Morgunblaðið - 03.03.2018, Side 36

Morgunblaðið - 03.03.2018, Side 36
TÍMINN VINNUR MEÐ FLUGKORTINU Hjá blómlegum fyrirtækjum eru starfsmenn gjarnan á ferð og flugi. Með sérstökum afsláttar- kjörum á flugi eykur Flugkortið hagkvæmni í rekstri og tryggir lægri ferðakostnað starfsmanna. Skerðu niður ferðakostnaðinn innanlands Tryggðu fyrirtækinu þínu Flugkortið á airicelandconnect.is Kvikmyndin Shattered Frag- ments, sem Þórunn Lárusdóttir leikstýrði og skrifaði handritið að með öðrum, verður frumsýnd á kvikmyndahátíð í Sitges á Spáni á morgun. Myndin var gerð í kvikmyndasmiðju á Spáni síðasta vetur og samdi Védís Hervör Árnadóttir tónlist við hana og meðal aðalleikara eru Andrea Ösp Karls- dóttir og Kolbeinn Lárus Petersen. Handritið skrifaði Þórunn með Söru Louise Mahgoub og Jeroen Cocquyt og leik- stýrðu þau myndinni með Brahim Amzil. Frumsýning í Sitges MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 276. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Arnór Sigurðsson lék síðustu 12 mínúturnar fyrir CSKA Moskvu þegar liðið vann Evrópumeistara Real Madrid, 1:0, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á Luzhniki- leikvanginum Moskvu í gærkvöldi. Arnór sem er aðeins 19 ára gamall gekk nýverið til liðs við félagið og hefur tekið þátt í báðum leikjum þess í deildinni í haust. »4 Arnór tók þátt í sigri á Evrópumeisturunum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Íslandsmót kvenna í körfu- knattleik hefst í kvöld þegar fjórir leikir fara fram í Domin- os-deildinni. Árleg spá for- ráðamanna lið- anna var kynnt í gær og þykir lið Keflavíkur líklegt til afreka. KKÍ er ekki lengur með hömlur á fjölda leikmanna sem eru með vegabréf frá þjóðum sem taka þátt í EES-samstarfinu eftir að ESA ályktaði að slíkt bryti í bága við lög um Evrópska efnahags- svæðið. Áhrifanna gætir strax sam- kvæmt leikmannalistum liðanna í deildinni. »2 Keflvíkingar taldir sigurstranglegir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Urriðastofninn í Öxará á engan sinn líka í víðri veröld,“ segir Jó- hannes Sturlaugsson, líffræðingur hjá rannsóknarfyrirtækinu Lax- fiskum. Á laugardag um aðra helgi, 13. október, kl. 14 verður Jóhannes með hina árlegu urriðagöngu um bakka Öxarár í samstarfi við Þjóð- garðinn á Þingvöllum, 18. árið í röð. Í göngunni mun Jóhannes sýna urr- iða og segja frá stórbrotnum lífs- háttum þeirra. Þar kemur eðlilega við sögu hrygningin í Öxará en einn- ig spennandi upplýsingar frá lífs- háttum urriða úr Öxará, Ölfus- vatnsá og Útfallinu í djúpum Þingvallavatns. Þar verður greint frá glænýjum landfræðilegum gögn- um, meðal annars yfir það hvernig urriðarnir nýta Þingvallavatn árið um kring og varðandi atferli murt- unnar, helsta ætis urriðans. Sjónarspilið með eindæmum Urriðagangan hefst á bílastæðinu þar sem Hótel Valhöll stóð en þaðan er síðan gengið upp með Þingvalla- bænum að flúðunum undan Drekk- ingarhyl þar sem urriðar eru settir í glerbúr á árbakkanum svo yngsta kynslóðin geti skoðað fiskinn betur. Hefðin hefur verið að hluti urrið- anna sem sýndir verða hafa skráða forsögu sem gefur beina innsýn í hvað hefur á daga þeirra drifið. Lík- legt að það verði einnig nú, því nú þegar eru að sögn Jóhannesar mættir urriðar í Öxarána sem hann merkti þar haustið 2009. Sjónarspilið af árbakkanum á þessu svæði er með eindæmum enda burðugir urriðar í tilhugalífinu rétt undir vatnsyfirborðinu. Fram- setning fræðslunnar í urriðagöng- unni og stórurriðarnir sem fylla Öx- ará gera það að verkum að gangan hentar öllum og því fjölsótt, en mest hafa um 600 manns mætt. Snarbættur hagur „Þeir fjölliðuðu árgangar urriða er standa að baki vaxandi stærð hrygningarstofns Öxarár á þessari öld, eiga styrk sinn að þakka sam- spili nokkurra þátta, hið sama gildir einnig um urriðann úr Ölfusvatnsá,“ segir Jóhannes. „Sístækkandi hrygningarstofnar Öxarár og Ölfus- vatnsár hafa skilað stærri seiðaár- göngum sem síðan nutu hagfelldra umhverfisaðstæðna í uppvexti sín- um. Bæði þá stuttu stund sem seiðin dvelja í ánum og síðan uppvaxtarár sín í faðmi Þingvallavatns, þangað sem flest seiðin skila sér strax á sínu fyrsta æviári. Auk þessa hafa mannanna verk snarbætt hag Þing- vallaurriða sem komnir eru í veiði- stærð, bæði verk veiðiréttarhafa, veiðimanna og rannsóknafólks. Þannig byggist stangveiðin í Þing- vallavatni síðustu ár nær eingöngu á að veiða og sleppa, rannsóknir mín- ar hafa staðfest gagnsemi þess að stangveiðimenn sleppi urriðanum að aflokinni viðureign við hann. Sú veiðiaðferð tryggir að fleiri og stærri urriðar hrygna hverju sinni, einmitt vegna langlífis urriðans og hrygningarþátttöku hans árum saman.“ Upp á líf og dauða Urriðinn í Öxará er einstakur að burðum; þeir lengstu gjarnan um einn metri á lengd og þeir þyngstu gjarnan um 11 kílóa þungir. Sá þyngsti sem mælst hefur var 13 kg. „Því er skiljanlegt að atgangurinn sé sjónarspil; þegar hrygnurnar grafa linnulítið af öllum mætti holur fyrir hrogn sín í árbotninn og hæng- arnir berjast til blóðs með stór- tenntum hvoftunum. Þetta er í reynd barátta upp á líf og dauða,“ segir Jóhannes Sturlaugsson. Urriðar Lífríkið í Öxará er fjörugt enda hafa erindi Jóhannesar Sturlaugssonar um þennan fisk dregið marga að. Urriðinn er einstakur  Burðugir stórfiskar í tilhugalífinu undir yfirborði Öxarár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.