Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 33
lands um gerð rammasamnings fyrir þjónustu í dagdvalarrýmum. Í við- ræðunum, sem reyndar liggja nú í dvala, hefur komið fram að það vant- ar að lágmarki 30% hækkun á núver- andi daggjaldi til að rekstur al- mennra dagdvalarrýma gangi upp. Þrátt fyrir vitneskju stjórnvalda um þessa staðreynd á að halda viðvar- andi niðurskurði áfram á núverandi þjónustu samkvæmt því sem ríkis- stjórnin hefur kynnt í framlögðum fjárlögum. Fjársvelti hjá SÁÁ, Krabba- meinsfélaginu og fleiri aðilum Hjá SÁÁ hefur verið reiknað að framlag ríkisins til meðferðarsviðs SÁÁ sé í dag 278 millj. kr. lægra en árið 2009 á föstu verðlagi. Framlagið dugar ekki fyrir launakostnaði sam- takanna þrátt fyrir að stöðugildum á meðferðarsviði SÁÁ hafi fækkað um tæplega ellefu frá árinu 2000. Á árinu 2018 hafa á bilinu 580-590 manns ver- ið að staðaldri á biðlista hjá Sjúkra- húsinu Vogi. Þrátt fyrir þennan fjölda hyggst ríkið halda áfram nið- urskurði í rekstri SÁÁ ef marka má fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Svipaða sögu má segja um Sjálfs- bjargarheimilið, sem hefur þurft að reiða sig á stuðning frá þriðja aðila til að endar nái saman í rekstrinum á yf- irstandandi ári. Fjárveiting til Krabbameinsfélags Íslands vegna skimunar fyrir krabbameinum var ennfremur lækkuð án útskýringar í fjárlögum ársins 2018. Sú lækkun er ekki leiðrétt í frumvarpi til fjárlaga 2019. Áframhaldandi niðurskurður út árið 2021 Ekki er að sjá annað af fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar en að allir þessir rekstraraðilar, sem nefndir eru hér að ofan og lentu í nið- urskurði á árinu 2018, eigi að gera það aftur árið 2019 og enn og aftur árin 2020 og 2021. Niðurskurðurinn er um hálft prósent á hverju ári og um 2% sum árin hjá sumum rekstr- araðilanna. Þessi niðurskurður er fyrir utan þær nýju kröfur sem ítrek- að eru lagðar á rekstraraðilana án þess að fjármagn fylgi til að standa undir þeim. Slíkar aðgerðir fela auð- vitað í sér frekari niðurskurð á þeirri þjónustu sem fyrir er. Samtök fyr- irtækja í velferðarþjónustu skora á ríkisstjórnina, heilbrigðisráðherra og þingmenn alla að stöðva þennan við- varandi niðurskurð og hlúa þess í stað betur að heilbrigðisþjónustu landsmanna. »Ekki er að sjá annað en allir þessir rekstraraðilar sem lentu í niðurskurði á árinu 2018 eigi að gera það aftur árið 2019 og enn og aftur árin 2020 og 2021. Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjónustu. UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Þessa dagana er þess minnst með margvíslegum hætti að tíu ár eru frá svo- nefndu hruni og frægri bæn forsætis- ráðherra þess tíma, Geirs H. Haarde: „Guð blessi Ísland.“ Níu mánuðum fyrir hrun fékk íslenskur kaupsýslumaður ábendingu frá Maríusystrum í Darmstadt í Þýskalandi (en þær eru kristin systraregla) um að þjóð- kunnur svissneskur bæna- og trú- maður, Willy Oehninger, vildi vara við því að mjög erfiðir tímar væru framundan á Íslandi og mikið þyrfti að biðja fyrir landinu, ef ekki ætti illa að fara. Á bænastund í árs- byrjun 2008 hafði Willy fengið skýra vitrun, eins konar sýn, af dimmum óveðursskýjum sem hrönnuðust upp yfir Íslandi. Í maí hafði svo um- ræddur kaupsýslumaður, Ómar Kristjánsson, tækifæri til að hitta Willy Oehninger, en hann starfar sem nautgripabóndi og versl- unarmaður í Sviss. Hvatti Willy Óm- ar til þess að kalla saman forsvars- fólk kristinna safnaða og félaga hér á landi til að biðja fyrir þjóðinni svo að allt færi ekki á versta veg. Í framhaldi af hvatningu Willys og aðgerða Ómars komu um 30 manns saman upp úr miðjum ágúst til að biðja vikulega fyrir ástandinu hér á landi. Þegar frá leið fékk hóp- urinn inni í Friðrikskapellu við Hlíð- arenda til þessa bænastarfs. Eftir fimm skipti var ákveðið að hittast áfram vikulega enda ýmis merki um erfiða tíma í fjármálum þjóðarinnar farin að sjást seinni hluta sept- embermánaðar. Með þessum spámannlegu orðum, sem fylgdu sýn Willys, fylgdi til- vísun í spádómsbók Jesaja, 60. kafla. Þar er m.a. talað um að „myrkur grúfi yfir jörðinni og sorti yfir þjóð- unum“ en einnig um að „ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér“. Og þó svo þessi orð hafi verið töluð til Ísraelsmanna á sínum tíma tengdi Willy þau Íslandi og framtíð þjóðarinnar. Bænahópurinn, sem kenndur er við Friðrikskapellu og sam- anstendur af kristnu fólki úr ýmsum kirkjudeildum, hefur síðan haldið áfram að hittast, sem er einstakt í íslenskri kirkjusögu. Tíu ára starfs hópsins var minnst sl vetur og þar rifjuð upp fyrr- nefnd orð úr spádóms- bók Jesaja, einnig orð úr sama kafla þar sem stendur að „til þín hverfur auður hafsins og auðæfi þjóða berast þér“ og talað um þá sem koma svífandi sem ský og skip sem flytji fólk og fjármuni til landsins. Eftir því sem tíminn leið hefur þetta komið í ljós, aflaheimildir hafa aukist á heildina litið, auður hafsins farið vaxandi, auðurinn streymt frá þjóðum heims vegna allra ferða- mannanna sem hingað hafa komið og koma enn. Allt þetta hefur gengið eftir. Í huga okkar sem höfum beðið og fylgst með þróuninni er ekki vafi að bæn forsætisráðherra, sem sumir gantast með og hæðast að, en við önnur höfum tekið undir, hefur ver- ið svarað m.a. með þessum hætti. Við hefðum getað farið miklu verr út úr hruninu. Meira að segja gosið í Eyjafjallajökli sem olli usla var einnig frábær auglýsing fyrir landið á þessum tíma og laðaði hingað þús- undir ferðamanna. Síðan má ræða og deila um ágæti ferðamanna, fjölda þeirra, aðgangs- stýringu og fleira tengt ferða- mennskunni sem enginn var und- irbúinn fyrir. Sama er að segja um allt sem að er í íslensku samfélagi og ekki verður talið upp hér. En Guð hefur blessað Ísland, þó svo vissu- lega hafi hann gert það bæði með ýmsu sem má útskýra og öðru sem ekki verður auðveldlega útskýrt. En það er ekki auðséð með augum þeirra sem ekki trúa, en augljóst þeim sem hafa beðið og trúað. Oftar en ekki notar Guð fólk til að blessa annað fólk. Guð blessi Ísland áfram um ókomin ár. F.h. Friðrikskapelluhópsins. Blessun Guðs í tíu ár Eftir Ragnar Gunnarsson Ragnar Gunnarsson » Oftar en ekki notar Guð fólk til að blessa annað fólk. Guð blessi Ísland áfram um ókom- in ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins ragnar@sik.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ha u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi, samsetningu og sölu á heimsþekktum og þrautreyndum vörum sem notaðar eru í útbyggingar, svalalokanir, glugga, rennihurðir og fleira. Velta 250 mkr. og mikil verkefni framundan. • Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur. • Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð. • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltækni- búnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti. Ársvelta á bilinu 250-300 mkr. • Ein þekktasta hárvöruheildverslun landsins með mjög þekkt merki fyrir fagaðila. Góð velta og afkoma. • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum á afmörkuðu en þekktu sviði leitar eftir auknu hlutafé. Spennandi fjárfestingakostur með miklum möguleikum á arðsemi, gangi áætlanir eftir. • Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð. Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Margir kvíða því að eldast og enn fleiri kvíða því hvernig vin- ir þeirra eldast. Oft verða menn argir og máltækið segir „svo ergist hver sem hann eldist“. Þessu er nú öðru- vísi farið með vin minn Sighvat Björg- vinsson, fyrrverandi alþingismann og heilbrigðis- ráðherra, hann gerist ógnar glað- vær „ellismellur“, reitir af sér brandarana og gerir bara grín að öllu lifandi og dauðu. Þessu var nú öðruvísi farið á hans heilbrigðisráðherraárum, þá gekk svo mikið á í baráttu hans við lækna og sjúklinga að hann fékk nafnið „fíllinn í glervörubúð- inni“. Hann virkaði svona eins og vestfirskur stormsveipur og það var ekkert grín. Sighvatur ritaði opið bréf í Morgunblaðið 11. október sl. Þar velur hann sér stjórnmálamenn til að gera grín að og það alvarlega er að hann velur þá stjórn- málamenn sem sett hafa fram varnaðarorð um þá ógnarhættu sem nútíðin og vísindin eru farin að glíma við í allri Evrópu, eða jafnvel á heimsvísu, og það er hvernig eitur- og varnarefnum er beitt í landbúnaði, sem og pensill- íni. Sighvatur minnist hvergi á að færustu læknar í mörgum löndum eru farnir að vara við pensill- ínnotkun í matvælaframleiðslu, ekki síst í kjöti, sem getur valdið pensillínóþoli hjá fólki. Dýrin eru sprautuð með pensillíni í óhófi og pensillín er notað í fóður dýranna til að leitast við að koma í veg fyr- ir sýkingar í þeim. Fjöldi fólks fær síðan óþol gegn pensillíninu og læknar telja þetta pensillínóþol jafn ógnandi heilsu fólks og marg- ir sjúkdómar sem voru lífshættu- legir áður en pensillínið var fundið upp. Ungu fólki stafar frekar hætta af þessu en þeim sem eldri eru. Ég tel að matur á Kanarí muni t.d. ekki drepa okkur Sighvat. Svo fæst þar stundum íslenskt lamb og nýsjálenskt. Hjálparefnanotkun hefur aukist stöðugt í stærstu ríkjum ESB samkvæmt tölum Eurostat, en þau eru lykillinn að ódýrri massafram- leiðslu „ódýrra“ matvæla. Fimm stærstu ríkin nota um 270 þúsund tonn af þessum efnum árlega, öll ESB-löndin 390 þúsund tonn. Þar trónir Spánn á toppnum með 76.040 þúsund tonn af eitur- og verndarefnum, svo Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir og Bretar. Sighvati mínum til upplýsingar þá kemst Ísland ekki á blað í þessari úttekt Euros- tat og telst þar með framleiða bestu, öruggustu og hrein- ustu matvæli í Evr- ópu, en Noregur gengur næstur Íslandi með 800 tonn, þá að- allega fyrir notkun á mosa- og illgresiseyði. Nú er hafin barátta ungs fólks fyrir lífrænum landbúnaði og/eða lyfja- og eiturefnalausum. Þessi barátta birtist líka hjá vaxandi hópi fólks sem setur allt kjöt í sama flokk og borðar það ekki, fólk gerist vegan. Það má eig- inlega segja að vont hafi ranglæti Sighvats heilbrigðisráðherra verið en verra sé réttlæti hans og gam- ansemi. Nú legg ég til að vísindafólkið okkar á Keldum bjóði Sighvati á fræðslustund og fái til liðs við sig Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Læknadeild Há- skóla Íslands og yfirlækni við sýkla- og veirudeild Landspít- alans. Ég gæti nú trúað að skyn- semin verði gríninu yfirsterkari þegar fundi lýkur. „Tunnan valt og úr henni allt“; eiturefnanotkunin er nefnilega dauðans alvara, mesta ógn sem steðjar að mannkyninu segja lærð- ir menn. Eftir Guðna Ágústsson » Sighvati mínum til upplýsingar þá kemst Ísland ekki á blað í þessari úttekt Euro- stat og telst þar með framleiða bestu, örugg- ustu og hreinustu mat- væli í Evrópu. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. ráðherra og alþingismaður. Sighvatur Björgvinsson gerist gamansamur í „ellinni“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.