Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ríkisstjórn Tyrklands hefur greint
bandarískum embættismönnum frá
því að hún hafi undir höndum upp-
tökur sem sanni að blaðamaðurinn
Jamal Khashoggi hafi verið myrtur í
skrifstofu ræðismanns Sádí-Arabíu í
Istanbúl. Bandaríska dagblaðið
Washington Post greindi frá þessu í
fyrrinótt, en Khashoggi skrifaði
reglulega pistla fyrir blaðið.
Munu upptökurnar renna stoðum
undir þá kenningu að sérstakt teymi
leyniþjónustu-
manna frá Sádí-
Arabíu hafi haft
Khashoggi í haldi
eftir að hann gekk
inn í skrifstofuna
hinn 2. október
síðastliðinn, myrt
hann og hlutað
líkið í sundur.
Að sögn heim-
ildarmanns
Washington Post er um að ræða
hljóðupptökur, þar sem heyrist þeg-
ar Khashoggi sé yfirheyrður, pynd-
aður og svo myrtur. Annar heimild-
armaður blaðsins sagði að það
heyrðist á upptökunni að Khashoggi
hefði orðið fyrir barsmíðum.
Neikvæð áhrif á viðskiptabönd
Málið hefur vakið mikla athygli, og
hafa helstu bandamenn Sádí-Araba
varað við því að það muni hafa alvar-
legar afleiðingar í för með sér, ekki
síst á viðskipti við landið, reynist það
rétt að Khashoggi hafi verið myrtur
að undirlagi yfirvalda þar. Banda-
rískir þingmenn hafa haft það á orði
að rétt væri að hætta við sölu vopna
til Sádí-Arabíu reynist ásakanirnar
réttar. Trump Bandaríkjaforseti
vildi þó ekki ljá máls á slíku fyrr í vik-
unni.
Þá tilkynnti auðkýfingurinn Rich-
ard Branson í gær að hann hefði
ákveðið að draga sig tímabundið út
úr tveimur samstarfsverkefnum við
ferðaþjónustu landsins, þar til búið
væri að leiða í ljós hið sanna í málinu.
Bætti hann við að það yrði ómögulegt
fyrir alla á Vesturlöndum að eiga í
viðskiptum við Sádí-Arabíu ef það
reyndist rétt að stjórnvöld þar hefðu
átt þátt í hvarfi Khashoggis.
Telja Khashoggi látinn
Tyrkir sagðir hafa hljóðupptökur sem sanni að Khashoggi hafi verið myrtur
Jamal
Khashoggi
Evgenía, prinsessa af Jórvík, giftist í gær unnusta sín-
um, skoska vínsölumanninum Jack Brooksbank, við há-
tíðlega athöfn. Amma brúðarinnar, Elísabet II. Eng-
landsdrottning, var viðstödd ásamt fjölskyldu sinni, en
viðburðurinn var sýndur beint á sjónvarpsstöðinni ITV.
Evgenía er yngri dóttir Andrésar prins og Sarah
Ferguson, hertogaynju af Jórvík, og er níunda í erfða-
röð breska konungsveldisins.
AFP
Konunglegt brúðkaup í Bretlandi
Evgenía prinsessa gift vínsölumanni
Frans páfi tók í
gær við af-
sagnarbeiðni
kardínálans
Donalds Wuerl
sem erkibiskups
af Washington.
Wuerl hefur ver-
ið gagnrýndur
fyrir að hafa
ekki gert nóg til
þess að koma í
veg fyrir kynferðislega misnotkun
kaþólskra presta á börnum í Penn-
sylvaníu-ríki þegar hann var biskup
þar á árunum 1988 til 2006.
Í ítarlegri skýrslu sem gefin var
út í ágúst síðastliðnum kom í ljós að
meira en 300 prestar höfðu brotið
af sér í ríkinu gegn meira en 1.000
fórnarlömbum. Wuerl var sér-
staklega nefndur í skýrslunni sem
einn af þeim leiðtogum kirkjunnar
sem höfðu vitneskju um brotin en
þögðu yfir þeim. Hafa margir innan
kirkjunnar krafist afsagnar hans
vegna þessa.
Wuerl kardínáli
segir af sér
Donald
Wuerl
BANDARÍKIN
Roelof „Pik“
Botha, fyrrver-
andi utanríkis-
ráðherra Suður-
Afríka, lést í
fyrrinótt, 86 ára
að aldri, eftir
skammvinn veik-
indi. Botha var
utanríkis-
ráðherra í 17 ár í
aðskiln-
aðarstjórn hvíta minnihlutans.
Botha þótti frjálslyndur og var
stundum lýst sem „góðum manni í
slæmri ríkisstjórn“. Laust honum
oft saman við þáverandi forseta,
P.W. Botha, en þeir voru ekki
skyldir. Þegar aðskilnaðarstefn-
unni lauk gekk hann til liðs við rík-
isstjórn Nelsons Mandela og Afr-
íska þjóðarflokkinn árið 1994.
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-
Afríku, sagði að Botha yrði minnst
fyrir að hafa stutt vegferð landsins
í átt til lýðræðis.
Pik Botha látinn,
86 ára að aldri
Pik
Botha
SUÐUR-AFRÍKA
Björgunarmenn leituðu ákaft í gær
að fólki sem hugsanlega væri enn á
lífi í rústum eftir að fellibylurinn
Mikael reið yfir suðausturhorn
Bandaríkjanna. Að minnsta kosti ell-
efu manns eru látnir eftir hamfar-
irnar og er óttast að sú tala gæti enn
hækkað. Fellibylurinn hélt snemma í
gærmorgun út yfir Atlantshafið, en
hann skilur eftir sig mikla eyðilegg-
ingarslóð. Er áætlað að fjártjón
vegna Mikaels gæti verið allt að 13
milljörðum bandaríkjadala.
Staðfest var í gær að fjórir hefðu
látist í Flórída, einn í Georgíu og einn
í Norður-Karólínu. Þá létust að
minnsta kosti fimm manns þegar
Mikael fór yfir Virginíu-ríki í fyrra-
kvöld, en að minnsta kosti 520.000
manns í ríkinu eru nú án rafmagns.
Þá hefur þurft að loka um 1.200 veg-
um vegna óveðursins.
Rick Scott, ríkisstjóri Flórída,
sagði að stormurinn hefði valdið
ótrúlegum skaða og að öll áhersla
væri nú á að finna fólk sem hefði ekki
hlýtt fyrirskipunum um að yfirgefa
heimili sín. Þá kom fram að mörg hús
í Flórída hefðu ekki verið byggð til
þess að standast byl af þessari stærð.
Minnst ellefu
manns látnir
AFP
Mikael Fellibylurinn Mikael skildi eftir sig ótrúlega slóð eyðileggingar,
meðal annars í Flórída, þar sem mörg hús voru ekki nógu traust.
Nicos Anastasiades, forseti Kýpur,
tilkynnti í gær að Sameinuðu þjóð-
irnar hygðust skipuleggja fund með
honum og Mustafa Akinci, forseta
Kýpur-Tyrkja, á næstunni, í þeirri
von að hægt yrði að hefja á ný frið-
arviðræður milli þjóðarbrotanna
tveggja sem byggja Kýpur.
Fulltrúar Kýpur-Grikkja og Kýp-
ur-Tyrkja ræddust síðast formlega
við í júlí 2017 en þá steyttu viðræð-
urnar á skeri. Forsetarnir tveir
ræddust óformlega við í ágúst síð-
astliðnum en náðu ekki saman um að
hefja viðræðurnar á ný.
Anastasiades sagði að Akinci hefði
tekið vel í hugmynd Sameinuðu
þjóðanna og nú væri bara eftir að
finna tímasetningu sem hentaði báð-
um. Hann varaði þó við of mikilli
bjartsýni þar sem enn skildi mikið á
milli aðila.
Eyjan hefur verið tvískipt frá
árinu 1974 þegar tyrkneskar her-
sveitir gerðu innrás til þess að verja
hagsmuni Kýpur-Tyrkja.
Fundað
um fram-
tíð Kýpur
Vona að við-
ræður hefjist á ný
ROYAL VANILLUBÚÐINGUR
... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI
MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS
A�taf góður!