Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Ægisif heldur tónleika í Hallgríms- kirkju í dag kl. 17 þar sem aðgangur er ókeypis. Á efnisskránni eru verk sem söngsveitin flutti á fyrstu tón- leikum sínum haustið 2016 auk áður ófluttra verka. „Fyrir rétt rúmum tveimur árum stofnaði tónskáldið og kórstjórinn Hreiðar Ingi söngsveitina Ægisif, en með því lét hann langþráðan draum verða að veruleika. Markmiðið var að kynna fyrir Íslendingum hið kynngi- magnaða tónmál rússnesku meist- aranna en fram að því hafði þessi teg- und kórtónlistar verið tiltölulega lítið aðgengileg á Íslandi. Mikil saga er á bak við mörg verkanna en mörg þeirra voru samin á þeim tíma er flutningur á kirkjutónlist þótti óvið- eigandi. Önnur hafi verið látin liggja þar til Sovéttíminn leið undir lok. Þá hefur mörgum þótt rússneskan þröskuldur í söngmáli, enda fram- burður krefjandi og túlkun erfið þar sem frásagnareldur sé mikill í tungu- málinu,“ segir í tilkynningu. Ægisif var tilnefnd til Íslensku tón- listarverðlaunanna fyrir flutning sinn á Litúrgíu Heilags Jóhannesar Kry- sostómusar eftir Rakhmaninoff haustið 2017. Söngsveitin Ægisif í Hallgrímskirkju Metnaður Söngsveitin Ægisif. Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámunda- son opnuðu í gær sýninguna Kossar í galleríinu Har- binger. Kossar er önnur sýningin í röðinni 2 become 1 en sýningarstjórar hennar eru Halla Kristín Hann- esdóttir og Steinunn Önnudóttir. Þau hafa fengið til liðs við sig pör af starfandi myndlistarmönnum og er lagt upp með að sýningarnar séu ekki eiginlegar sam- sýningar heldur að á milli listamanna eigi sér stað samruni, eins og segir í tilkynningu. „Að grundvelli sýningaraðarinnar eru hugmyndir um höfundarverkið og endurspeglun sjálfsins í gegnum listaverk, um listina sem vettvang samskipta, og einnig sú dýnamík sem skapast þegar það er ekki einn sem leiðir heldur þegar listaverkin verða afurð samstiga samstarfs og sköpunarverkið verður samtal,“ stendur þar. Samstarfsverkið Kossar í Harbinger Una Margrét Árnadóttir Bráðum verður bylting er nýheimildarmynd úr smiðjuHjálmtýs Heiðdal, Sig-urðar Skúlasonar og Önnu K. Kristjánsdóttur, sem segir frá róttækum aðgerðum íslenskra stúd- enta í Svíþjóð árið 1970. Í upphafi er dregin upp mynd af því byltingarkennda andrúmslofti sem ríkti á 5. og 6. áratugnum. Það er flakkað á milli í tíma og fjallað um Reykjavíkurgönguna, stífluspreng- inguna á Mývatni og tendrun Rauð- sokkahreyfingarinnar. Þetta er ágætis opnun en umfjöllunin er of- urlítið sundurlaus og e.t.v. hefði farið betur á því að hafa upphafið styttra og markvissara. Loks er komið að kjarna málsins. Á árunum 1967-1968 varð gengisfell- ing á Íslandi, þar sem íslensk króna lækkaði töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þetta hafði í för með sér að námsmenn erlendis þurftu að horfast í augu við það að tekjur þeirra lækkuðu um helming. Þeir sem höfðu safnað sér fyrir tveggja ára námi höfðu skyndilega bara efni á einu. Skiljanlega ríkti veruleg óánægja meðal nema, og SÍNE, Samtök íslenskra námsmanna er- lendis, lögðu á ráðin um mótmæla- aðgerðir. Stefnan var sett á að allir íslenskir námsmenn myndu á sama degi halda inn í íslensk sendiráð og hefja þar setuverkfall til að tefja störf sendiráðsins og þar með vekja athygli á málstaðnum. Nokkrir rót- tækir ungir menn, sem stunduðu nám í Svíþjóð og er ávallt talað um sem „ellefumenningana“, þjófstört- uðu hins vegar aðgerðinni með því að storma inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi, vísa öllum á brott og draga rauða fána að húni. Þessi aðgerð féll misvel í kramið. Hún átti ekki að vera bundin neinni sérstakri pólitískri sannfæringu, þannig að sumum námsmönnum gramdist að þetta hefði verið gert undir formerkjum sósíalisma. Mörg- um, sérstaklega heima á Íslandi, fannst þetta afar langt gegnið og vera landi og þjóð til mikils ósóma. Aðgerðin bar engu að síður vissan árangur þegar fram liðu stundir. Fleiri stúdentar létu í sér heyra og að lokum var gerð einhvers konar leiðrétting á kjörum námsmanna. Þetta er áhugaverð og skemmtileg saga, sögð með lifandi hætti. Þarna koma fram margir skemmtilegir við- mælendur á borð við Ara Trausta Guðmundsson og Einar Má Jónsson auk nokkurra af ellefumenningunum eins og Skúla Waldorff, Hjálmtýs Heiðdal og Gústafs Adolfs Skúlason- ar. Ég hafði sérstaklega gaman af viðtölum við Birnu Þórðardóttur, hún er yfirveguð og ákveðin í fram- komu, kemur sér alltaf beint að efn- inu og gefur engan afslátt þegar hún segir að það sé ábyrgð hvers og eins að taka afstöðu. Örar og taktfastar klippingar í bland við rokkaða tónlist keyra upp spennuna í myndinni, sem heldur manni vel við efnið. Það var í það minnsta bersýnilegt að frumsýning- argestir lifðu sig mjög inn í myndina, það var mikið hlegið og stundum klappaði fólk jafnvel og hrópaði, uppfullt af byltingaranda. Í myndinni er mikið notað af gömlu myndefni, ljósmyndum og myndskeiðum, sem fanga tíðarand- ann á skemmtilegan hátt. Myndgæði efnisins voru þó misjöfn og ljóst að brotin hafa komið misvel undan staf- rænni yfirfærslu. Þetta og sitthvað fleira er til marks um að það vantaði svolítið upp á í tæknilegu hliðinni á myndinni, til dæmis var hljóðvinnslu ábótavant á köflum. Það vakti líka athygli að sumir viðmælendur eru myndaðir í mjög ágengri nærmynd þegar það hefði verið meira viðeig- andi að mynda þá í miðmynd (frá mitti og upp). Nú þegar öld byltinganna er liðin, nýfrjálshyggjan hefur sigrað og hið útópíska jafnaðarsamfélag virðist varanlega utan seilingar er viðeig- andi að spyrja sig hvort nokkuð á borð við aðgerðir ellefumenninganna gæti endurtekið sig í dag. Á hverju vori í aðdraganda kosninga í Há- skóla Íslands baða meðlimir Röskvu (samtök félagshyggjufólks við Há- skóla Íslands) sig í rósrauðri minn- ingunni af því þegar Röskvuliðar gerðu setuverkfall á Landsbókasafni til að krefjast lengri afgreiðslutíma. Það var aðgerð sem bar árangur en núna er langt um liðið. Nýjasta rót- tæka stúdentaaðgerðin er líkast til þegar nemendur tón- og sviðs- listabrautar í LHÍ neituðu að borga skólagjöld meðan kennsla færi enn fram í gjörónýtu og sveppagrónu húsnæði við Sölvhólsgötu. Árum saman höfðu þessir nemar talað fyr- ir daufum eyrum en það var ekki fyrr en þeir neituðu að borga sem undir eins var hafist handa við að finna þeim nýtt húsnæði. Enn í dag eru námsmenn undir- okaður hópur í íslensku samfélagi. Sagan hefur sýnt okkur að það þarf að vesenast svolítið í ráðandi öflum til að knýja fram breytingar. Það má því velta fyrir sér hvort ný kynslóð geti lært af þeim mistökum og s- igrum sem sjást í Bráðum verður bylting. Fram þjáðir námsmenn í þúsund löndum Mótmæli Námsmenn mótmæla við Bernhöftstorfuna um 1973. Enn í dag eru námsmenn undirokaður hópur í íslensku samfélagi, segir m.a. í gagnrýni. Bíó Paradís Bráðum verður bylting bbbmn Leikstjórn: Hjálmtýr Heiðdal og Sig- urður Skúlason. Handrit: Anna K. Krist- jánsdóttir, Hjálmtýr Heiðdal og Sig- urður Skúlason. Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Tónlist: Hallur Ingólfs- son. 72 mín. Ísland, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR ICQC 2018-20 Útsölustaðir: • Guðsteinn Eyjólfsson – Laugavegi • Heimkaup.is • Hagkaup • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Laugavegi • Karlmenn – Laugavegi • Vinnufatabúðin – Laugavegi • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Kaupfélag V-Húnvetninga • Skóbúð Húsavíkur • Haraldur Júlíusson – Sauðárkróki • Blómsturvellir – Hellissandi • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Bjarni Eiríksson – Bolungarvík • Grétar Þórarinsson - Vestmannaeyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Stay Original

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.