Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvarf blaða-mannsinsJamals Khashoggis er byrj- að að valda Sádi- Aröbum talsverðum vandræðum. Khas- hoggi er frá Sádi- Arabíu og hefur ver- ið í sjálfskipaðri útlegð í Banda- ríkjunum síðan í fyrra. Hann hvarf þegar hann fór í ræðis- mannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október til þess að sækja staðfestingu á skilnaði sín- um til þess að geta gengið í hjóna- band að nýju. Sádar halda því fram að Khas- hoggi hafi yfirgefið ræðismanns- skrifstofuna heill á húfi og hljóti að hafa horfið eftir það. Enginn tekur mark á þeirri frásögn og það hefur ekki styrkt hana að Sádar segja að öryggismynda- vélar í salarkynnum ræðismanns- ins hafi verið bilaðar þennan dag. Því er ýmist haldið fram að honum hafi verið rænt eða hann hafi verið myrtur í skrifstofu ræðismanns- ins. Tyrkneskir embættismann hafa meira að segja í skjóli nafn- leyndar sagt fjölmiðlum að 15 manna sveit hafi verið send til Tyrklands frá Sádi-Arabíu til höf- uðs Khashoggi í tveimur einka- flugvélum og snúið aftur samdæg- urs. Því er haldið fram að til séu upptökur af morðinu og fylgt hafa efnisatriði á borð við að tilræðis- mennirnir hafi haft með sér kjöt- sög til að hluta líkið í sundur. Opinberlega hafa Tyrkir ekkert fullyrt um afdrif Khashoggis, en Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, hefur krafist skýringa á málinu eins og fleiri. Khashoggi hefur skrifað dálka í dagblaðið Washington Post og þar birtist í vikunni frétt þess efnis að bandarískar leyniþjónustur hefðu hlerað samskipti þar sem fram kæmi að Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, hefði lagt á ráðin um að gera atlögu að Khashoggi. Salman er valdamesti maður Sádi-Arabíu. Olíuríkið á í krögg- um um þessar mundir. Olíuverð hefur verið lágt og tekjurnar ekki þær sömu og áður var. Innfæddir hafa ekki lengur efni á því hóglífi sem þeir hafa stundað hingað til. Nú á að hrekja innfædda út á vinnumarkaðinn og láta þá sjá um störf sem innflutt vinnuafl hefur áður sinnt. Einnig lét Salman hneppa helstu auðjöfra og fyrirmenni í varðhald í lúxushóteli og leyfði þeim ekki að fara fyrr en ríflegt lausnargjald hafði verið innt af hendi. Síðast en ekki síst má nefna breytingar í frjálsræðisátt í land- inu. Leyfðar hafa verið sýningar á kvikmyndum í kvikmyndahúsum og þar mega karlar og konur horfa saman. Opnað hefur verið fyrir að konur fái að sitja undir stýri. Þá hefur verið dregið úr valdi siðalögreglunnar til að tukta fólk til á almannafæri. Margt er þó óbreytt. Salman þolir enga gagnrýni. Undanfarið ár hafa 15 blaðamenn horfið vegna gagnrýni. Oft er ekkert gefið upp um afdrif gagnrýnenda og þaðan af síður hvað þeir hafi til saka unnið. Khashoggi hefur gagnrýnt Salman í skrifum sínum, þar á meðal í Washington Post. Hann hefur sjálfur sagt að senni- lega myndi hann ekki geta snúið aftur til Sádi-Arabíu vegna þeirr- ar óvildar sem hann hefði bakað sér með skrifum sínum. Stjórn Donalds Trumps Banda- ríkjaforseta hefur lagt áherslu á samskiptin við Salman. Þar hefur Jared Kushner, tengdasonur hans, átt frumkvæði og mun ekki ríkja ánægja með það í banda- rísku utanríkisþjónustunni að setja öll eggin í sömu körfuna í samskiptunum við þessa gömlu bandamenn. Undir forustu Salmans hafa Sádar skorið upp herör gegn Írönum og liggur átakalína súnní- múslima og sjíamúslima á milli þeirra. Þátttaka Sáda í blóðbaðinu í Jemen er hluti af því. Bandaríkjamönnum er einnig mjög í mun að halda Írönum niðri og hafa því verið reiðubúnir til að sjá í gegnum fingur sér við Sáda um ýmislegt. Það er reyndar ekki nýtt. Sádar eiga stóran þátt í uppgangi ísl- amskra harðlínu- og öfgamanna í arabaheiminum. Nægir að nefna að flestir hryðjuverkamannanna, sem frömdu hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001, áttu rætur að rekja til Sádi- Arabíu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sádar vekja furðu frá því að Salm- an varð krónprins. Í fyrra vakti furðu þegar Saad Hariri, for- sætisráðherra Líbanons, sagði af sér embætti þegar hann var í heimsókn í Sádi-Arabíu. Bar ekki á öðru en hann hefði verið þving- aður til afsagnar. Frakkar skár- ust í leikinn, hann var látinn laus og tók aftur við valdataumunum. Nú hefur Trump krafið Sáda um skýringar og hefur í hyggju að funda með heitkonu Khashoggis. Þrýstingurinn kemur víðar að og má þar nefna Breta og Frakka. Salman hefur verið að leita að fjárfestum til að taka þátt í upp- byggingu Sádi-Arabíu og auka fjölhæfni þannig að landið sé ekki aðeins upp á olíu komið vegna þeirra breytinga sem við blasa í orkumálum og áherslu á endur- nýjanlega orkugjafa. Ekki er nema hálft ár síðan hann fór um Bandaríkin og var fagnað hvar sem hann kom. Hann hitti George W. Bush og Bill Clinton, Opruh Winfrey, Bill Gates og Elon Musk. Ekki er víst að honum yrði tekið jafn höfðinglega nú og mál Khas- hoggis gæti leitt til þess að fjár- festar haldi að sér höndum. Þá hafa raddir heyrst um að reynist það rétt að Sádar hafi rænt eða myrt Khashoggi verði það að hafa afleiðingar og hefur vopnasölubann verið nefnt. Trump segir slíkt ekki koma til greina enda miklar fjárhæðir í húfi auk þess sem það gæti haft áhrif á valdahlutföllin í Mið- Austurlöndum og er glundroðinn nægur fyrir. Allt bendir til þess að Sádar hafi ákveð- ið að þagga end- anlega niður í gagn- rýnisrödd} Mannshvarf í Istanbúl S agan kennir okkur að flestir stjórn- málamenn vilja vernda sérhags- munahópa (atkvæði) og berjast gegn frelsi fyrir alla, til dæmis þeg- ar lönd eru með verndartolla og innflutningshöft til þess að vernda innlenda framleiðslu gegn erlendri samkeppni. Kost- urinn við samkeppnina er einmitt að hún hvet- ur fyrirtæki til þess að selja betri vörur og þjónustu en aðrir á sem hagstæðustu verði fyr- ir neytendur. Þegar stjórnmálamenn berjast gegn innflutningi á erlendum vörum birtast þeir oft sem sauðir í sauðargærum og flytja fagurgala um að þeir séu að vernda saklausan almenning fyrir hinum hræðilegu útlend- ingum. Nú í vikunni féll dómur í máli ríkisins gegn Ferskum kjötvörum. Málsatvik eru í stuttu máli þau að íslenska ríkið var dæmt til að greiða fyr- irtækinu bætur vegna þess að því var bannað að flytja inn ferskt hrátt kjöt. Þessi dómur er fagnaðarefni fyrir neyt- endur, en með honum er hafnað skorðum sem settar voru við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og ógerilsneyddum eggjum, þegar matvælalöggjöf ESB var innleidd árið 2009. Á þeim tíma sat ríkisstjórn undir for- ystu Samfylkingarinnar. Málið er enn eitt dæmið um að framsóknarmenn í öllum flokkum hafa komið í veg fyrir að íslenskur almenningur fengi að njóta sama mat- vöruverðs og nágrannar okkar. Kannski var skiljanlegt að Íslendingar væru hræddir við útlendan mat þegar fáir höfðu farið út fyrir landstein- ana, en slíkt tal verður hjákátlegt í munni sigldra manna sem hafa dvalist langdvölum í námi erlendis eða verið fastir skemmtikraftar á Klörubar á Spáni. Fyrrverandi forsætisráð- herra miðlaði landslýð fyrir nokkrum árum af víðtækri þekkingu sinni á bogfrymli sem hann sagði menn velta fyrir sér hvort breytti „hegð- un heilu þjóðanna. Þetta hljómar eins og vís- indaskáldsaga. Þetta er mjög algengt, ekki síst í Belgíu“. Evrópureglugerðirnar eru ein- mitt upprunnar frá Brussel, höfuðborg Belgíu. Í fréttatilkynningu frá Bændasamtökum Ís- lands segir að þau hafi „stutt stjórnvöld eftir megni í málsvörninni“. Hér er hlutunum reyndar snúið við því að mótstaða stjórnvalda er einmitt stuðningur við Bændasamtökin. Í sömu frétt segir: „Bændasamtök Íslands munu ekki láta hér staðar numið og heita á alla málsmetandi að veita því liðsinni áfram.“ Inntak þeirrar baráttu verður að koma í veg fyrir að dómnum verði framfylgt. Og þar á ekki að beita neinum vettlingatökum. Einn vildarvinur Bændasamtakanna á Alþingi hefur þegar svarað kallinu og segir: „Ef það er svo að EES-samningurinn ógnar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar ber okkur að skoða hvort það sé þess virði að halda í samninginn.“ Enginn gjörningur hefur bætt lífskjör almennings jafn- mikið og inngangan í EES. Honum vilja „málsmetandi“ framsóknarmenn nú fórna. Benedikt Jóhannesson Pistill Dómur fallinn – baráttan að byrja Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þing Sjómannasambands Ís-lands í vikunni var haldið ískugga viðræðna fimm afstærstu sjómannafélögum landsins um sameiningu í eitt stórt stéttarfélag sjómanna. Verði af slíkri sameiningu er úrsögn þriggja félaga úr Sjómannasambandinu ráðgerð, en í lögum SSÍ segir að sambandið sé heildarsamtök sjómanna í landinu. Þeir sem standa fyrir viðræðunum telja að með sameiningu verði til sterkt afl í viðræðum við útgerðina og öðrum hagsmunamálum sjó- manna. Félögin sem eiga nú í viðræðum um sameiningu eru Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Sjómannafélag Eyja- fjarðar, Sjómannafélag Hafnar- fjarðar og Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum. Þegar greint var frá viðræðunum í vikubyrjun var sagt að mögulega yrðu félögin enn fleiri. Sjómannafélag Ólafsfjarðar stendur utan þessara viðræðna, en síðan eru mörg blönduð félög innan SSÍ með bæði sjómenn og verkafólk í landi innan sinna vébanda. Um viðræðurnar sagði m.a. svo á heimasíðu Sjómannafélags Íslands í vikunni: „Markmið sameiningar er að búa til stórt og öflugt félag til að standa að baki sjómönnum þessa lands. Með þessu móti getum við sameinað krafta okkar og þannig skapað grundvöll til að setja gríðar- lega innspýtingu í allt okkar starf, ekki síst þær kjarasamnings- viðræður sem fram undan eru.“ Frágengið fyrir áramót Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, segir að við- ræðurnar séu á lokametrunum og á von á að sameining verði samþykkt á aðalfundum félaganna fyrir áramót. „Umræðan er ekki ný, en núna er landslagið þannig að þetta getur orð- ið að veruleika,“ segir Bergur. Hann segir að rætt sé um að fá nýtt blóð til forystu og þá helst starfandi sjómann til formennsku, en ekki einn af nú- verandi formönnum félaganna fimm. Kjarasamningar sjómanna verða lausir í desember 2019, en eftir erfiðar viðræður og um tíu vikna verkfall voru samningar undirritaðir í febrúar 2017. Fjórir aðilar stóðu að þeim samningum fyrir hönd sjó- manna: Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands, Vélstjóra- og sjómannafélag Grindavíkur, sem tek- ið hafði umboðið heim, og Verkalýðs- félag Vestfirðinga. Samkvæmt lögum Sjómanna- sambands Íslands er úrsögn félags úr sambandinu því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt með 2⁄3 atkvæða að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu í félaginu. Atkvæðagreiðslan skuli fara fram ef tillaga þar um hef- ur verið samþykkt á lögmætum fé- lagsfundi. Flest sjómannafélög halda aðal- fundi sína milli jóla og nýárs. Í tengslum við þá fundi er líklegt að kosið verði um úrsögn úr SSÍ og Al- þýðusambandi Íslands og síðan um sameiningu félaganna. Sameining sjómanna- félaga á lokametrunum Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Íslands, hefur leitt viðræður félaganna fimm um sameiningu. Félagið hefur vaxið síðustu ár og aðild að félaginu eiga nú yfir 500 sjómenn og far- menn á flutningaskipum, fiski- skipum, rannsóknaskipum, varð- skipum og ferjum. Á heimasíðu félagsins er upp- haf þess rakið aftur til ársins 1915 er Hásetafélag Reykjavíkur var stofnað. Í ársbyrjun 1920 var nafni félagsins breytt í Sjó- mannafélag Reykjavíkur og er leið á öldina voru farmenn stærsti hluti félaga. Félagið varð lands- félag 2007 er það sameinaðist Matsveinafélagi Íslands og nafn- inu var þá breytt í Sjómannafélag Íslands. Félagið hefur ekki verið aðili að Sjómannasambandinu. Vélstjóra- og sjómannafélag Grindavíkur var lengi vel stærsta félagið innan Sjómanna- sambandsins og eru félagsmenn þess einnig yfir 500. Úrsögn fé- lagsins úr sambandinu og ASÍ var samþykkt um síðustu áramót. Í allsherjaratkvæðagreiðslu innan félagsins voru 541 á kjörskrá og af þeim greiddu 114 atkvæði um úr- sögn eða 21%. Af þeim sem tóku afstöðu samþykktu 107 úrsögn eða 94% þeirra sem greiddu at- kvæði, þrír greiddu atkvæði gegn úrsögn og fjórir seðlar voru auðir eða ógildir. Stór félög utan sambandsins HRÆRINGAR Í FÉLÖGUM SJÓMANNA Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjaradeilur Fulltrúar sjómanna í Grindavík að loknum fundi með útgerðar- mönnum í húsnæði sáttasemjara í nóvember fyrir tæpum tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.