Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Ókeypis aðgangur á greiningarsýningu í Myndasal
Sunnudagur 14.10. Fullveldisleiðsögn kl. 14.
Tæknin tekin með trukki – Stefán Pálsson
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal
Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR
– ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
- HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Myndlistarmaðurinn Erró opnar
sýningu í Listasafni Reykjavíkur í
Hafnarhúsi í dag kl.15 á þrjátíu nýj-
um og nýlegum málverkum og einn-
ig tilraunakenndum, svarthvítum
stuttmyndum sem hann gerði á ár-
unum 1964-1967 með Bolex 16mm
myndavél. Meðal þessara stutt-
mynda er ein sem hefur aldrei verið
sýnd áður og nefnist Brainwashing.
Málverk Erró hafa einkennst af
litagleði og -dýrð en nú kveður við
annan tón, verkin öll svarthvít enda
heitir sýningin Erró: Svart og hvítt.
Erró er þó við sama heygarðs-
hornið þegar kemur að myndmál-
inu, blandar saman ýmsum per-
sónum og að vanda fjölmörgum,
bæði sögulegum og úr teiknimynda-
sögum.
Bruegel kveikti eld
„Ég er búinn að gera svartar og
hvítar myndir, stundum tvær og
stundum fimm, á hverju ári í mörg
ár núna og sumar mjög stórar,“
segir Erró þar sem hann gengur
með blaðamanni um sýninguna.
„Svo sá ég sýningu í Vínarborg á
verkum Pieters Bruegel og sona
hans. Ég vissi að hann hefði átt einn
son sem málaði svo falleg blóm en
ég vissi ekki að hann hefði átt tvo
syni. Þegar hann dó héldu þeir
áfram á vinnustofunni hans og kó-
píeruðu myndirnar hans, sem eru í
lit, í svörtu og hvítu. Ég sá heilan
vegg með svörtum og hvítum mynd-
um og þær kveiktu í mér,“ segir
Erró og brosir.
– En hvers vegna að gera svart-
hvít verk, af hverju viltu það?
„Bara til að breyta til, gera nýja
syrpu. Á tíu ára fresti geri ég yfir-
litskatalóga, finnst myndirnar ekki
búnar nema þær hafi verið prent-
aðar í bók og við erum að gera núna
síðasta katalóginn, svo hætti ég.
Hann nær frá árinu 2015 til 2018.
Þetta er katalóg númer átta.“
– Hvað áttu við með að þú hætt-
ir?
„Ég hætti að gera katalóga en
held áfram að vinna,“ útskýrir Erró.
Heilinn þveginn
– Það er líka áskorun að mála í
svarthvítu, ekki satt?
„Jú, það er mjög gaman,
skemmtilegt að vinna í svörtu og
hvítu. Það er alltaf gaman að vera
kontróleraður af einhverju og þessi
sýning er helmingur af sýningu sem
var fyrir utan París, hinn helming-
urinn er núna í París í galleríi sem
ég hef unnið með í 15 ár núna.“
Erró sest með blaðamanni fyrir
framan fyrrnefnda tilrauna-
stuttmynd, Brainwashing, þ.e.
Heilaþvottur. Ung kona sést bora
gat í höfuðið á ungum manni, draga
heilann úr honum í ræmum og þvo
þær í skál. Blaðamaður spyr hvort
þetta sé fimmaurabrandari og Erró
hlær og viðurkennir að svo sé.
„Þetta er brandari,“ segir hann og
hlær að myndinni sem hann segist
hafa verið búinn að gleyma. Greini-
legt er að hann hefur gaman af því
að rifja hana upp.
Erró mun við opnun sýning-
arinnar í dag veita viðurkenningu
úr Listasjóði Guðmundu S. Krist-
insdóttur en sjóðinn stofnaði hann
árið 1997 í minningu frænku sinnar
og er honum ætlað að efla og
styrkja listsköpun kvenna. Hver
hlýtur viðurkenningu að þessu sinni
kemur í ljós upp úr kl. 15, skömmu
eftir opnun sýningarinnar.
Skemmtilegt að vinna í svörtu og hvítu
Erró sýnir svarthvít málverk
og tilraunakenndar stuttmyndir
Morgunblaðið/Hari
Afkastamikill Erró á sýningu sinni í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi sem opnuð verður í dag.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Það er figureight sem gefur plötuna út, merki semtengist Figure 8-hljóðverinu í Brooklyn, NewYork. Þar stýrir Shahzad Ismaily málum, en
hann er Íslandsvinur mikill og hefur unnið með marg-
víslegum hérlendum tónlistarmönnum. Hildur Maral
Hamíðsdóttir framkvæmdastýrir útgáfunni sem hefur
m.a. gefið út plötur með íslensku listamönnunum Indr-
iða, JFDR og Úlfi (Hanssyni). Áherslan er á næmni og
djúpskilning á milli listamanna og útgefenda, áhersla
sem skilar sér í afurðunum,
tónlistar- sem hönnunarlega.
Gyða Valtýsdóttir gaf út plöt-
una Epicycle seint á árinu
2016, plata sem fékk svo al-
mennilega útgáfu ári síðar,
m.a. fyrir tilstuðlan Smekk-
leysu. Það verk vakti óskipta
athygli, og ekki að ósekju, en
að mati þess sem skrifar er þar
á ferðinni eitt magnaðasta tónverk síðustu ára. Á plöt-
unni er að finna lög eða verk eftir tónskáld sem koma
úr heimi skrifaðrar tónlistar, samtíma, klassíkur eða
hvað fólk vill nú kalla það. Hér eru verk eftir þekkta
höfunda á borð við Schubert, Messiaen og Prokofiev en
einnig er tekist á við efni eftir tilraunagjarna höfunda á
borð við George Crumb og Harry Partch. Orðið sem
mér finnst best að nota hvað þá plötu varðar er „gald-
ur“. Stemningin er óútskýranleg í raun, en maður finn-
ur svo vel fyrir áhrifunum, hvernig tónlistin talar til
hjartans og fær líkamann til að skjálfa. Einstaklega
heilsteypt plata, líður áfram eins og fallegur draumur.
Engin truflun, ekkert uppbrot, bara hreint flæði. Gyða
tekst t.d. á við Seikilos-verkið, elsta þekkta tónverk
veraldar, sem varðveitt er á grafsteini. Þar syngur
Gyða og sekkjapípa kemur við sögu og áhrifin af því
eru með ólíkindum. Ég var, eðlilega, ekki einn um
þessa upplifun og platan var ausin lofi, hérlendis sem
erlendis.
En núna er höfundurinn Gyða sjálf. Evolution var
tekin upp ásamt Alex Somers en meðverkamenn voru
Shahzad Ismaily, Albert Finnbogason, Aaron Roche,
Julian Sartorius og Úlfur Hansson. Hljóðritun fór fram
í New York og Los Angeles, á tveimur tíu daga tímabil-
um og var einn frídagur þar á milli. Kjöraðstæður voru
í boði, líkamlega sem sálrænt séð, góður matur, grænt
te og hugleiðsla með reglubundnum hætti. Flæðið er,
Tökunum sleppt
líkt og á Epicycle, draumkennt og óheft, líkt og tónlist-
in sé samin og flutt í einhverjum handanheimi. En, og
þetta er mikilvægt, þetta eru lögin hennar Gyðu og
henni tekst að knýja fram sterk og einstök höfundar-
einkenni. Ekkert er gefið, á meðan strengir læðast um
og rafhljóð sindra og humma undir og yfir koma söng-
raddir inn í blönduna. Og hverfa svo. Þetta er heyrnar-
tólatónlist, tækifæri til að slökkva algerlega á sér og
njóta. Þversögn einkennir plötuna að einu leyti, hún er
kraftmikil og sannfærandi, en um leið viðkvæmnisleg
og blíð. En kannski fara þessir þættir einmitt vel sam-
an? Gyða er þá eldri en tvævetur í þessum bransa, söng-
röddin er notuð á áhrifaríka vegu og sellóleikur henn-
ar, í senn skapandi og persónulegur, setur sitt mark á
alla framvindu. Ég veit að það er klisjukennt að nota
orðið „himneskt“ en stundum á það einfaldlega við.
Systir Gyðu, Kristín Anna, kemur þá út með sóló-
plötu brátt sem ég bíð spenntur eftir. Undanfarna mán-
uði og misseri hafa flætt fram sterkar plötur úr
kvennaranni, ég nefni t.d. SiGRÚNU, Heklu, sillus,
Kæluna miklu, Hórmóna, kiru kiru, RuGL, Ylju og Ingi-
björgu Turchi. Úr poppvænni áttum koma svo GDRN,
Hildur, Bríet og fleiri. Er þetta allt saman afskaplega
vel, tilraunakenndar hliðar tónlistarinnar hafa flætt
fallega fram á þessum vettvangi og ég bíð dálítið eftir
því – og vona – að næsta stóra „bylgja“ verði „r og b“
tónlist leidd af Hildi og félögum.
Eftir að hafa unnið með tónverk
annarra á hinni mögnuðu Epicycle
snýr Gyða Valtýsdóttir sér að eigin
sköpun. Útkoman er platan Evolu-
tion, sem út kom í gær.
Himnesk Gyða
er beintengd al-
mættinu á plötunni
Evolution.