Morgunblaðið - 16.10.2018, Page 2
Morgunblaðið/Hari
Eign Félagsbústaðir eiga margar íbúðir í fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 í
Breiðholti. Kostnaður við viðhald fór langt fram úr áætlunum.
Krefst afsagnar stjórnarformanns
Borgarfulltrúi Flokks fólksins telur ekki nóg að framkvæmdastjóri Félagsbústaða hætti Stjórn-
arformaður telur ekki rétt að hann segi af sér Framúrkeyrsla og misfellur í rekstri Félagsbústaða
Helgi Bjarnason
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Formaður stjórnar Félagsbústaða
hyggst ekki verða við kröfu borg-
arfulltrúa Flokks fólksins um að
hann segi af sér vegna framúr-
keyrslu vegna viðhaldsverkefnis og
misfellna í rekstri sem fram koma í
skýrslu innri endurskoðunar
Reykjavíkurborgar. Framkvæmda-
stjóri félagsins axlaði ábyrgðina og
hefur látið af störfum hjá fyrirtæk-
inu.
Stjórn Félagsbústaða óskaði eftir
því í maí 2016 að innri endurskoðun
Reykjavíkurborgar gerði úttekt á
starfsháttum félagsins í sambandi
við stórt viðhaldsverkefni sem þá
var að ljúka, viðgerð á Írabakka 2-
16, og unnið var á árunum 2012 til
2016.
Vissu um misfellur
Haraldur Flosi Tryggvason, for-
maður stjórnar, segir að þá hafi öll-
um verið ljóst að ýmislegt mætti
betur fara í rekstri Félagsbústaða.
Þyrfti að svara kröfum tímans um
verklag. „Mér fannst þetta verkefni
vera gott dæmi um það hvernig ætti
ekki að gera hlutina og það gæti ver-
ið kennslubókardæmi um það,“ segir
Haraldur. Hann tekur fram að þetta
hafi verið gert í samráði við þáver-
andi framkvæmdastjóra, Auðun
Frey Ingvarsson, sem tók við sem
framkvæmdastjóri á árinu 2013.
Auðunn var áður tvö ár í stjórninni,
skipaður af þáverandi meirihluta
Samfylkingarinnar og Besta flokks-
ins, og formaður síðara árið, þangað
til hann sagði af sér og var í kjölfarið
ráðinn framkvæmdastjóri.
Haraldur staðfestir það að stjórn-
in hafi haft upplýsingar um misfellur
í starfsháttum og að kostnaður við
þessa tilteknu framkvæmd hafi farið
fram úr áætlunum. Honum er ekki
kunnugt um það hvort og þá með
hvaða hætti fulltrúum eigenda,
borgarstjóra á hverjum tíma eða
staðgenglum hans, hafi verið gerð
grein fyrir þessum málum.
Haraldur tekur fram að síðustu
árin hafi framkvæmdastjórinn unnið
ötullega að breytingum, meðal ann-
ars á framkvæmdadeild. Búið sé að
manna deildina upp á nýtt og allar
stærri framkvæmdir séu nú boðnar
út í heilu lagi. Ennþá sé þó unnið að
því að fínpússa ýmsa hluti.
Mikil framúrkeyrsla
Skýrsla um úttekt innri endur-
skoðunar var kynnt stjórn Fé-
lagsbústaða 3. október sl., tveimur
árum og fimm mánuðum eftir að
óskað var eftir henni. Þar kemur
meðal annars fram að á árinu 2012
var farið af stað með viðhaldsverk-
efni við fjölbýlishúsið Írabakka 2-16
sem kosta átti 44 milljónir kr. Fljót-
lega kom í ljós að viðhaldsþörfin var
mun meiri og samþykkti stjórnin
framkvæmdir fyrir 398 milljónir á
næstu fjórum árum. Að því er fram
kemur í skýrslunni varð heildar-
kostnaður Félagsbústaða hins vegar
728 milljónir króna, þegar upp var
staðið, eða 330 milljónir umfram
heimildir. Er það 83% framúr-
keyrsla. Eftir að skýrslan var lögð
fram sagði Auðunn Freyr starfi sínu
lausu og hefur Sigrún Árnadóttir,
fyrrverandi bæjarstjóri í Sandgerði,
verið ráðin framkvæmdastjóri til
bráðabirgða.
Innri endurskoðun kom með ýms-
ar tillögur til úrbóta og hyggst
stjórnin ráðast í gagngerar umbæt-
ur á starfsemi og innra eftirliti.
Ekki rétt að hætta
Haraldur Flosi kynnti fulltrúum
minnihlutans málið í borgarstjórn í
gær. Á þeim fundi óskaði Kolbrún
Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks
fólksins, eftir afsögn stjórnarfor-
manns. „Við þurfum bara að taka
þetta alla leið núna, þetta er ekkert
persónulegt gagnvart honum, en
þegar svona er komið dugar ekki að
framkvæmdastjórinn pakki. Hann
[formaðurinn] ber ábyrgð,“ segir
Kolbrún.
Haraldur segist sjálfur hafa spurt
sig þessarar spurningar og farið yfir
hana með fulltrúum eigenda, það er
að segja borgarstjóra og staðgengl-
um hans og öðrum stjórnarmönnum.
„Það var mitt mat og okkar að það
væri ekki rétt viðbragð. Mikil-
vægara væri að halda áfram og
koma réttu lagi á reksturinn,“ segir
Haraldur Flosi.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Ertu klár fyrir
veturinn?
Við hreinsum úlpur, dúnúlpur,
kápur og frakka
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Héraðsdómur
Vestfjarða úr-
skurðaði í gær-
kvöldi erlendan
mann í farbann til
12. nóvember að
kröfu lög-
reglustjórans á
Vestfjörðum.
Maðurinn sigldi
seglskútu í heim-
ildarleysi úr höfn
á Ísafirði aðfaranótt sunnudags.
Lögreglan yfirheyrði í gær manninn
en hann var handtekinn um borð í
skútunni á Rifi á Snæfellsnesi í
fyrradag.
Rannsókn málsins miðar vel, sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu, og
var sakborningur færður fyrir Hér-
aðsdóm Vestfjarða í gærkvöldi.
Hvarf frönsku skútunnar Inook
uppgötvaðist að morgni sunnudags.
Veittu varðskipið Þór og þyrla
Landhelgisgæslunnar henni eftirför
og vísuðu til hafnar á Rifi. Skipstjóri
skútunnar var einn um borð og var
handtekinn við komuna þangað.
Skútumanni gert
að sæta farbanni
Segl Skútunni var
beint til hafnar.
Skipstjórinn handtekni er erlendur
Þó að skip séu hætt að sigla um
úfin höf og hafi undanfarin ár
verið almenningi til sýnis og
skemmtunar þarf að sinna við-
haldi þeirra. Í gær var einn
merkasti safngripur Sjóminja-
safnsins í Reykjavík, varðskipið
Óðinn, tekinn í slipp í Reykjavík-
urhöfn þar sem til stendur að
botnhreinsa Óðin, mála hann og
kanna með öxuldrátt.
Óðinn var smíðaður í Dan-
mörku árið 1959, kom til landsins
snemma árs 1960 og er eitt sögu-
frægasta skip Íslandssögunnar.
Óðinn tók þátt í öllum þremur
þorskastríðunum og reyndist að
auki sérlega vel sem björg-
unarskip, en hann dró alls tæp-
lega 200 skip til lands eða í land-
var.
Safngripur og þorskastríðshetja í slipp
Ljósmynd/Borgarsögusafn
Varðskipið Óðinn er nú botnhreinsað og málað í Reykjavíkurhöfn
Varaborgarfulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson, mun í dag flytja
tillögu flokksins um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna
kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi Mathöll fór
langt fram úr kostnaðaráætlun. „Þetta er alveg eins og með braggann.
Það er sett upp fjárhagsáætlun sem stenst ekki. Þá kemur upp sama
spurningin og með braggann, af hverju er borgin að eyða tekjum sín-
um í að byggja upp veitingastaði, verkefni sem venjulega er í höndum
einkaaðila. Þetta er orðin stóra spurningin,“ segir Vigdís Hauksdóttir,
borgarfulltrúi Miðflokksins, um ástæður tillögunnar. Frumkostnaður við
Mathöllina var áætlaður 107 milljónir en heildarkostnaður varð 308
milljónir. Upphafleg áætlun fyrir braggann í Nauthólsvík gerði ráð fyrir
150 milljóna kr. kostnaði en hann er nú kominn í 415 milljónir og verk-
inu ekki lokið.
Af hverju að byggja veitingahús?
MIÐFLOKKURINN VILL RANNSAKA KOSTNAÐ VIÐ MATHÖLL