilda um flutning hergagna og unnið allar um- sóknir um slíka flutninga í nánu sam- bandi við íslensk og erlend yfirvöld sem málið varðar, þ.e. yfirvöld þeirra landa þar sem farmurinn er upprunn- inn, þangað sem hann er fluttur og þau lönd sem flogið er yfir í hvert og eitt skipti. Þannig mátti vera ljóst að umræddir flutningar fara ætíð fram með samþykki og vitund allra yfir- valda og opinberra aðila sem málið varðar. Þá voru raktir fyrir fréttamönnum þeir verkferlar og alþjóðlegar reglur (t.a.m. SÞ, ICAO, IATA) sem gilda. Þá benti Atlanta á að þeir flutningar sem fréttamenn beindu sjónum sín- um að voru aðeins um 0,09% af öllum flugferðum félagsins á árinu 2017 og því ljóst að þeir höfðu afar lítil fjár- hagsleg áhrif. Hafa ber í huga að við- skiptavinir félagsins greiða ekki meira fyrir flutning hergagna en flug með annan varning. Því miður birtu fjölmiðlar fáar af útskýringum Atl- anta um málið en þess í stað plantað efasemdafræjum þess efnis að flutn- ingarnir væru ólöglegir og brot á alþjóðalögum. Í kjölfar ofangreinds fréttaflutnings vann samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið skýrslu um flutning hergagna með borg- aralegum loftförum á árunum 2008-2017. Áfangaskýrsla var gefin út 13. apríl og loka- skýrsla 24. maí 2018. Meðal annars var lagt mat á hvort þær undan- þágur sem veittar hafa verið vegna hergagnaflutninga samræmist þjóð- réttarlegum skuldbindingum ís- lenskra stjórnvalda. Niðurstaða ráðu- neytisins er að ekkert hafi komið fram um að Flugmálastjórn Íslands eða Samgöngustofa hafi veitt und- anþágur til flutninga á hergögnum í andstöðu við þjóðréttarlegar skuld- bindingar íslenska ríkisins. Með öðr- um orðum; allt fór fram samkvæmt lögum og reglum, ekkert óeðlilegt átti sér stað. Að því er varðar mat á því hvort viðtökuríki hafi verið undir viðskipta- þvingunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða öðrum aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafi tekið þátt í tel- ur ráðuneytið ljóst að skráðir viðtak- endur hafi ekki verið andlag slíkra þvingunaraðgerða. Í ljósi umfjöllunar um að íslenskir flugrekendur hafi flutt að minnsta kosti 170.000 jarð- sprengjur kannaði ráðuneytið sér- staklega hvort slíkur búnaður hefði verið fluttur. Samkvæmt skýrslunni finnast engin slík dæmi. Fullyrðingar þessa efnis virðast hafa verið byggðar á misskilningi og væntanlega van- kunnáttu. Eins og áður sagði kom endanleg skýrsla samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytisins út 24. maí sl. eða fyr- ir hartnær fjórum mánuðum síðan. Lítið hefur farið fyrir því að fjöl- miðlar hafi leiðrétt fréttaflutning sinn eða gert fréttir um þá afdráttarlausu niðurstöðu sem þar var að finna. Kveikur, sem kveikti það bál sem nú hefur verið slökkt, hefur vissulega verið í sumarfríi síðan í maíbyrjun, en eftir situr laskað orðspor Flugfélags- ins Atlanta, sem að öðru leyti hefur ekki verið áberandi í íslenskum fjöl- miðlum. Þess utan lentu starfsmenn félagsins ítrekað í áreiti utan vinnu- tíma þar sem þeir voru m.a. upp- nefndir vopnasalar og tilraunir gerð- ar til að birta níðingsmyndir á samfélagsmiðum. Þá fór í dreifingu á Youtube mjög ógeðfellt myndband þar sem Flugfélagið Atlanta var að ósekju svívirt á rakalausan hátt. Þetta er miður og ekki verðskuldað. Flugfélagið Atlanta hefur verið leið- andi alþjóðlegt leiguflugfélag í ríflega þrjátíu ár og er byggt á íslenskum grunni. Félagið skapar að jafnaði 250 störf á Íslandi og skilar að meðaltali 4-5 milljörðum af gjaldeyri til þjóð- arbúsins á hverju ári. Orðspor og vörumerki félagsins á alþjóðlegum leiguflugsmarkaði er mjög sterkt en félagið sérhæfir sig í rekstri á B747- breiðþotum fyrir bæði frakt- og far- þegamarkað. Lykillinn að sterkri stöðu Flugfélagsins Atlanta er án efa vinnusemi og fagmennska starfs- manna þess, og kappkostað er að fylgja öllum þeim ströngu lögum og reglum sem gilda um alþjóðlega flug- starfsemi. Von undirritaðs er að skýrsla sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- isins auki skilning og meðvitund um að Flugfélagið Atlanta hafi farið í einu og öllu að þeim lögum og reglum sem gilda í tengslum við alla flutn- inga. Þá ítrekar félagið að alþjóðlegir hergagnaflutningar heyra til und- antekninga í annars fjölbreyttri flutn- ingastarfsemi félagsins, sem mun að sjálfsögðu virða og starfa eftir þeirri stefnu og reglum sem stjórnvöld setja um flutninga af þessu tagi. Atlanta fylgdi í öllu lögum og reglum Eftir Hannes Hilmarsson » Fjórum mánuðum eftir útgáfu skýrslu ráðuneytis um að Atl- anta hafi í einu og öllu fylgt öllum lögum og reglum hefur enginn fjölmiðill leiðrétt fréttir sínar. Hannes Hilmarsson Höfundur er forstjóri Flugfélagsins Atlanta. Skíma dagsljóssins var rétt byrjuð að lýsa upp svefnherbergið mitt þegar farið var að vekja athygli mína á umfjöllun mbl.is um Forvarnardaga 2018. Fræðsla er góð, en nauðsynlegt er að skoða málið frá öllum hliðum. Áréttað skal strax að það væri rangt að hvetja börn og unglinga til að byrja að veipa. Sérstaklega ef þau reykja ekki fyrir. Veipur eru hins vegar ekki tóbak og þær eru ekki reyktar, frem- ur gufaðar (99,7% vatnsgufa og sykra). Staðan flækist fyrir fólki þeg- ar 90% reykingafólks eru yngri en 18 ára þegar það byrjar að reykja og 95% yngri en 25 ára. Hvað á að gera við reykjandi unglinga yngri en 18 ára? Hvað skal ráðleggja fólki þegar unglingar þess reykja? Banna þeim sem reykja að veipa? Erum við að „vernda börnin“ ef við neitum þeim um valkost í stað hins skaðlega og völdum með því hreinlega meiri skaða? Hver er hin ábyrga afstaða foreldris í þessari stöðu? Rannsóknir um reykingar barna Skoðum nokkrar tíðnitölur úr könnun meðal skólabarna í 10. bekk (4.300 börn). Reykingar þessa hóps minnkuðu um 60% á tveimur árum (úr 2,7% yfir í 1,7%). Heildarfjöldi þeirra sem veipa er 10,1% og flestir í þeim hópi (65%) reyktu áður. Svo eru 3,6% barna sem veipa en hafa aldrei reykt! Mestar líkur eru á að meiri- hluti þeirra hafi verið að snusa áður. Mikil snus-notkun er líka þekkt meðal yngri aldurshópa unglinga og fullorðinna, 5% landsmanna, og 25% þeirra byrjuðu nefnilega að snusa fyrir 17 ára aldur (Landlæknir/ Gallup 2018). Minni hér á að reykta tóbakið er það sem veldur skaðanum. Einfalt? Að fræða eða hræða? Rangt og reyndar óásættanlegt er að blanda saman veipum og lyfjamis- notkun. Slíkt er bara óboðlegur mál- flutningur, jafnvel þó vel sé meint. Meirihluta landsmanna eru ljósir kostir veipunar fram yfir reykingar hvað skaðsemi og annað varðar. Reykingar unglinga hafa því snarm- innkað , 40% hættu að reykja með veipum á aðeins 3-4 árum, fjöldinn fór úr 14% niður í 9%, eða um 10.000 manns, sem er mesta fækkuní reyk- ingum meðal vestrænna þjóða. Auk þess hrundi sígarettusala síðustu ára um helming! Fólki sem reykir hefur fækkað mikið og nú orðið eru það aðeins u.þ.b. 5% í yngri hópum fullorðinna. Veipun er hins vegar um helmingi al- gengari og snus öllu algengara. Í ald- urshópnum 16 ára reykja eingöngu um 1,7%. Rangfærslurnar í stuttu máli Forvarnarfræðsla verður að vera byggð á réttum staðreyndum, ekki að ósekju læða inn hræðslu hjá fólki. Börn eru þar líka fólk og taka engu verr við réttum upplýsingum en full- orðnir. Ég tek á nokkrum atriðum sem komu fram á kynningarfund- inum í liðum 1-6 og svo eru stuttar athugasemdir mínar stjörnumerkt- ar. : 1. „Hættur sem fylgja notkun áfengis og annarra vímuefna. ...en í ár verður sérstök áhersla lögð á málefni tengd rafrettum og lyfjanotkun.“ * Notkun veipa, áfengis og annarra vímuefna er blandað saman á óeðlilegan hátt. 2. „Veldur sérstökum áhyggjum þar sem ekki er vitað um áhrif rafrettunotkunar á heilsu til lengri tíma.“ * Enginn skaði hefur komið fram af veipum. Öll þau skaðlegu efni sem fylgja reykingum eru ekki til staðar í veipunum. 3. „Hafa rannsóknir sýnt að neysla nikótíns á unglingsárum hafi nei- kvæð áhrif á hæfni til náms og þroska.“ * Rangt, engar rannsóknir á mann- fólki hafa sýnt fram á slíkt. Fjöldi rannsókna hefur sýnt jákvæð áhrif nikótíns á ýmsa taugasjúkdóma barna og fullorðinna, m.a. ADHD/ ADD, Parkinson, ósjálfráðan skjálfta, Alzheimer, þunglyndi og geðklofa. Skerpir athyglisgáfu og minni fólks o.s.frv. 4. „Þegar rafrettur komu fyrst á markað [2003] þóttu þær jákvæður valkostur fyrir þá sem vildu venja sig af sígarettureykingum og áttu að vera skárri en hefðbundnar tóbaks- reykingar.“ * Veipur eru jákvæður valkostur sem fyrr og hafa milljónatugir í Evrópu og Bandaríkjunumnýtt sér kosti veipa til að hætta reykingum, til bættrar heilsu og lífdaga. 5. „Þó að eitthvað kunni að vera rétt í því er þó staðreynd að það er miklu hollara að halda sig alveg frá reyk- ingum, hvort sem það tengist raf- rettum eða öðrum rettum“ * Ísmeygilega reynt að gefa í skyn eitthvað neikvætt og rangt og svo klykkt út með að blanda saman gerólíkum hlutum til að gera veip- ur skaðlegar í hugum fólks. Al- gengt þar sem mikillar hlutdrægni og vanþekkingar gætir. 6. „Rannsóknir sýna að þeir sem nota rafrettur eru mun líklegri en aðrir til að byrja að nota venjulegar og hættulegri sígarettur.“ * Rangt, rannsóknir benda ekki til að veipun leiði til reykinga (gateway). Öllum slíkum tilburðum hefur verið vísað frá sem röngum eða sem rusl- vísindum. Að veipa er ekki það sama og að reykja. Það eru gerólíkir og í raun óskyldir hlutir. Stórar erlendar rannsóknir sýna að krakkar hafa oft- ast bara bragðefni í veipunum, eða 8 af hverjum 10. Þau nota þær iðulega í félagslegum tilgangi um helgar og við annan félagslegan hitting. Segja má að í dag sé það inni að veipa. Veipurnar virðast því beina unglingum frá reykingum fremur en hitt og í yngri aldurshópum eru reyk- ingar nánast að hverfa. Rétt er að taka fram að ég hef engra hagsmuna að gæta varðandi tóbaks- og veipuiðnað. Forvarnir um veipur á villigötum Eftir Guðmund Karl Snæbjörnsson Guðmundur Karl Snæbjörnsson » Veipurnar virðast því beina unglingum frá reykingum fremur en hitt og í yngri aldurs- hópum eru reykingar nánast að hverfa. Höfundur er sérfræðingur í lækningum. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.