Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 1
Kýs fólkiðfram yfirnáttúruna 14. OKTÓBER 2018SUNNUDAGUR m vera tilhlið við hlið EistneskileikarinnPääru Oja fermeð eitt aðal-hlutverkannaí Undir hala-stjörnu 2 Vilju Byrjaði ákaffihúsumUnnur Sara Eldjárn steig fyrstu skrefin ítónlist með því að syngja og spila á gítar ákaffihúsum. Nýverið gaf hún út plötu þarsem hún syngur lög Serge Gainsbourg 34 Sendiherra Palestínu vill aðallir gerist fulltrúar friðar 18 ENN ER MIKIL SKÖMMUSTU- TILFINNING HLUSTI OG SJÁI FYRIR SÉR MYNDIR MARC COPLAND 47FYRSTA SKIPTIÐ 12 Morgunblaðið/Kristinn Landssímareitur Miklar framkvæmdir standa nú þar yfir vegna hótelbyggingar.  Jafnt kristnar grafir sem heiðnar minjar frá upphafi byggðar á Ís- landi fundust við fornleifauppgröft- inn á bílastæði Landssímans 2016 til 2017. Annars staðar á Landssímareitnum, þar sem grafið var, fundust m.a. gripir sem benda til járnvinnslu og útgerðar á 9. og 10. öld og varnargarðar frá því fyr- ir 1200. Þetta kemur fram í gögn- um um rannsóknina sem Morgun- blaðið aflaði frá Minjastofnun á grundvelli upplýsingalaga. Skýrsla VG fornleifarannsókna ehf. um uppgröftinn sem berast átti í júní er enn ókomin til Minjastofnunar. Samtals voru 22 heillegar grafir undir bílastæðinu, en þar var áður hluti hins forna Víkurkirkjugarðs. »16 Minjar frá upphafi byggðar á Íslandi Við nýjan tón kveður í myndlist Errós á sýningu sem opnuð verður í Hafnarhúsinu í dag. Þar verður engin litadýrð en þrjátíu ný og nýleg mál- verk og tilraunakenndar svart-hvítar stutt- myndir sem hann gerði á sjöunda áratugnum. Sýningin ber enda heitið Erró: Svart og hvítt. Erró segist hafa verið að gera svartar og hvítar myndir á undanförnum árum, stundum tvær og stundum fimm á ári og sumar mjög stórar. Hann segist hafa gaman af því að vinna í svörtu og hvítu. „Það er alltaf gaman að vera kontróler- aður af einhverju og þessi sýning er helmingur af sýningu sem var fyrir utan París. Hinn helm- ingurinn er núna í París, í galleríi sem ég hef unnið með í 15 ár núna,“ segir Erró. »46 Erró opnar sýningu á verkum í svörtu og hvítu Morgunblaðið/Hari Borgarstjóri hefur lagt fyrir borg- arráð tillögu um viðauka við fjár- hagsáætlun vegna borgarstjórnar upp á tæpar 70 milljónir kr. Ástæð- an er kostnaður vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 23 og biðlauna vegna fráfarandi borgarfulltrúa. Ey- þór Laxdal Arnalds, oddviti sjálf- stæðismanna, segir ljóst að fjölgunin sem upphaflega hafi verið sögð ekk- ert kosta muni kosta hundruð millj- óna á kjörtímabilinu. Eyþór segir að kostnaðurinn við fjölgun borgarfulltrúa sé smám sam- an að koma í ljós. Laun fulltrúanna átta sem bætt var við nemi hundr- uðum milljóna á kjörtímabilinu auk annars kostnaðar. Breytingar á sal borgarstjórnar og vinnuaðstöðu kosti tugi milljóna og jafnvel yfir 100 milljónir. Nú bætist þessar 70 millj- ónir við. Frávik mikil og kostnaður hár Fulltrúar meirihlutans í borgar- ráði létu bóka að þegar fjárhags- áætlun var undirbúin hefði ekki ver- ið unnt að sjá fyrir með vissu hver kostnaður yrði vegna fjölgunar borgarfulltrúa og hver útgjaldaauk- inn yrði vegna biðlauna. Eyþór segir að frávikin séu mikil og kostnaður- inn hár. Telur hann að þetta verði ekki síðasti aukareikningurinn. Þessir peningar hefðu betur farið í leikskólana eða önnur þörf verkefni. helgi@mbl.is 70 millj- óna króna viðauki  Fjölgun fulltrúa kost- ar hundruð milljóna Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hjúkrunarheimili og önnur fyrirtæki innan raða Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu (SFV) telja sig verða að skerða þjónustu við skjólstæðinga sína á næsta ári vegna skertra fjár- veitinga samkvæmt fjárlagafrum- varpi. Þá stefni í frekari skerðingar á næstu árum. Fyrirtækin hafa óskað eftir því að rekstrarframlög verði aukin um tæpa 1,9 milljarða frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi. Málin voru rædd á félagsfundi SFV í gær en í samtökunum eru flest hjúkrunarheimili landsins, SÁÁ, Krabbameinsfélag Íslands, Sjálfs- bjargarheimilið og fleiri fyrirtæki. Ekki í samræmi við sáttmála Pétur Magnússon, formaður sam- takanna, segir að forsvarsmenn fyr- irtækjanna undrist það mjög að þau sæti áframhaldandi skerðingum. Þau hafi fengið miklar skerðingar eftir hrun og sýnt því skilning en telji að nú hljóti að vera möguleiki á að bæta í rekstrargrunn. Hann bætir því við að niðurskurðurinn sé sérstakur í ljósi þess að í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar sé tiltekið sérstaklega að huga þurfi að rekstrargrunni hjúkrunarheimila. „Við getum ekki hagrætt meira,“ segir Pétur. Í tilkynningu SFV segir að ekki sé ólíklegt að sum aðildar- félög muni þurfa að taka rekstur sinn til endurskoðunar til að mæta niður- skurði framlaga, annaðhvort með því að leggja niður ákveðna þjónustu- þætti eða breyta rekstrarfyrirkomu- lagi til að afla annarra tekna. Samþykkja þjónustuskerðingu Pétur segir að fundað verði um málið með heilbrigðisráðherra næst- komandi miðvikudag. Þá verði sent bréf til allra alþingismanna þar sem þeim verði gerð grein fyrir því að með samþykkt óbreyttra framlaga séu þeir að samþykkja þjónustuskerð- ingu hjá hjúkrunarheimilum og öðr- um fyrirtækjum. Náist ekki fram breytingar þurfi að taka upp viðræður við Sjúkra- tryggingar Íslands um það hvaða þætti í þjónustu hjúkrunarheimil- anna eigi að hætta að veita. Þarf að skerða þjónustu á hjúkrunarheimilum  Gagnrýna áframhaldandi niðurskurð fjárveitinga Morgunblaðið/Eggert Skemmtun Heimilisfólk fagnar gestum á skemmtidagskrá. Gengislækkun krónunnar er sögð munu örva sölu verslana í miðborg Reykjavíkur. Þá með því að verðlag sé nú hagstæðara fyrir ferðamenn. Velta erlendra korta fyrstu átta mánuði ársins var minni en í fyrra. Aðalsteinn Ingi Pálsson, fram- kvæmdastjóri Icewear, segir fjölgun efnaðra ferðamanna hafa haft áhrif á verslun í miðborginni. Þeir séu t.d. líklegri en aðrir til að kaupa dýr föt. „Mín tilfinning er að salan á þess- um dýrustu hlutum gæti hafa auk- ist,“ segir Aðalsteinn Ingi sem telur að veiking krónu muni örva sölu. Árni Sverrir Hafsteinsson, for- stöðumaður Rannsóknaseturs versl- unarinnar, segir gengisstyrkingu fyrr í ár hafa haft áhrif á kortavelt- una. „Kaupákvörðun fólks frá öðrum ríkjum byggist í flestum tilvikum á því hvað varan kostar í þeirra gjald- miðli. Við þekkjum það sjálf að um- reikna verð í íslenskar krónur þegar við erum í útlöndum.“ »4 Ódýrari króna þýði meiri sölu  Kaupmaður segir gengið hafa áhrif Stofnað 1913  241. tölublað  106. árgangur  L A U G A R D A G U R 1 3. O K T Ó B E R 2 0 1 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.