Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
Veður víða um heim 12.10., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Akureyri 6 alskýjað
Nuuk -3 léttskýjað
Þórshöfn 12 rigning
Ósló 14 skýjað
Kaupmannahöfn 15 súld
Stokkhólmur 14 heiðskírt
Helsinki 11 þoka
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 14 skýjað
Glasgow 13 rigning
London 19 skýjað
París 24 léttskýjað
Amsterdam 21 heiðskírt
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 23 heiðskírt
Vín 18 heiðskírt
Moskva 11 heiðskírt
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 21 léttskýjað
Barcelona 24 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 21 heiðskírt
Aþena 18 skýjað
Winnipeg 0 heiðskírt
Montreal 8 skýjað
New York 14 rigning
Chicago 5 skýjað
Orlando 27 skýjað
13. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:13 18:16
ÍSAFJÖRÐUR 8:23 18:16
SIGLUFJÖRÐUR 8:06 17:58
DJÚPIVOGUR 7:44 17:44
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag og mánudag Fremur hæg suðlæg átt,
skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vest-
antil en víða bjartviðri norðanlands. Hiti 0 til 7 stig
að deginum, svalast i innsveitum fyrir norðan.
Suðvestan 3-10 m/s og skúrir síðdegis en léttir til norðaustan- og austanlands. Kólnandi veður,
hiti 0 til 6 stig, svalast í innsveitum fyrir norðan.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er niðurstaðan. Nú þurfum
við að skoða málið heildstætt, hvað
þetta þýðir,“ segir Gunnar Björns-
son, formaður samninganefndar rík-
isins, við Morgunblaðið.
Hæstiréttur staðfesti á fimmtu-
dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í
máli BHM gegn ríkinu vegna þess að
laun ljósmæðra sem stóðu vaktir í
verkfalli ljósmæðra árið 2015 voru
skert. Ríkinu var gert að endur-
greiða umræddar skerðingar launa
auk dráttarvaxta og málskostnaðar.
Landspítalinn
dró sama hlutfall
af launum allra
ljósmæðra meðan
á verkfalli stóð,
burtséð frá
vinnufyrirkomu-
lagi einstakra
starfsmanna.
Þannig fengu
sumir starfsmenn
greitt fyrir stund-
ir sem þeir unnu ekki en aðrir fengu
ekki að fullu greitt fyrir þá vinnu
sem þeir inntu af hendi.
Fimm ljósmæður sem fengu ekki
að fullu greitt fyrir vinnu sína höfð-
uðu málið með aðstoð BHM. Félagið
telur að niðurstaðan hafi fordæmis-
gildi gagnvart öðrum fagstéttum
sem vinna vaktavinnu á Landspítal-
anum og sættu launaskerðingum ár-
ið 2015. Á annað hundrað ljósmæður
gætu átt inni laun hjá ríkinu.
Gunnar segir í samtali við Morg-
unblaðið að hann geti lítið tjáð sig
um hvernig ríkið bregðist við þess-
um dómi. Nú sé verið að skoða hvað
dómur Hæstaréttar þýðir, hverju
þurfi hugsanlega að breyta og hvar.
„Þessi niðurstaða snýr að öllum í
félaginu. Hún getur líka haft áhrif á
þær sem áttu vinnuskyldu í verkfall-
inu en hún féll niður. Á þá að draga
meira af þeim? Miðað við þessar for-
sendur er það svo. Ég veit ekki
hvernig við komum til með að útfæra
þetta. Við erum rétt að máta okkur
við dóminn. Nú þurfum við að eiga
samráð við alla aðila,“ segir Gunnar.
Hann bendir á að umrædd reikni-
regla ríkisins hafi lengi verið notuð
og dómar fallið um túlkun á viðkom-
andi lagagrein sem staðfest hafi gildi
hennar. „Framkvæmdin hefur alltaf
verið með þessum hætti, allt frá því
BHM fékk verkfallsrétt,“ segir
Gunnar.
Ríkið vinnur að útfærslu dómsins
Dómur um laun ljósmæðra snýr að öllum félagsmönnum Ríkið boðar samráð við alla aðila
Gunnar
Björnsson
Morgunblaðið/Eggert
Samstaða Ljósmæður stóðu m.a.
mótmælastöðu vegna deilunnar.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Aðalsteinn Ingi Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Icewear, segir ljóst
að veiking krónunnar muni ýta und-
ir sölu til er-
lendra ferða-
manna.
Fyrirtækið
rekur sjö versl-
anir í miðborg-
inni. Þar er með-
al annars seldur
fatnaður, minja-
gripir og útivist-
arvörur.
Þá er fyrir-
tækið með versl-
anir við Sundahöfn, í Garðabæ,
Smáralind og úti á landi.
Eins og fjallað var um í Morg-
unblaðinu í gær hefur gengi krónu
gefið eftir undanfarið. Evran kostar
nú 134 krónur en kostaði um 124
krónur í byrjun ágúst. Hefur nafn-
gengi evru ekki verið á þessum stað
frá sumri 2016.
Selja meira af ódýrari hlutum
Aðalsteinn Ingi segir gengi hafa
áhrif á kauphegðun neytenda. Það
hafi spurst út að verðlag á Íslandi
hafi hækkað með styrkingu krónu.
„Nú erum við að selja fleiri en
ódýrari hluti. Það getur líka haft
áhrif að mögulega hafi samsetning
ferðamanna breyst á síðustu árum.
Ef það spyrst út að landið sé dýrt
fælir það ákveðna hópa frá.“
Spurður hvort neikvæð áhrif
gengisstyrkingar hafi leitt til þess að
sumar verslanir standi jafnvel ekki
lengur undir húsaleigu segir Aðal-
steinn Ingi að stóru fasteignafélögin
hafi fyrir 2-3 árum sópað til sín eign-
um og sprengt upp fermetraverð.
Það vegi mun þyngra en möguleg
gengisáhrif. „Ég held að sú þróun sé
nú að sliga margan kaupmanninn.“
Kortavelta minnkar milli ára
Áhrif gengisstyrkingarinnar birt-
ast í tölum um veltu erlendra
greiðslukorta. Hún var 5% minni
fyrstu átta mánuði ársins en í fyrra.
Hún er hins vegar 9% meiri en 2016
og sú önnur mesta í sögunni. Síðasta
ár var metár í erlendu kortaveltunni.
Má hér rifja upp að búist er við
fleiri ferðamönnum í ár en í fyrra,
eða rúmlega 2,3 milljónum.
„Það er offramboð af hótelum og
það er offramboð í rútubransanum.
Það sama hefur gerst í verslunar-
geiranum. Verslunum sem tengjast
ferðaþjónustu hefur fjölgað gríðar-
lega í miðbænum. Sama má segja um
veitingageirann,“ segir hann.
Spurður um sölu á dýrari hlutum
bendir Aðalsteinn Ingi á að fjölgun
efnaðra ferðamanna hafi haft áhrif.
Þeir séu t.d. líklegri til að kaupa
dýrari flíkur en aðrir ferðamenn.
Hefur áhrif á kauphegðun
Árni Sverrir Hafsteinsson, for-
stöðumaður Rannsóknaseturs versl-
unarinnar, segir gengisstyrkinguna
hafa haft áhrif á kortaveltuna í ár.
„Kaupákvörðun fólks frá öðrum
ríkjum byggist í flestum tilvikum á
því hvað varan kostar í þeirra gjald-
miðli. Við þekkjum það sjálf að um-
reikna verð í útlöndum í krónur. Við
höfum séð fylgni á milli gengis krónu
og kortaveltu á mann í vörukaupum.
Það virðist sveiflast með genginu
hvað fólk er tilbúið að kaupa af
vörum. Þegar við skoðum sérvöru-
flokka sjáum við að fólk er ekki að
eyða ósvipað og áður í erlendum
gjaldmiðli. Þegar gengið gefur eftir,
eins og nú er útlit fyrir, eru það því
ágætis fréttir fyrir þá sem selja sér-
vöru,“ segir Árni Sverrir.
Hann telur þó ekki hægt að full-
yrða að þessi sala aukist í beinu hlut-
falli við veikingu krónunnar, enda
séu sumir kostnaðarliðir verslana
einnig í erlendri mynt. Þá skipti
gengi bandaríkjadals jafnvel meira
máli en gengi evru í þessu samhengi.
Bæði sé bandarískum ferðamönnum
að fjölga og þeir kaupglaðari en
dæmigerðir Evrópubúar.
Veiking krónu þykir
líkleg til að örva
verslun í miðborginni
Icewear reiknar með meiri sölu samhliða veikingu
krónunnar Rannsóknasetur bendir á áhrif gengisins
Velta erlendra greiðslukorta, innanlands
Samtals velta í janúar til ágúst 2009-2018, milljarðar króna
Veltuaukning árið 2018 miðað við sama mánuð 2017
-5,1% er samtals breyting á
veltu í janúar-ágúst milli ára
200
150
100
50
0
0%
-4%
-8%
-12%
-16%
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst
178,1
187,6
163,2
112,1
83,5
67,7
55,1
47,5
36,336,2
Heimild: Hagstofa
Íslands, Borgun og Valitor
milljarðar kr.
-9,2%
-4,1%
-7,7%
-15,8%
-1,0%
-1,6%
-2,9%
-3,4%
Aðalsteinn Ingi
Pálsson
Morgunblaðið/Þórður
Lundabúð Minjagripaverslanir eru ófáar í miðborg Reykjavíkur.
Tilbúinn til neyslu, en má hita.
Afbragðs vara, holl og
næringarík.
Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Nettó, Samkaup kjörbúðir,
Samkaup krambúðir og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík.
Heitreyktur lax