Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Meðal þess sem kom í ljós við forn- leifauppgröftinn á bílastæði Lands- símans 2016 til 2017 voru 32 grafir frá árunum 1505 til 1750, þar af 22 sem voru lítt raskaðar. Ennfremur fundust gripir sem benda til sam- félags frá heiðnum tíma, þ.e. frá um 870 til 1000. Þetta kemur fram í bráðabirgða- niðurstöðum sem Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur skilaði til Minja- stofnunar við lok vettvangsrann- sóknar á Landssímareitnum í nóvem- ber 2017. Morgunblaðið fékk aðgang að þessum gögnum á grundvelli upp- lýsingalaga. Sjálf hefur Vala ekki viljað veita blaðinu upplýsingar und- anfarna mánuði og bannað mynda- tökur af minjunum sem nú eru varð- veittar í Þjóðminjasafninu. Lokaskýrsla um rannsóknina, sem Vala boðaði að bærist í júní 2018, er enn ekki komin. Minjastofnun segir að töfin sé vegna þess að beðið hafi verið eftir niðurstöðum greiningar- vinnu. Icelandair hotels ætla að starf- rækja hótel í gamla Landssímahús- inu og reisa nýja viðbyggingu við húsið á hinu gamla bílastæði Lands- símans á gatnamótum Thorvalds- ensstrætis og Kirkjustrætis. Undir bílastæðinu var hluti hins forna Vík- urkirkjugarðs. Hafa fjölmargir mót- mælt þessum framkvæmdum, þar á meðal Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, sem kvaðst í samtali við Morgunblaðið á dögunum hafna „hóteli á helgum reit“. Kirkjugarður undir bílastæði Svæðið sem rannsóknin á Lands- símareitnum náði yfir var nær 2.000 fermetrar að flatarmáli. Í gögnunum er því skipt upp í þrjá meginhluta. Svæði A og B, samtals 900 fermetrar, eru hið gamla bílastæði Landssímans þar sem Icelandair hotels ætla að reisa viðbyggingu við væntanlegt hótel sitt í gamla Landssímahúsinu við Thorvaldsensstræti. Ljósmyndin og skýringarteikningin sem fylgir þessari grein eru af þessu svæði. Svæði C er sundið og portið á milli Aðalstrætis 7 og Vallarstrætis 2, samtals 700 fermetrar. Loks er svæði D sem er gamli kvennaskólinn og Nasa-salurinn við Thorvaldsens- stræti. Það er um 200 fermetrar. Svæði A er um 400 fermetrar að stærð. Það liggur næst núverandi Víkurgarði (Fógetagarði) þar sem meginhluti gamla kirkjugarðsins er. Segir í skýrslunni að þarna hafi verið mannvist allt frá fyrstu tíð til nútíma. Við rannsóknina kom í ljós, eins og raunar var vitað áður, að hinn gamli Víkurkirkjugarður náði inn á þetta svæði. Mannvistarlög, jarðneskar minjar og mannvirki voru þó veru- lega röskuð vegna seinni tíma fram- kvæmda. Uppmældar grafir voru 32 og bendir aldursgreining til áranna 1505 til 1750. Af þessum gröfum voru 22 lítt raskaðar. Fram kemur að erf- itt er að segja til um heildarfjölda þeirra einstaklinga sem eru í þessum hluta kirkjugarðsins vegna brota- kenndra minja og rasks. Lausabein voru yfir 700 talsins. Þeir einstak- lingar sem hægt var að greina voru 35 og skiptust þeir þannig að ung- börn (0 til 1 árs) voru 35%, börn (til 10 ára aldurs) 5%, börn 10-18 ára 20%, fullvaxta (18-40 ára) 30% og fólk á aldrinum 40 til 70 ára um 10%. Þeg- ar skýrslunni var skilað var enn unn- ið að heilsufars- og sjúkdómagrein- ingu. „Samfélag frá heiðnum tíma“ Á svæði A og einnig á svæði B (sem er um 500 fermetrar) komu í ljós mannvirki með landnámsgjóskunni sem aldursgreind er til um 870. Þessi mannvirki voru verulega röskuð sök- um grafarskurða og annarra mann- virkja frá seinni tíð. „Gripir á svæð- inu benda til samfélags frá heiðnum tíma, þ.e. frá 870-1000. Eðli og hlut- verk þessa mannvirkis/mannvirkja er óþekkt,“ segir í skýrslunni. Vænt- anlega verður sett fram tilgáta um þessi mannvirki í lokaskýrslunni. Við uppgröftinn á svæði B kom í ljós tún og/eða bæjargarður frá land- námsöld. „Þessi garður, líkt og aðrar minjar á svæðinu, er rofinn víða en ljóst þykir að um garðlag er að ræða. Liggur hann í austur/vestur að Thor- valdsensstræti, en tekur sveig til norðurs, en þar sem grunnur íveru- húss apótekarans var reistur á horn- inu við Kirkjustræti árið 1832 er ómögulegt að segja hve austar- eða norðarlega hann náði,“ segir í skýrsl- unni. Fram kemur að minjar frá 1700 til 1900 voru á svæði B en verulega raskaðar. Á svæði C við Vallarstræti komu í ljós minjar frá fyrstu öldum byggðar. Þar hafi verið verk- og vinnslusvæði á 9. eða 10. öld. Gripir benda til járn- vinnslu og útgerðar. Bátasaumur fannst á svæðinu ásamt sleggjum, brýnum og hefðbundnum járnnögl- um, kvarnsteinsbrot, hverfisteins- brot, tinnur og fleira. Hleðsla frá tíma Innréttinganna var vestast á svæðinu. Á svæði D, innanhúss í Nasa, komu í ljós þétt mannvistarlög frá því eftir 1550. Eru þau túlkuð sem rusllög. Undir burðarvegg gamla kvenna- skólans voru tvöfaldar garðhleðslur með grágrýtissteinum í grunninum. Hleðslan hefur líklega þjónað sem flóða- og varnargarðar. Lega og formgerð benda til þess að um mann- virki frá því fyrir 1200 sé að ræða. Uppgröfturinn stóð frá 1. febrúar 2016 til 1. september 2017. Við hann unnu samkvæmt skýrslunni samtals 17 manns, 12 fornleifafræðingar, tveir aðrir sérfræðingar og tveir aðr- ir. Mannmánuðir voru 141 alls. Vala Garðarsdóttir kvartar yfir því í skýrslunni að allmargir hafi haft „óeðlileg afskipti“ af uppgreftrinum og þau afskipti hafi haft neikvæð áhrif á starfsfólk og rannsóknar- framvindu. Kristnar grafir og heiðnar minjar  Fornleifarannsóknin á Landssímareitnum í miðborginni sýnir mannvist frá upphafi byggðar á Íslandi  Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur kvartar yfir „óeðlilegum afskiptum“ af uppgreftrinum Morgunblaðið/Kristinn Umhverfi Búið er að fjarlægja viðbyggingu Landssímahússins. Þarna á ný stór bygging að rísa. Hefur í því sambandi verið talað um „hótel á helgum reit.“ Kirkjustræti T h o rv a ld s s e n s tr æ ti Landssímahús viðbygging (rifin í maí-júní 2018) Úr gögnum Minjastofnunar frá VG fornleifarannsóknum ehf. Uppgraftarsvæði Grafir Rask frá 20. öld Lagnir og rör Fornleifarannsókn á bílastæði Landssímans Uppgraftarsvæði 2016-2017, grafir, rask og framkvæmdir á 20. öld Ví ku rg ar ðu r (F óg et ag ar ðu r) Landssímahús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.