Morgunblaðið - 13.10.2018, Side 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Fyrir fjórum árum þegarlokaumferð ólympíu-skákmótsins rann upp íTromsö í Noregi höfðu
þrír meðlimir íslensku skáksveit-
arinnar í opna flokknum ekki tapað
skák. Fyrir lokaumferð ólympíu-
mótsins í Batumi í Georgíu hafði ís-
lenska sveitin tapað 15 skákum.
Hægt er að grípa til alls kyns sam-
anburðar en fyrir mann sem hefur
verið í liði sem sat við háborð þess-
arar miklu keppni, ólympíumót eftir
ólympíumót, er niðurstaðan óásætt-
anleg. Á þeim tíma voru liðsmenn á
kafi í taflmennsku út um allan heim
og dæmi má finna af móti þar sem
liðið hafði ekki tapað nema einni
skák í fyrstu sjö umferðum þess.
Héðinn Steingrímsson sem gaf
kost á sér til að tefla á 1. borði byrj-
aði ekki vel, tefldi 10 skákir, þar af
sjö sinnum með hvítt. Hafði eftir sex
umferðir tapað fjórum skákum þar
af þrisvar þegar hann hafði hvítt. Að
tapa með hvítu á 1. borði „kemur
ekki til greina“ á ólympíumóti.
Greinarhöfundur tefldi á 1. borði ár-
in 1984, 8́6 og 9́0 og í þessum þrem
mótum tapaðist ein skák á hvítt –
fyrir Anand, en ég átti unnið tafl um
tíma. Héðinn tefldi ekki á neinu al-
vöru móti í aðdraganda ólympíu-
mótsins og réð ekki við verkefnið
sem hann tók að sér.
Jóhann Hjartarson hefði betur
skipað þetta sæti en hann tefldi
margar góðar skákir í Batumi,
Hannes Hlífar Stefánsson hefur oft
teflt betur, Íslandsmeistarinn Helgi
Áss Grétarsson er enn ekki búinn að
ná fullum styrk eftir langt hlé og
Guðmundur Kjartansson missti af
mörgum góðum færum.
Það sem stóð liðinu fyrir þrifum á
mikilvægum augnablikum þessa ól-
ympíumóts var þessi skortur á slag-
krafti á mikilvægum augnablikum.
Tökum nokkur dæmi:
9. umferð:
Westerberg – Helgi Áss
Staðan kom upp í viðureign Ís-
lendinga við Svía. Helgi Áss hafði
unnið tvær síðustu skákir og mætti
ákveðinn til leiks. Eftir talsvert um-
rót á borðinu er nauðsynlegt að að-
laga sig breytingum á stöðunni en
Helgi lék hinsvegar umsvifalaust:
24. ... fxg2? og eftir 25. Hd4 Dh5?
26. Df5! var hvítur með betri stöðu
og vann í 46 leikjum.
Hann gat leikið 24. ... Rf4! sem
vinnur. Þá dugar ekki 25. Df5 vegna
25. ... Dxf5 26. Rxf5 Re2+ og 27. ...
Rxc3, vinnur skiptamun og á auð-
unnið tafl. Annar möguleiki er 25.
gxf3 en þá vinnur 25. .. Dh5! strax.
Að lokum: 25. g3 Hxe3 26. fxe3
Dxe3+ 27. Kh1 f2! og vinnur.
11. umferð:
Héðinn – Djukic
Þó að hvítur hafi átt peði meira
eftir byrjunina virtust jafn-
teflisúrslit býsna líkleg. En hér eru
menn hvíts tilbúnir fyrir atlögu að
kónginum. Héðinn lék ...
36. fxg5? og eftir 36. ... Bd4 37.
Ha4 Bf2 38. Bf4 Hb1 hafði svartur
nægilegt mótspil til að ná jafntefli.
En í þessari stöðu blasir vinning-
urinn við: 36. Ha8+ Kg7 37. f5! Bxf5
( eða 37. ... Hb1 38. f6+! Kh6 39.
Hh8+ Bh7 40. Hxh7+ Kxh7 41.
Be4+ og hrókurinn fellur ) 38. Bxg5
Kg6 39. Bf6 og vinnur.
Á 4. borði kom þessi staða upp í
viðureigninni við Svartfjallaland:
11. umferð:
Draskovic – Guðmundur
Guðmundur lék 27. ... Rd4+? og
eftir 28. Kf2 axb4 29. axb4 Kg8 er
ekki eftir neinu að slægjast og kepp-
endur sömdu um jafntefli eftir 36
leiki. En svartur gat leikið 27. ... Df6!
því að 28. Dxb5 er svarað með milli-
leiknum 28. ... Db2+! og tekur síðan
hrókinn með skák.
Sigur í stað taps hefði skilað okk-
ur 30 sætum ofar.
Slagkrafts er þörf
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Bergvin Oddsson útgerðarmaður
og skipstjóri á Glófaxa VE sem lést
þann 22. september sl. var mikill
stuðningsmaður skákarinnar í
Vestmannaeyjum, tefldi á fjölmörg-
um mótum á vegum Taflfélags
Vestmannaeyja og var ásamt
Hrafni bróður sínum meðal bestu
skákmanna í Eyjum. Á árunum fyr-
ir gos kom til tals að Bergvin færi
við annan mann til þátttöku á skák-
mót í Bergen í Noregi. Ungur mað-
ur í Taflfélagi Vestmannaeyja
spurði Bergvin hvort þeir ætluðu
ekki örugglega að fljúga: – Nei, nei,
við siglum auðvitað til Noregs, var
svarið. Myndin var tekin á afmæl-
ismóti Sparisjóðs Vestmannaeyja
árið 2003. Þeir sitja að tafli Arnar
Sigurmundsson t.v. og Bergvin,
sem er að tefla fram drottning-
arpeðinu. Fjær sjást t.v. Viktor
Stefán Pálsson og Einar Sigurðs-
son.
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Bergvin Oddsson
Ríkisfyrirtækið Ís-
landspóstur sendi
Nýju sendibílastöðinni
nýlega erindi þar sem
óskað var tilboða í
flutningsþjónustu. Á
meðal þeirra verkefna
sem leitað var eftir
þjónustu í var almenn
sendibílaþjónusta á
höfuðborgarsvæðinu,
flutningsþjónusta til
Akureyrar og Egilsstaða og loks
heimkeyrsla fyrir Ikea. Þessi beiðni
kom undirrituðum nokkuð á óvart
þar sem ekki verður séð í fljótu
bragði hvaða erindi ríkisfyrirtækið
telur sig eiga í heimkeyrslu fyrir hús-
gagnaframleiðandann vinsæla.
Biður um samkeppnis-
upplýsingar
Það væri fróðlegt að vita hvernig
Íslandspóstur hyggst nýta þessar
verðupplýsingar sem félagið biður
okkur, minni samkeppnisaðilana á
markaðnum, að útvega sér, verði yf-
irhöfuð farið í þá ókeypis greining-
arvinnu fyrir ríkisfyrirtækið. Maður
vill helst ekki trúa því árið 2018 að
ríkisfyrirtæki sé að bjóða í heimsend-
ingarþjónustu fyrir húsgagnafram-
leiðanda en ætli sér svo að fá aðra til
að vinna verkið. Það er ekkert í lög-
um um póstþjónustu sem ætlar rík-
isfyrirtækinu það hlutverk að vera
milliliður um heimsendingarþjónustu
þar sem helsta tekjuhliðin er þóknun
á þeirri þjónustu. Hér er Íslands-
póstur kominn í örvæntingarfulla
vegferð og langt út fyrir lögbundið
hlutverk sitt.
Ríkisfyrirtæki í
harðri samkeppni
Samkvæmt lögum um póstþjón-
ustu fer Íslandspóstur með einkarétt
ríkisins vegna póstsendinga á bréfum
undir 50 g. Þá er ríkisfyrirtækinu
skylt að veita alþjónustu upp að vissu
marki. Það er þó öllum ljóst að í dag
fer meginþorri starfsemi Íslands-
pósts fram í harðri samkeppni við
einkaaðila. Í rúman áratug hefur fé-
lagið varið gífurlegum fjármunum í
uppbyggingu á þeim hluta dreif-
ingakerfisins sem starfræktur er í
samkeppni við einkaaðila.
Brennir opinbert fé
Í ársskýrslum Íslandspóst hefur
ítrekað verið talað um skilvirkasta og
stærsta dreifingarkerfi landsins. Það
er aftur á móti merkilegt að á síðast-
liðnum tveimur árum hefur Íslands-
póstur hagnast um tæpar 870 millj-
ónir króna vegna þeirrar þjónustu
sem fellur undir einkarétt. Þrátt fyrir
fækkun bréfsendinga er sá hluti
þjónustunnar rekinn með hagnaði,
enda hefur gjaldskrá fé-
lagsins á bréfsendingum
hækkað mikið á und-
anförnum árum. Á hinn
bóginn nam tap af sam-
keppnisrekstri félagsins
um 1,5 milljörðumkróna
á sama tíma. Samkvæmt
lögum er ríkisfyrirtæk-
inu ætlað að miða gjald-
skrá sína í aldreifingu
við raunkostnað að við-
bættum hóflegum hagn-
aði. Gjaldskráin hefur
þó lítið verið uppfærð og sem fyrr
segir er samkeppnisreksturinn rek-
inn með tapi. Í stuttu máli mætti
segja að Íslandspóstur sé að brenna
peningum af rekstri sem félaginu ber
engin skylda til að standa í.
Fær meðgjöf frá ríkinu
Aukin hagsæld síðustu alda bygg-
ist á því að hægt sé að flytja vörur á
milli staða með hagkvæmum hætti.
Sendibílastöðvar og önnur flutninga-
fyrirtæki eru hluti af því stóra keðju-
verki. Þessir aðilar hafa nóg fyrir
stafni í samkeppni sín á milli en eru
nú að auki settir í þá stöðu að þurfa
líka að berjast við ríkisfyrirtækið um
þjónustu á samkeppnismarkaðnum,
þangað sem það er að seilast þrátt
fyrir enga skyldu í þeim efnum, nú
með ósvífinni ósk um kostn-
aðargreiningu á sendingum hús-
gagna.
Allir sem reka fyrirtæki, stór sem
smá, þurfa sífellt að leita leiða til að
hagræða í rekstri sínum. Þetta á ekki
síst um liðinn áratug þar sem huga
hefur þurft að hverri krónu, skera
niður kostnað og, eftir atvikum, sam-
eina eða hætta rekstri fyrirtækja.
Allir stjórnendur fyrirtækja hafa
kynnst þessu, nema hjá ríkisfyr-
irtækjunum. Þau fá greitt meðlag
þegar illa gengur. Nýlega var greint
frá því að fjármálaráðuneytið hygðist
„lána“ Íslandspósti um hálfan millj-
arð króna til að styrkja lausa-
fjárstöðu félagsins. Þetta rausn-
arlega lán frá skattgreiðendum mun
eflaust nýtast Íslandspósti vel í upp-
byggingu á starfseminni sinni sem
rekin er í samkeppni við fyrirtæki á
flutningamarkaði, þar á meðal litlar
sendibílastöðvar!
Íslandspóstur
hömlulaus á sam-
keppnismarkaði
Eftir Þórð
Guðbjörnsson
Þórður Guðbjörnsson
»Ríkisfyrirtækið Ís-
landspóstur hefur
sent Nýju sendibílastöð-
inni erindi þar sem m.a.
er óskað tilboða í heim-
keyrslu á vörum við-
skiptavina IKEA.
Höfundur er framkvæmdastjóri Nýju
sendibílastöðvarinnar.