Morgunblaðið - 03.03.2018, Side 26

Morgunblaðið - 03.03.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi HÁGÆÐA BLÖNDUNARTÆKI Þýska fyrirtækið Hansa hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 100 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Hansa. Jóhann Grétar Stephensen, kennari og húsasmiður, á 70 ára af-mæli í dag. Hann er fæddur og uppalinn í Neskaupstað og hefurbúið þar alla tíð. Hann var kennari og síðan aðstoðarskólastjóri Verkmenntaskóla Austurlands og starfaði þar í 30 ár en hann hætti að kenna í vor. „Ég kenndi alltaf húsasmíði, fagbóklegar greinar og iðnteikningar húsasmíða. Ég sá einnig um Farskóla Austurlands meðan hann var og hét en hann starfaði frá 1988 og fram undir 2000 þegar fræðslu- miðstöðvarnar tóku við af farskólanum. Hlutverk skólans var að halda réttindanámskeið fyrir fólk í ýmsum greinum og endurmennt- unarnámskeið í samvinnu við ýmsa aðila. Ég er svona að finna mér eitthvað að sýsla,“ segir Jóhann þegar hann er spurður hvað hann hafi haft fyrir stafni síðan hann hætti að kenna í vor. Jóhann situr þó ekki auðum höndum, hann er í Karla- kórnum Ármönnum og hefur í gegnum tíðina stundað almenna útivist og skíði en hann var í skíðadeild Þróttar í Neskaupstað. Hann ætlar að taka það rólega í tilefni afmælisins. Eiginkona Jóhanns er María Árnadóttir, sjúkraliði og heilsunudd- ari við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Börn þeirra eru Hreinn J. Stephensen, myndlistarmaður og býr í Svíþjóð, Elísabet Sigríður Stephensen, nemi í félagsvísindum og býr í Kópavogi, Hans Ö. Steph- ensen, húsasmiður hjá Ístaki og býr á Selfossi, og Grétar J. Stephen- sen, sölustjóri hjá Símanum og býr í Reykjavík. Barnabörnin eru orð- in 6. Fjölskyldan Jóhann, María, börn og barnabörn samankomin í sumar. Nýhættur störfum eftir 30 ár í kennslu Jóhann Grétar Stephensen er sjötugur í dag S ilja Aðalsteinsdóttir fædd- ist í Rauðuvík á Árskógs- strönd 3.10. 1943 en ólst upp til tíu ára aldurs á Ak- ureyri. Hún hóf náms- ferilinn í Barnaskóla Akureyrar hjá Erni Snorrasyni, kennara og barna- bókahöfundi: „En sumarið 1953 flutti ég með kjörforeldrum mínum, Aðal- steini Gunnarssyni og Valgerði Stef- ánsdóttur, til Reykjavíkur og þá um haustið byrjaði ég í Laugarnesskól- anum – reyndar á sjálfan afmælisdag- inn þegar ég varð tíu ára. Ég var þrjú sumur í sveit hjá föðursystur minni, Þórdísi Gunnarsdóttur, í Þingnesi í Borgarfirði og hefði sjálfsagt aldrei orðið að manni ef ég hefði ekki komist undir verndarvæng hennar og dóttur hennar, Ragnheiðar Sveinbjörns- dóttur.“ Silja lauk landsprófi frá Gaggó Von vorið 1959, stúdentsprófi frá MR 1963, BA-prófi í íslensku og ensku frá HÍ 1968 og kandídatsprófi í íslensku frá sama skóla 1974. Silja hefur kennt mikið og víða, fyrst við gagnfræðaskólann á Blönduósi strax eftir stúdentspróf og sinnti stundakennslu við HÍ 1968-98, með hléum. Er Silja var 16 ára söng hún með KK sextettinum skamma hríð. Hún er einn virtasti bókmenntafræðingur okkar og sérfræðingur í barnabók- menntum, er frábær upplesari og hef- ur um árabil lesið framhaldssögur og skáldsögur í RÚV. Bók Silju, Íslenskar barnabækur 1780-1979, kom út 1981. Hún var rit- stjóri Tímarits Máls og menningar 1982-87 og aftur 2004-2008, vann á for- lagi Máls og menningar 1982-87 og hefur unnið á Forlaginu frá 2008: „Núna í ár fékk ég meira að segja að passa mitt gamla Tímarit MM eftir að Guðmundur Andri Thorsson fór á þing.“ Silja var menningarritstjóri DV 1996-2003: „Það var kannski það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina.“ Meðfram öðrum störfum hefur Silja þýtt fjölda bóka og skrifað mikið um bókmenntir og leikhús, m.a. grein- ar um ljóðlist frá 1880-2000 í Íslenskri bókmenntasögu (1996-2006). Hún hef- ur skrifað nokkrar ævisögur, fyrst Í aðalhlutverki Inga Laxness – Endur- minningar Ingibjargar Einarsdóttur (1987), síðan Skáldið sem sólin kyssti, ævisögu Guðmundar Böðvarssonar (1994), Bubba um Bubba Morthens (1990) og loks Allt kann sá er bíða kann um Svein R. Eyjólfsson (2017). Fyrir Skáldið sem sólin kyssti hlaut Silja Íslensku bókmenntaverðlaunin og líka, ásamt öðrum, fyrir bókina Kjarval (2005). Hún fékk verðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur 1978 fyrir þýðingu á skáldsögunni Sautjánda sumar Patricks, eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri – 75 ára Fjölskyldan Silja og Gunnar með dætrunum, tengdasonunum og barnabörnum, en það yngsta var ekki mætt . Varð að manni í sveit- inni – er gull af manni Mosfellsbær Lísa Björk Sveinsdóttir fæddist 4. des- ember 2017 á Akranesi kl. 1.36 eftir miðnætti. Hún vó 3.666 g og var 51,5 cm á lengd við fæð- ingu. Foreldrar hennar eru Sveinn Þorgeirsson og Anna Margrét Guðmundsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.