Morgunblaðið - 03.03.2018, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
Árni Guðmundsson
samverustundum okkar vil ég
nefna veiðiferð í Laxá í Þing-
eyjarsýslu. Þar settir þú í tuttugu
punda lax og varst þar með kom-
inn í hóp yfir tuttugu punda veiði-
manna. Það var sumarið 1963. Þá
var ég að koma frá Eskifirði
ásamt þáverandi konu minni Al-
dísi Ragnarsdóttur að leysa af
Jónas Oddsson héraðslækni. Á
Akureyri var staddur ofannefnd-
ur Árni og vantaði far suður til
Reykjavíkur. Það var mér mikil
ánægja að geta tekið hann með í
jeppa mínum. Þennan dag var
óvenju gott veður og nutum við
þess að horfa frá flugvellinum á
Blönduósi yfir Húnaflóann
spegilsléttan.
Við sendum Siggu okkar og
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur við fráfall dásamlegs
drengs.
Haukur og Guðrún.
Árið 1979 stofnaði ungur mað-
ur öryggisfyrirtæki sem fljótlega
varð að Securitas. Á þessum ár-
um var mönnuð öryggisgæsla
framandi flestum og þótti mörg-
um lítil þörf á þessari þjónustu.
Einn af fyrstu starfsmönnum fé-
lagsins var Árni Guðmundsson,
þá ungur skógfræðingur eftir
nám í Noregi. Miklu skipti að fé-
lagið og starfsmenn þess kæmu
fram af fagmennsku og mikið
gert til að öðlast tiltrú viðskipta-
vina. Á skrifstofu félagsins mátti
lengi sjá mynd frá upphafsárum
þess þar sem eigandi og þrír ein-
kennisklæddir öryggisverðir
sitja við borð. Til að gefa þessum
ungu mönnum ábyrgðarfullt yf-
irbragð var talið heppilegt að
þeir héldu allir á reykingapípu. Í
dag finnst flestum myndin bros-
leg en auðvitað segir hún mest
um tíðarandann.
Öryggismál urðu ævistarf
Árna, hann varð fljótlega mikill
sérfræðingur í öllu sem snýr að
mannaðri öryggisgæslu. Árni var
þyngdar sinnar virði í gulli fyrir
félagið á þessum tíma. Hann var
mikill fagmaður, átti auðvelt með
að vinna traust viðskiptavina og
umfram allt traustur og vinnu-
samur starfsmaður sem vílaði
ekki fyrir sér langan vinnudag.
Þá fór Árni alltaf vel með, hann
bruðlaði ekki og hagsmunir fé-
lagsins voru alltaf meðhöndlaðir
eins og hann væri eigandi þess,
sem varð reyndar síðar.
Það var gott að vinna með
Árna, hann var eins traustur
samstarfsmaður og hægt er að
hugsa sér. Árni sagði og vitnaði í
norskt spakmæli að til að verða
vinir þurfi menn að éta saman
tunnu af salti. Við vorum sam-
mála um að þetta ætti ekki við um
okkur, við hefðum orðið vinir án
þess að þurfa að ganga í gegnum
teljandi erfiðleika og vorum
þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa
hjá fyrirtæki sem bjó við stöðug-
an vöxt. Þrátt fyrir oft alvarlegt
yfirbragð Árna bjó hann yfir létt-
leika og glaðværð og minnumst
við hans þannig í fjölmörgum
veiði- og golfferðum. Í veiðinni
var Árni þannig að ef hann sá fisk
gat hann staðið eins og klettur og
barið staðinn þar til fiskurinn gaf
sig og oftar en ekki hafði hann
betur. Við félagarnir munum
sakna Árna í þeim ferðum sem
við eigum vonandi eftir að fara.
Árni var farsæll í einkalífinu,
fjölskyldan var stór en hann og
Sigga eignuðust sex börn. Elsku
Sigga og fjölskylda, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Megi minningin um Árna verða
ykkar styrkur.
Ari Þórðarson,
Guðmundur Arason,
Guðmundur Guðmundsson,
Hannes Guðmundsson,
Pálmar Þórisson.
Við andlát Árna Guðmunds-
sonar er látinn einstakur maður
að allri gerð. Leiðir okkar lágu
saman síðla árs 1979 þegar þau
hjónin komu til Íslands frá Nor-
egi þar sem þau höfðu búið og
verið í námi um nokkurra ára
skeið. Þau Sigga höfðu ákveðið að
fyrsta barn þeirra skyldi fæðast á
Íslandi svo hlé var gert á Nor-
egsdvölinni sem átti eftir að
standa út ævina alla. Árni kom til
starfa hjá mér í Vaktþjónustunni
sem síðar varð að Securitas.
Hann eyddi allri sinni starfsævi
hjá fyrirtækinu og varð einn af
eigendum þess frá árinu 2000.
Það var ekki síst fyrir mannkosti
Árna að fyrirtækið dafnaði á upp-
hafsárum þess og varð að því sem
menn þekkja í dag, þó að fleiri
hafi síðar komið að málum og
hlaðið með okkur ofan á hinn
upphaflega grunn. En eins og
máltækið segir „býr lengi að
fyrstu gerð“. Árni lagði metnað
sinn í allt það sem fyrirtækinu
viðkom og reyndist mér traustur
vinur allt fram í andlátið. Ég og
fjölskylda mín minnumst Árna
með virðingu og miklu þakklæti
sem einstaklega trausts sam-
ferðamanns og vinar gegnum
árin. Við færum Siggu og fjöl-
skyldu okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Jóhann Óli Guðmundsson.
Það er undarlegt fyrir starfs-
fólk Securitas að setjast niður og
skrifa kveðju til Árna, því hann
var í hugum margra táknmynd
fyrirtækisins. Hann var ein af
stoðum Securitas alla tíð, brunn-
ur af þekkingu sem alltaf var
hægt að leita í.
Þegar Securitas var nýstofnað
mættir hann galvaskur á svæðið
og tók að sér að stýra gæsluhlut-
anum. Þar með var starfsævi
hans ákveðin og hann varð einn
helsti sérfræðingur landsins í ör-
yggismálum. Securitas hefur
vaxið og dafnað og er í dag
stærsta öryggisfyrirtæki lands-
ins, sem hann átti svo sannarlega
stóran þátt í, enda hefur hann
staðið í brúnni nánast frá upp-
hafi. Það hefur þó ansi margt
breyst frá því að hann hóf störf
og sögunni af honum þar sem
hann stóð vaktina með hundinum
Rex og vaktferðir farnar á hest-
um verður haldið á lofti. Þetta er
saga Securitas, saga sem hann
lagði mikla áherslu á að myndi
ekki glatast. Saga sem hann er
samofinn og verður alltaf stór
hluti af.
Hann kenndi okkur margt um
öryggishugsun, heiðarleika og
einnig sparsemi, þannig að sum-
um þótti nóg um. Þó að hann hafi
sýnt alvarlegt yfirbragð í
vinnunni var aldrei langt í
húmorinn, hvort sem það voru
brandarar eða að leika ljón í árs-
hátíðarmyndböndum. Filofaxið
hans var aldrei langt undan og
maður vissi alltaf að honum
fannst eitthvað áhugavert sem
maður sagði þegar hann skrifaðir
upplýsingarnar niður í það.
Margir minnast samtalanna
við hann en hann gaf sér alltaf
tíma til að hlusta og gefa ráð.
Svipmyndir af honum að ræða ör-
yggismál, í gróðurreitnum í
Hvalfirðinum, þar sem hann var í
essinu sínu, eða með vindil á
mannamótum að segja sögur
standa fólki ljóslifandi fyrir-
jónum.
Nú er vakt hans hér lokið en
við höldum vaktinni áfram og um
leið kveðjum Árna með þökk í
hjarta.
Fyrir hönd starfsfólks Secur-
itas,
Hlíf.
Stórt skarð hefur verið höggv-
ið í raðir okkar Securitas-fjöl-
skyldunnar því „Herra Secur-
itas“ hefur lokið sinni síðustu
vakt, fyrr en nokkurt okkar gerði
ráð fyrir.
Árni Guðmundsson kvaddi
þennan heim 20. september síð-
astliðinn umvafinn fjölskyldu og
ástvinum sínum.
Saga Securitas á Íslandi og í
raun öryggismála landsins er
samtvinnuð við Árna Guðmunds-
son og Securitas. Árni var einn af
fyrstu starfsmönnum og hafði án
efa viðtækustu þekkingu og
reynslu af öryggismálum á Ís-
landi. Árni vann nær óslitið hjá
félaginu frá stofnun þess 1979 og
lengst af sem framkvæmdastjóri
gæslusviðs. Fyrir ári tók Árni
Guðmundsson að sér að vera
framkvæmdastjóri öryggismála
hjá Securitas. Fyrir utan að tak-
ast á við starfið, sem hann hafði
mikla ánægju af, hafði hann vök-
ult auga með nýjum forstjóra fé-
lagsins, og tryggði með stuðningi
og hvatningu að vel tækist til.
Hann hafði einsett sér að tryggja
réttindi öryggisvarða og var um-
hugað um að fá þau metin sem
löggild réttindi og styrkja laga-
legan grundvöll starfs okkar. Því
starfi verður haldið áfram.
Árna er sárt saknað, það er
okkur erfitt að sjá eftir jafn ein-
stökum manni. En okkar er
ábyrgðin að halda áfram því frá-
bæra starfi sem hann hóf, og
vann að alla sína ævi.
Fyrir hönd starfsmanna,
stjórnar og eiganda þakka ég
Árna Guðmundssyni samfylgdina
og hans óeigingjarna framlag til
reksturs félagsins. Við værum
ekki það fyrirtæki sem við erum í
dag án hans aðkomu.
Kæra fjölskylda, ættingjar og
vinir, missir ykkar er mikill. Ég
votta ykkur mínar dýpstu samúð
og megi sá sem öllu stýrir veita
ykkur huggun og vera leiðarljós á
þeirri ferð sem fram undan er.
Minning um einstakan mann lifir
eins og ljós í hjörtum okkar.
Ómar Svavarsson,
forstjóri Securitas.
✝ Hannes BjarniKolbeins fædd-
ist á Kolbeins-
stöðum á Sel-
tjarnarnesi 29.
september 1931.
Hann lést í Svíþjóð
16. september
2018.
Foreldrar Hann-
esar voru Þorvald-
ur Kolbeins, f.
1906, d. 1959, og
Hildur Þorsteinsdóttir Kolbeins,
f. 1910, d. 1982.
Systkini Hannesar voru Jó-
hanna, f. 1930, d. 1991, Þor-
steinn, f. 1934, d. 2017, Pétur
Emil Júlíus, f. 1936, Páll Hilmar,
f. 1940, d. 1997, Þóra Katrín, f.
1940, Þórey Ásthildur, f. 1941,
Sigríður, f. 1943, Eyjólfur, f.
1946, og Þuríður Erla, f. 1950.
Fyrri eiginkona Hannesar var
Guðríður J. Jensdóttir, f. 1931.
Börn þeirra eru: 1) Hera Guðrún
Cosmano, f. 24.4. 1954, dætur
hennar eru Natalie Guðríður, f.
1980, Erika Christina, f. 1984,
og Jennifer Renee, f. 1991. 2)
Þorvaldur Helgi Kolbeins, f. 2.1.
1959, d. 1.6. 1981. Barnsmóðir
Hannesar var Jórunn Guðrún
Oddsdóttir, f. 1938, d. 2018.
Dóttir þeirra er: 3) Kolbrún Pál-
1996, Sævar Örn, f. 2000, og
Dagbjört Hanna, f. 2008. 8) Guð-
rún Hildur Kolbeins, f. 19.11.
1978, maki Atli M. Guðjónsson, f.
1984, börn hennar eru Eva
María, f. 2004, Helga Guðrún, f.
2006, Jóhann Bjarni, f. 2014, og
Óskar Freyr, f. 2016. Barna-
barnabörn Hannesar eru 12 tals-
ins, Sandra Dís, Telma Sól,
Benjamín Örn, Hallgrímur Már,
Tryggvi Fannberg, Kristín Kol-
brún, Lilja Rós, Kristinn Logi,
Hákon Árni, Björgvin Ariel, Íris
Alba og Ismael Rubus.
Hannes bjó lengst af í Reykja-
vík, en flutti ásamt Guðrúnu
konu sinni til Kallinge í Svíþjóð
árið 2006. Áður höfðu þau búið í
Svíþjóð árin 1969-1970. Megnið
af starfsævi sinni starfaði hann
sem ökukennari og leigubíl-
stjóri, en var einnig menntaður
leiðsögumaður og sinnti því
starfi meðfram kennslu og
akstri. Hannes var mjög virkur í
félagsstarfi bæði á Íslandi og í
Svíþjóð og var um langt árabil
formaður Astma- og ofnæmis-
félagsins og stjórnarmaður í
SÍBS. Hann var um tíma for-
maður Norrænu astma- og of-
næmissamtakanna. Í Svíþjóð var
hann stjórnarmaður í Fören-
ingen Ronneby Hjärt Lung allt
til dánardags.
Hannes verður jarðsunginn
frá Bredåkra kyrka í Svíþjóð 3.
október 2018 og hefst athöfnin
klukkan 13. Minningarathöfn
verður haldin á Íslandi 26.
nóvember 2018.
ína Hannesdóttir, f.
20.1. 1956, gift Eyj-
ólfi Þ. Jónssyni, f.
1956, synir hennar
eru Oddur Guðni, f.
1973, Eyþór, f.
1976, Hákon Ingi, f.
1979, Ásmundur
Sveinn, f. 1988, og
Jóhann Rúnar, f.
1993. Sambýliskona
Hannesar var
Kristín Högnadótt-
ir, f. 1934, d. 1968. Börn þeirra
eru: 4) Þorkell Kolbeins, f. 8.1.
1961, maki Eyrún Steindórs-
dóttir, f. 1953, börn þeirra eru
Jóna Margrét, f. 1981, Helgi
Kristinn, f. 1986, og Hanna Guð-
rún, f. 1991. 5) Arnhildur Ásdís
Kolbeins, f. 1.2. 1962, gift Þór-
arni K. Ólafssyni, f. 1950, synir
hennar eru Ásgeir Bjarni, f.
1982, Kristófer Guðni, f. 1986,
og Ólafur Breiðfjörð, f. 2008.
Þann 16. mars 1968, kvæntist
Hannes seinni konu sinni Guð-
rúnu B. Kolbeins, f. 22. júlí 1946,
d. 12. júlí 2015. Dætur þeirra
eru: 6) Kristine Benedikta Kol-
beins, f. 28.7. 1969, dóttir henn-
ar er Sigurdís Hildur, f. 1997. 7)
Jóhanna Rósa Kolbeins, f. 3.2.
1971, börn hennar eru Hannes
Ragnar, f. 1992, Petra Íris, f.
Þegar við minnumst afa kemur
upp í hugann besti afi í heimi.
Ástæðurnar eru margar en afi
hafði alltaf tíma fyrir sögur og
hvaða barn elskar ekki sögur. Afi
sagði okkur margar sögur frá því
þegar hann var ungur leigubíl-
stjóri og hvernig bíla hann átti
sjálfur, enda var hann mikill
áhugamaður um bíla. Afi átti bíla-
safn inni í glerskáp og við elsk-
uðum þegar hann sýndi okkur
það og sagði okkur frá hverjum
og einum bíl. Ein sagan fjallaði
um þegar hann keyrði lífvörð ein-
hvers forseta, með það var amma
heitin ekki ánægð og ástæðan var
að hann var með byssur í bílnum.
Afi hló í hvert skipti sem hann
rifjaði upp söguna, sagði þetta
hafa verið spennandi fyrir sig,
þetta var skemmtileg vinna og
launin góð.
Afa fannst ís góður, eiginlega
frekar alveg svakalega góður.
Það var hægt að ganga að því
vísu að það væri til ís í frystinum
þegar við komum í heimsókn og
þegar von var á afa til okkar var
alltaf búið að versla ís og setja í
frystinn. Þegar við komum til
Svíþjóðar var einstaklega gaman
að fara út í búð með afa, ekki bara
af því hann keypti alltaf ís heldur
líka af því honum datt í hug að
kaupa svo margt annað en bara
það sem stóð á miðanum. Í eitt
skiptið komum við heim með upp-
blásna sundlaug en á miðanum
stóð mjólk og brauð.
Svona var afi, alltaf til í að gera
eitthvað skemmtilegt.
Takk fyrir allt, afi, þín verður
sárt saknað.
Eva María og Helga Guðrún.
Hannes Bjarni
Kolbeins
✝ Hrefna Magn-úsdóttir fædd-
ist á Seyðisfirði 20.
september 1939.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 9. september
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Símon Guðfinnsson,
f. 4. desember 1898,
d. 18. janúar 1978,
og Vilborg Júlíana Guðmunds-
dóttir, f. 18. júlí 1898, og d. 21.
apríl 1978. Systkini Hrefnu voru
Óskar Magnússon, f. 1922, d.
1991, Einar Ársæll Magnússon, f.
1923, d. 1923, Vilhelmína Kristín
Magnúsdóttir, f. 1925, d. 2015,
Guðmundur Magnússon, f. 1927,
d. 1946, Oddný Magnúsdóttir
Waage, f. 1928, d. 2016, Guðný
dóttur, f. 1961, og eiga þau börn-
in Höð Sigurdór og Hörn. 3) Hild-
ur Björg Hannesdóttir, f. 1964,
gift Ásgeiri Erni Gestssyni, f.
1961. Hildur á dótturina Björgu
Ölfu af fyrra sambandi. 4) Heim-
ir Magni Hannesson, f. 1977.
Sambýliskona hans er Ingunn
Björnsdóttir, f. 1974 og eiga þau
soninn Hannes Mána. Heimir á
einnig dæturnar Snædísi Lauru
og Sóleyju Lind frá fyrra sam-
bandi.
Mestan hluta starfsævi sinnar
sinnti Hrefna aðhlynningu sjúkra
og aldraðra. Fyrst á Vífils-
stöðum, síðar á Reykjalundi og
síðast sem félagsliði hjá Reykja-
víkurborg. Hún starfaði einnig á
Álafossi, hjá Vefaranum og á
Þjóðviljanum sem afgreiðslu-
stjóri.
Hún var eindreginn fylgjandi
heildrænna lækninga. Lærði og
tileinkaði sér aðferðir til að
hjálpa og veita fólki meðferð. Má
þar nefna svæðameðferð, heil-
nudd, höfuðbeina- og spjald-
hryggsjöfnun og fleira.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Guðfinna Magnús-
dóttir, f. 1929, d.
2017, Gunnar
Magnússon, f. 1931,
Ólafur Einar
Magnússon, f. 1932,
Árni Magnússon, f.
1933, d. 1952, Heið-
rún Helga Magnús-
dóttir, f. 1935, og
Ottó Magnússon
Þorgilsson, f. 1936,
d. 2017.
Maki Hrefnu var Hannes Heið-
ar Jónsson, f. 1934, d. 2001. Þau
skildu árið 1995. Börn þeirra eru
fjögur: 1) Hafdís Júlía Hannes-
dóttir, f. 1957. Maki hennar er
Kristján Albert Jóhannesson, f.
1950, og eiga þau dæturnar Ingu
Hrefnu, Lilju og Maríu. 2) Heiðar
Jón Hannesson, f. 1959, kvæntur
Halldóru Guðrúnu Sigurdórs-
Elskulega tengdamóðir mín er
látin. Söknuðurinn er mikill hjá
okkur sem syrgjum yndislega
ömmu, mömmu og tengdamóður.
Það koma upp ótalmargar minn-
ingar um konu sem vílaði ekkert
fyrir sér.
Þegar stjúpdætur mínar tvær,
Snædís og Sóley, fluttu frá Bóli-
víu í Suður-Ameríku til Heimis
og mín, sjö og átta ára gamlar, þá
kunnu þær einungis tvö orð í ís-
lensku, sem voru „halló“ og
„amma“. Þær höfðu hvorki séð né
umgengist ömmu sína í sex ár og
var því flutningurinn til Íslands
kærkominn. Það var verðugt og
gríðarlega stórt verkefni fyrir
sveitastúlkuna að norðan, að fá
spænskumælandi stjúpdætur inn
á heimilið, því ég hafði enga
reynslu af barnauppeldi og kunni
ekki spænsku.
Hrefna var alltaf boðin og búin
að koma, hjálpa til með stelpurn-
ar, dunda með þeim, taka þær
heim til sín í Meðalholtið og fá að
njóta þess að vera amma þeirra.
Það var alveg sama á hvaða tíma
dagsins það var, því þetta var
ómetanlegur tími bæði fyrir
Hrefnu og stelpurnar. Það voru
mörg hlátrasköllin sem heyrðust
þegar þær þrjár voru að reyna að
tala saman og gera sig skiljanleg-
ar þegar íslenskukunnáttan var
engin hjá stelpunum.
Ég minnist sérstaklega þess
eiginleika sem Hrefna hafði, að
það var alveg sama hvað týndist á
heimilinu og fjölskyldan búin að
leita logandi ljósi í marga daga.
Þegar Hrefna frétti það, þá kom
hún og stuttu seinna var hlutur-
inn fundinn, þó við hefðum koll-
varpað heimilinu.
Vissulega vorum við Hrefna
mjög ólíkir einstaklingar og ekki
vorum við alltaf sammála, en þeg-
ar við vorum komnar í þrot með
þráann hjá hvor annarri, þá
heyrðist í Hrefnu: „Jæja, Ingunn
mín, nú skulum láta þetta gott
heita“ og svo hlógum við að vit-
leysunni í okkur.
Þegar Hannes Máni, sonur
okkar Heimis, fæðist tveimur ár-
um síðar, þá hafði Hrefna enda-
lausa þolinmæði gagnvart
óreyndri, nýbakaðri móður. Hún
miðlaði sínum fróðleik og notaði
óspart sínar nuddaðferðir til að
róa lítinn snáða, þegar maga-
Hrefna
Magnúsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og minningargjafir vegna andláts
og útfarar ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS RAGNARS EINARSSONAR,
Sólheimum 23, Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Elíasdóttir
Okkar kæri vinur,
TINDUR GABRIEL HILMARSSON,
Hringbraut 121,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
26. september.
Jarðarför fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 4. október klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda og vina,
Hjálpræðisherinn í Reykjavík