Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég tók við embætti 1. júní og þetta hefur gengið mjög vel. Það var tekið vel á móti okkur hér,“ segir Kristján Arason sem settur var í embætti sóknarprests í Patreksfjarðar- prestakalli sl. sunnudag. Hann er 27 ára gamall; yngsti prestur sem sett- ur hefur verið í embætti í prestakall- inu og jafnframt yngsti starfandi prestur landsins. „Við höfum engar tengingar hing- að. Við hjónin erum bæði fædd og uppalin í sveit og langaði að fara út á land. Þegar auglýst var sóknar- prestsembætti hér sótti ég um og fékk starfið,“ segir Kristján. Hann er frá Helluvaði sem er bær skammt frá Hellu á Rangárvöllum og kona hans, Eva Sóley Þorkelsdóttir, er frá bænum Mel á Mýrum. Þau eiga tvö börn. Kristján var settur inn í embætti af prófasti Vestfjarða, séra Magnúsi Erlingssyni, á erfiðleikatímum í samfélaginu vegna óvissu um stöðu fiskeldisfyrirtækja. Kristján segir að þau mál hafi ekki komið til kasta sóknarprestsins. Hins vegar hafi hann vel fundið fyrir þeirri óvissu stöðu sem margir hafi verið settir í. Fátt annað hafi verið rætt á kaffi- stofunum í nágrenni kirkjunnar undanfarna daga. Þjónar 10 kirkjum Tíu kirkjur eru í prestakallinu, í Vesturbyggð og Tálknafirði, margar hverjar sögulegar byggingar sem geyma enn merkari sögu mannlífs á Íslandi. Þær eru Bíldudalskirkja, Selárdalskirkja, Tálknafjarðar- kirkja, Stóra-Laugardalskirkja, Pat- reksfjarðarkirkja, Sauðlauksdals- kirkja, Breiðavíkurkirkja, Saurbæjarkirkja á Rauðasandi, Hagakirkja á Barðaströnd og Brjánslækjarkirkja. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Athöfn Magnús Erlingsson, prófastur Vestfirðinga, setti séra Kristján Ara- son í embætti sóknarprests við athöfn í Patreksfjarðarkirkju. Yngsti starfandi prestur landsins  Settur í embætti á Patreksfirði Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Eimskip hefur gert samning við fyr- irtækið Liebherr um að smíða nýjan gámakrana sem settur verður upp á nýjum hafnarbakka í Sundahöfn á næsta ári. Faxaflóahafnir vinna að gerð nýja hafnarbakkans og er gert ráð fyrir að hann verði tilbúinn til notkunar á næsta ári. „Nýi hafnarbakkinn er liður í þróun Sundahafnar og er nauðsynlegur til að mæta þörfum um stærri og djúpristari skip til langrar framtíðar,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Jakinn í notkun í 34 ár Nýr gámakrani Eimskips kemur í stað eldri krana, Jakans, sem verið hefur lykiltæki í losun og lestun gámaskipa félagsins í Sundahöfn allt frá árinu 1984, eða í rúm 34 ár. Með tilkomu hans varð bylting í lestun og losun kaupskipa. Nýi kraninn verður framleiddur í verksmiðju Liebherr í Killarney á Írlandi og þessa dagana er verið að leggja lokahönd á hönnun og fram- leiðsla á tækinu fer í gang á næstu vikum. Kraninn verður síðan fluttur ósamsettur með skipi til landsins og settur saman á nýjum kranasporum á hafnarbakka utan Klepps á næsta ári. Verið er að smíða tvö gámaskip í Kína fyrir Eimskip og verða þau tekin í notkun 2019. Nýju skipin eru talsvert stærri en stærstu skip sem Eimskip er með í rekstri í dag og þess vegna þarf félagið nú að fjár- festa í nýjum gámakrana sem ræður við stærri skip, að sögn Ólafs. Kraninn verður umhverfisvænn þar sem hann er rafknúinn eins og forveri hans, en með getu til að vinna út í 15. gámaröð í skipi sam- anborið við að gamli kraninn nær að- eins út í 10. gámaröð. Kraninn er einnig mun hraðvirkari og getur lyft allt að 40 gámum á klukkustund. Jaki gat lyft 20-30 gámeiningum á klukkustund. Gert er ráð fyrir því að Liebherr-kraninn verði tilbúinn til notkunar um mitt næsta ár og muni nýtast vel í vinnu í skipum Eimskips næstu áratugina, segir Ólafur. eimskip er á fullu að undirbúa það að félagið taki í notkun hinn nýja hafnarbakka utan Klepps. Í fundi Faxaflóahafna í haust var tekið fyrir erindi fyrirtækisins, það þar sem sótt er um úthlutun 8.200 fermetra viðbótarlóðar til stækkunar á farm- stöð félagsins í Sundahöfn. Umsókn félagsins er vegna færslu gámavalla með tilkomu nýs viðlegubakka utan Klepps, nýrrar aðkeyrslu að svæð- inu, starfsmannaaðstöðu á nýju svæði og veitutenginga. Varðandi lóðaumsókn Eimskip er verið að vinna útfærslu á skipulags- tillögu, að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra. Lóðin er aðallega hugsuð sem ný innkeyrsla á breytt farmsvæði Eimskipa auk þess sem skipuleggja þarf hvar spennistöðvar og ljósamastur koma. Að sögn Gísla er stefnt að því að leggja tillöguna fyrir næsta stjórn- arfund Faxaflóahafna. Nýr krani mun leysa Jakann af hólmi Sundahöfn Það var mikið um dýrðir þegar Jakinn var formlega tekinn í notkun 17. nóvember 1984. Viðstaddir voru flestir starfsmenn Eimskips. Morgunblaðið/Ól.K. Mag. „Nýja gámakrananum í Sunda- höfn var í gær gefið nafnið Jaki. Hlýtur það að teljast réttnefni því með krananum er hægt að lyfta 32,5 tonnum í einu,“ sagði í frétt í Morgunblaðinu 1984. Kraninn setur svip á hafnar- svæðið í Sundahöfn, sagði í fréttinni, þar sem hann skagar að minnsta kosti 26 metra yfir hafnarbakkann en þegar bóman er reist getur hún farið í 61 metra hæð. Svona öflugur krani hafði ekki verið í notkun í Reykjavík frá því Kolakraninn Hegri mokaði upp kolum úr skipum. Hegri var í notkun í lið- lega 40 ár, frá 27. febrúar 1927 til 16. febrúar 1968. Jaki tók við af Hegra ÖFLUGIR KRANAR Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að hætta akstri næturstrætó um ára- mót en fjallað var um málið í Facebo- ok-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl“. Jóhannes Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Strætó, segir málið til skoðunar en að hann hefði viljað sjá fleiri nota vagnana. „Þetta var tilraunaverkefni til eins árs og það er því mjög auðvelt að fullyrða að hann hætti um næstu áramót þegar ekkert annað hefur verið tilkynnt. Núna er verið að meta reynsluna af þessu,“ segir Jóhannes í samtali við mbl.is. Hann segir þrjá kosti í stöðunni. „Halda áfram, gera einhverjar breytingar eða hætta.“ Tölur vegna næturstrætó verða lagðar fyrir stjórn á næstunni, sem síðan mun taka ákvörðun um fram- haldið. Sex leiðir eru í næturakstri, þ.e. leið 101, 102, 103, 105, 106 og 111. Jóhannes segir að miðað við spennuna þegar vagnarnir hófu akstur í janúar síðastliðnum hefði hann viljað sjá fleiri í vögnunum. „Ég hefði viljað sjá fleiri nota þetta,“ segir hann. Hefði viljað sjá fleiri nota næturvagna Morgunblaðið/Hari Strætó Enn á eftir að taka ákvörð- un um næturakstur strætisvagna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.