Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ný tónleikaröð, Jazz í Salnum, í umsjá Sunnu Gunnlaugsdóttur hefst á morg- un, sunnudag, með einleikstónleikum Marc Copland, djasspíanista og tón- skálds frá New York. Jazz í Salnum er tónleikaröð þar sem sjónum er beint að háklassa djasseinleikurum. Á efnisskrá sunnudagsins verða þekkt lög úr bandarísku söngleikjabók- inni auk tónsmíða Copland. Djasspíanistinn Marc Copland hefur komið víða við á löngum ferli og hljóð- ritað með mörgum þekktum djassleik- urum eins og Gary Peacock, John Abercrombie, Joey Baron, Paul Motian og fleirum. Að sögn Sunnu Gunnlaugsdóttur er Copland lýst sem fágætum tónlistar- manni sem spili eins og ljóðskáld eða sögumaður án orða. Salinn setji hljóðan þegar Copland byrji á ballöðu, með töfrandi litum og þéttofnum raddsetn- ingum sem leiði hlustandann inn í heim fallegrar túlkunar sem byggi á djass- hefð en sé samt ný og alltaf syngjanleg. Sjái fyrir sér liti og myndir „Ég var beðinn um að spila á Jazz í Salnum og hlakka mikið til að spila fyr- ir íslenska tónleikagesti,“ segir Marc Copland sem spilar í fyrsta sinn á Ís- landi. „Mér líkar best að spila mín eigin verk þar sem ég bý til einhverskonar tilfinningu og stemningu sem fær hlustendur til að halla sér aftur, loka augunum og sjá fyrir sér liti eða mynd- ir,“ segir Copland sem tekur fram að djassinn sem hann semji sé ekki nýald- artónlist og lög hans séu ekki áleitin á yfirborðinu. „Mitt markmið er að semja tónlist sem fær hlustandann til þess að leita inn á við og kynnast litum og sam- hljómi. Flókin músík getur verið bæði falleg og einföld,“ segir Copland sem spilað hefur á píanó í 45 ár. „Ég lærði á saxófón en skipti yfir á píanó 25 ára gamall. Ég fékk því tæki- færi á ferli bæði sem saxófónleikari og píanisti og fyrir það er ég þakklátur,“ segir Copland með þeirri útskýringu að auðveldara hafi verið að leita inn á við og koma litunum sem hann sá fyrir sér í samhljómi á píanói í stað saxafóns en Copland segir að erfitt hafi verið að byrja nýjan feril 25 ára gamall. Copland býr í New York en spilar mjög mikið í Evrópu og víðar. „Ég hef verið mikið á ferðinni undanfarin ár en dró úr ferðalögum í fyrra og það sem af er þessu ári vegna andláts meðspilara míns til margra ára, bassaleikarans Gary Peacock, og tveggja náinna ástvina,“ segir Copland sem aldrei hefur vanist ferðalögunum. Hann segir að það hjálpi mikið til að stunda jóga, þannig haldi hann sér í líkamlega góðu formi. Það komi niður á píanóleik hans ef hann geri það ekki. Copland stoppar nokkra daga á Íslandi en þaðan fer hann til Kanada og í Evróputúr í nóvember. Tónlistin komi frá hjartanu Copland segist leggja áherslu á þrjá þætti í tónlist sem hann semur. „Tón- listin þarf að vera nútímaleg, falleg og koma frá hjartanu. Ég vakna á hverj- um morgni með ný hljóð og nýjar bylgjur til að spila. Ég skoða þetta nýja og velti því fyrir mér hvort ég sé að verða betri eða verri. Kyrrstaða er ekki í boði og markmiðið er alltaf að verða betri,“ segir Copland sem segist lítið finna fyrir því að sinna tónlistinni 100% á ferð og flugi orðinn sjötugur. „Ég er ekkert öðruvísi en þegar ég hóf tónlistarferilinn í New York. Ég hef mikla gleði af því að hlusta á unga tónlistarmenn og helst ef þeir eru með eitthvað nýtt og öðruvísi, það sama á við þegar þeir koma og hlusta á mig og upplifa eitthvað öðruvísi og nýtt,“ segir Copland. Árið 2017 komu út þrír nýir diskar með píanóleik Copland. Einleiksdisk- urinn Nightfall og Better By Far og Diskurinn Tangents með Gary Pea- cock Trio. Á næstu dögum kemur út einleiksdiskurinn Gary sem Copland gefur út í minningu Gary Peacock, meðspilara hans til áratuga. Tónleikar Marc Copland hefjast annað kvöld, sunnudag kl. 20. Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Jazz í Saln- um verða 16. nóvember með Jacky Terrason. Ljósmynd/Guido Werner Listamaður Marc Copland, er þekktur djasspíanisti sem sækir Ísland heim í fyrsta sinn. Hann spilar á tónleikaröð- inni JAZZ í Salnum á morgun. Copland er á ferð og flugi um heiminn og gefur yngri tónlistarmönnum ekkert eftir. Vill að hlustendur sjái fyrir sér liti og myndir  Marc Copland djasspíanisti á tónleikum í Salnum á morgun Iceland Noir, al- þjóðlega glæpa- sagnahátíðin, og Storytel, raf- og hljóðbókaveitan, hafa gert með sér samstarfssamn- ing til næstu þriggja hátíða. Þar með er Story- tel orðið verndari og aðalstyrktaraðili Iceland Noir. „Markmið samstarfsins er að efla framgang glæpasögunnar á Íslandi. Storytel mun styrkja hátíðina og leggja þar með öruggan grundvöll undir framkvæmd hennar og Ice- land Noir mun leggja sig fram um að kynna notendum Storytel glæpasög- ur og þá bókmenntamenningu sem þeim fylgja,“ segir í tilkynningu. Að Iceland Noir standa m.a. Ragnar Jónasson og Lilja Sigurðardóttir. Storytel verndari Iceland Noir Lilja Sigurðardóttir Franski rithöf- undurinn Mar- yse Condé hlýt- ur bókmennta- verðlaun Nýju akademíunnar í Svíþjóð þetta árið sem afhent eru sökum þess að Nóbels- verðlaunin í bókmenntum frestuðust. „Ég er bæði glöð og stolt,“ segir Condé sem vill deila verðlaununum með íbúum Gvadalúp. Hún hlýtur að launum eina milljón sænskra króna sem jafngildir um 13 millj- ónum íslenskra. Verðlaunin eru afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi 9. desember og í framhaldinu er Nýja akademían leyst upp, enda um stakan við- burð að ræða. Maryse Condé fær nýju verðlaunin Maryse Condé Færeyingurinn Bárður Oskars- son hlaut í gær barna- og ungmennabók- menntaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2018 fyr- ir bókina Træið. Niðurstaðan var tilkynnt á bók- menntahátíðinni Mýrinni sem nú stendur í Norræna húsinu. Í um- sögn dómnefndar segir að Træið hafi orðið fyrir valinu sökum ein- faldleika og skemmtilegra teikn- inga, sem beri ferskan blæ. „Sagan sem er sögð bæði í máli og myndum og býr yfir heimspekilegri dýpt sem virkar á ólíkum plönum.“ Auk Bárðar Oskarssonar voru til- nefndar Maja-Lisa Kehlet frá Grænlandi fyrir Kammagiitt! Vil du være min ven! og Kristín Ragna Gunnarsdóttir fyrir Úlf og Eddu. Træið verðlaunuð Bárður Oskarsson Ronja Ræningjadóttir (None) Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Þri 13/11 kl. 19:30 16.s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Sun 14/10 kl. 17:00 6.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Mið 24/10 kl. 19:30 Auka Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fim 15/11 kl. 19:30 4.s Fim 29/11 kl. 19:30 7.s Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 5.s Mið 14/11 kl. 19:30 3.s Fös 23/11 kl. 19:30 6.s Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 13/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 3/11 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 11:00 330.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 13:00 331.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 14:30 332.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 11:00 333.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 13:00 334.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 14:30 335.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fös 19/10 kl. 22:00 Daður og dónó Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 13/10 kl. 20:00 12. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fim 18/10 kl. 20:00 14. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s Fös 19/10 kl. 20:00 15. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Athugið, sýningum lýkur í byrjun nóvember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tví-skinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Lau 27/10 kl. 20:00 Sing-a-long Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Besta partýið hættir aldrei!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.