Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 1
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu varð að sætta sig við sinn þriðja
ósigur í Þjóðadeild UEFA gegn Sviss á Laugardalsvellinum í gærkvöld,
1:2. Litlu munaði þó að liðinu tækist að jafna í lokin eftir stórskotahríð að
marki Svisslendinga. Úrslitin þýða að Ísland verður í B-deild í næstu
keppni og þarf nú að sigra Belga á útivelli til að eiga möguleika á að kom-
ast í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í undankeppni EM. » Íþróttir
Stórskotahríð í lokin ekki nóg gegn Sviss
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. O K T Ó B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 243. tölublað 106. árgangur
URRANDI
SPORTBÍLL Í
DULARGERVI
BYGGT Í SÁTT
VIÐ NÁTTÚRUNA
HÆTTI ALDREI AÐ
TEIKNA OG SKISSAR
DÖGUM SAMAN
LÆRIR TORFHÚSAGERÐ 12 BENJAMIN CHAUD 30BÍLAR 16 SÍÐUR
N1 kortið
færir þér
bæði afslátt
og punkta
Notaðu
N1 punktana
...til að lækka verðið á nýjum
Michelin dekkjum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða
við viðhald á fjölbýlishúsinu Íra-
bakka 2-16 er þriðja málið af því tagi
sem upp kemur á stuttum tíma hjá
Reykjavíkurborg. Hin eru mikill
kostnaður við breytingar á biðstöð
Strætó á Hlemmi í Mathöll og end-
urbætur á bragganum í Nauthólsvík.
Framúrkeyrsla við þessi þrjú
verkefni nemur samtals tæpum 800
milljónum króna.
Í skýrslu innri endurskoðunar
Reykjavíkurborgar kemur fram að
upphaflega átti að fara í viðhald á
Írabakkahúsinu upp á 44 milljónir.
Kom í ljós að gera þurfti meira og
samþykkti stjórnin framkvæmdir
upp á tæpar 400 milljónir á fjórum
árum. Heildarkostnaðurinn varð
hins vegar 728 milljónir kr. Fram-
kvæmdastjórinn sagði af sér í kjöl-
farið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins
hefur óskað eftir því að formaður
stjórnar segi einnig af sér en hann
hafnar því.
Frumkostnaður við Hlemm Mat-
höll var 107 milljónir en heildar-
kostnaður varð 308 milljónir. Vara-
borgarfulltrúi Miðflokksins leggur
til í borgarstjórn í dag að gerð verði
óháð rannsókn á ástæðum þess að
kostnaður fór svona mikið fram úr
áætlunum. Upphafleg áætlun um
endurbætur á bragganum við Naut-
hólsveg hljóðaði upp á um 150 millj-
ónir kr. en kostnaður er nú kominn í
415 milljónir og verkinu ekki lokið.
Fulltrúar úr minnihlutanum hafa
krafist afsagnar borgarstjóra.
800 milljóna framúrkeyrsla
Kostnaður við þrjú verkefni á vegum Reykjavíkurborgar og dótturfélags
hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlunum og samþykktum fjárveitingum
MKrefst afsagnar ... »2
Reykjanesbær hefur hafnað beiðni
Útlendingastofnunar um að veita
fleiri hælisleitendum þjónustu og
þar með að stækka núgildandi samn-
ing bæjarins við stofnunina. Kjartan
Már Kjartansson bæjarstjóri segir
að bærinn hafi ekki verið tilbúinn að
verða við beiðninni vegna þess að
íbúum hafi fjölgað mikið auk þess
sem svæðið sé „mettað af hælisleit-
endum“. Hann segir að bærinn þjón-
usti allt að 70 til 80 hælisleitendur á
hverjum tíma og leggi áherslu á fjöl-
skyldufólk. „Við erum að axla
ábyrgð á þessu verkefni,“ segir
Kjartan. „Íbúum hefur fjölgað svo
mikið, allir skólar og leikskólar eru
orðnir fullir. Þannig að við vildum
ekki taka áhættuna og taka við allt
of mörgum hælisleitendum.“
Samningur Reykjanesbæjar og
Útlendingastofnunar kveður á um
að stofnunin greiði bænum 7.500 kr.
daggjald á sólarhring fyrir hvern
hælisleitanda auk fastagjalds sem
nemur 11,5 milljónum króna. »6
Segir
svæðið
mettað
Morgunblaðið/RAX
Hælisleitendur Milli 70-80 búa að
jafnaði á gistiheimili í Reykjanesbæ.
Ekki fleiri hælisleit-
endur í Reykjanesbæ
Frá því að fyr-
irtækið Eldum
rétt hóf innreið á
máltíðamark-
aðinn árið 2014
hefur fyrirtækið
stækkað ört.
Kunnugir segja
máltíðamark-
aðinn enn eiga
eitthvað inni til
þess að ná 2% af
heildarmatarinn-
kaupum en það er hlutfall sem
markaðurinn hefur náð erlendis.
Fjölmargir aðrir kostir eru í dag í
boði fyrir neytendur en mat-
vöruverslanir á borð við Bónus og
Nettó auk fyrirtækisins Einn tveir
& elda bjóða nú neytendum lausnir
til að svara spurningunni hvimleiðu
um hvað eigi að vera í matinn. »16
Aukin samkeppni
á máltíðamarkaði
Máltíð Fleiri lausn-
ir eru í boði á mál-
tíðamarkaðnum.
Neyðarástandið í Jemen heldur
áfram að versna að mati Mann-
úðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNOCHA) og er talið að fjöldi
þeirra sem þurfa á hjálp að halda
muni verða yfir 13 milljónir manna
við árslok.
Almennir borgarar þurfa að þola
tíðar árásir leyniskyttna, sprengjur
úr flugvélum og lenda milli stríð-
andi fylkinga í skothríðum. Einnig
eru tíð tilfelli mannrána, nauðgana
og fangelsana án dóms og laga.
Dauði barna er orðinn svo al-
gengur að sumstaðar hafa verið
reistir sérstakir kirkjugarðar ætl-
aðir börnum, eins og í Saada-héraði.
Í landinu lætur barn yngra en fimm
ára lífið á tíu mínútna fresti.
Á fundi í Genf í vor lýsti fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
Antonio Guterres, því yfir að „í Jem-
en ríkir mesta neyðarástand í heim-
inum. Nú þegar átökin hafa staðið
yfir á fjórða ár, eru meiri en 22
milljónir manna, tveir þriðju íbú-
anna, sem þurfa neyðaraðstoð og
vernd.“
Yves Daccord, framkvæmdastjóri
Alþjóðaráðs Rauða krossins, segir í
samtali við Morgunblaðið að smærri
ríki, eins og Ísland, hafi mikilvægu
hlutverki að gegna. »18
Milljónir barna í mikilli hættu í Jemen
AFP
Hungur Gríðarlegur fjöldi barna í
Jemen er alvarlega vannærður.
Ekki var kosið til nýrrar forystu
Sjómannasambands Íslands á þingi
sambandsins í síðustu viku. Vegna
óvissu um mögulega úrsögn þriggja
stórra félaga sjómanna var ákveðið
að fresta stjórnarkjöri og afgreiðslu
fjárhagsáætlunar þar til ákvörðun
um aðild liggur fyrir.
Félögin í Vestmannaeyjum, Eyja-
firði og Hafnarfirði eiga í viðræðum
við Sjómannafélag Íslands og Sjó-
manna- og vélstjórafélag Grindavík-
ur um sameiningu og yrði nýtt félag
utan SSÍ og ASÍ. Starfsemi SSÍ mun
dragast verulega saman verði af
þessari sameiningu.
Valmundur Valmundsson, for-
maður SSÍ, segist stefna að því að
gefa áfram kost á sér til formennsku
í SSÍ. Hann segist ekki sjá að úrsögn
úr SSÍ og stofnun nýs félags styrki
stöðu sjómanna í landinu. »14
Óvissa um aðild og
stjórnarkjöri frestað