Morgunblaðið - 16.10.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, telur ekki
við hæfi að hún tjái sig efnislega um
afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafs-
sonar á húsinu við Síðumúla 20. Vísar
ráðherra á
höfundarréttar-
nefnd og telur að
það sé dómstóla
að skera úr um
hvort sæmdar-
réttur hafi verið
brotinn.
Morgunblaðið
greindi frá því á
dögunum að verk
Sigurjóns væri nú
falið bak við
klæðningu á húsinu auk þess sem
gluggi hefði verið settur í gegnum
verkið. Rétthöfum höfundarréttar
var ekki gert viðvart að til stæði að
eyðileggja verkið svo hægt væri að
skrá það, taka af því mót eða grípa til
annarra ráðstafana. Ekkja Sigurjóns,
Birgitta Spur, sagði þennan verknað
„óafturkræfa eyðileggingu“. Húsið er
í eigu Eikar fasteignafélags.
Telur ekki við hæfi að tjá sig
Morgunblaðið sendi Lilju ítarlega
fyrirspurn um málið. Var Lilja meðal
annars spurð hvort hún teldi að
sæmdarréttur hefði verið brotinn
þegar verkið var eyðilagt, hvort hún
myndi beita sér í málinu og hvort hún
teldi rétt að láta kortleggja útilista-
verk svo þessi saga endurtæki sig
ekki. Lilja svaraði ekki fyrirspurninni
í heild sinni en sendi þetta svar:
„Höfundarréttur markast af
ákvæðum höfundarlaga nr. 73/1972,
sem hafa verið í stöðugri endur-
skoðun hin síðari ár. Á grundvelli
ákvæða laganna starfar höfundar-
réttarnefnd sem hefur meðal annars
það hlutverk að ræða höfundarrétt-
armálefni sem efst eru á baugi á
hverjum tíma og gera mögulegar til-
lögur um breytingar á höfundar-
lögum. Hér virðist á ferðinni málefni
sem vert væri að höfundarréttar-
nefnd tæki til umfjöllunar. Hags-
munir höfunda og handhafa höfund-
arréttar listaverka annars vegar og
eigenda listaverka hins vegar fara
ekki alltaf saman og því geta mál sem
þessi komið upp. Það er þó fyrst og
fremst dómstóla að skera úr um
hvort sæmdarréttur hafi verið brot-
inn. Það er því ekki við hæfi á þessu
stigi að ráðherra tjái sig um þetta
mál, ef ske kynni að það færi fyrir
dómstóla.“
Dómstóla að skera úr
um brot á sæmdarrétti
Menntamálaráðherra telur að höfundarréttarnefnd ætti
að skoða eyðileggingu lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar
Morgunblaðið/Einar Falur
Eftir Svona lítur norðurgafl Síðumúla 20 út í dag. Lágmynd Sigurjóns er
falin bak við klæðningu og brotið hefur verið fyrir glugga í miðju verkinu.
Morgunblaðið/Guðmundur Ingólfsson
Fyrir Verk Sigurjóns Ólafssonar á vegg hússins í Síðumúla 20. LiljaAlfreðsdóttir
Pétur Sigurðsson,
fyrrverandi forseti Al-
þýðusambands Vest-
fjarða, er látinn á 87.
aldursári.
Pétur fæddist á Ísa-
firði 18. desember
1931, sonur hjónanna
Sigurðar Péturssonar
vélstjóra og Gróu
Bjarneyjar Salómons-
dóttur húsmóður og
verkakonu. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Ísa-
fjarðar 1948, vél-
virkjanámi hjá vél-
smiðjunni Þór hf. á Ísafirði 1957 og
vélfræðiprófi frá rafmagnsdeild Vél-
skólans í Reykjavík 1960.
Að námi loknu starfaði hann hjá
Rafmagnsveitum ríkisins á Vest-
fjörðum til 1970 en frá þeim tíma var
hann starfsmaður verkalýðsfélag-
anna á Ísafirði og Alþýðusambands
Vestfjarða og jafnframt fram-
kvæmdastjóri Alþýðuhússins og Ísa-
fjarðarbíós 1970-87.
Pétur var forystumaður í íslenskri
verkalýðshreyfingu um hálfrar aldar
skeið. Hann var formaður Iðnnema-
félags Ísafjarðar og síðan Félags
járniðnaðarmanna á Ísafirði 1962-66
og 1968-69, var varaformaður verka-
lýðsfélagsins Baldurs 1969-72 og síð-
an formaður þess 1974-2002, sat í
stjórn Alþýðusambands
Vestfjarða (ASV) frá
1964 og forseti þess frá
1970, en með stofnun
Verkalýðsfélags Vest-
firðinga árið 2002 leysti
félagið af hólmi hlutverk
ASV. Pétur var formað-
ur þess félags til 2007.
Pétur sat í stjórn
Verkamannasambands
Íslands og í miðstjórn
ASÍ um skeið, var for-
maður stjórnar atvinnu-
leysistryggingasjóðs og
sat í framkvæmdastjórn
Starfsgreinasambands
Íslands.
Pétur starfaði í Félagi ungra jafn-
aðarmanna á Ísafirði og síðar Al-
þýðuflokknum, sat í bæjarstjórn
Ísafjarðar og var varaþingmaður Al-
þýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi
1991-95. Hann var formaður stjórn-
ar Rafveitu Ísafjarðar 1964-72 og sat
í stjórn Togaraútgerðar Ísafjarðar
meðan félagið gerði út skuttogarann
Skutul ÍS.
Pétur var formaður knattspyrnu-
félagsins Vestra á Ísafirði 1954–77
og lék knattspyrnu með félaginu og
úrvalsliði ÍBÍ í mörg ár.
Eiginkona Péturs er Hjördís
Hjartardóttir, fv. tryggingafulltrúi
hjá sýslumannsemættinu á Ísafirði.
Börn þeirra eru Sigurður og Edda.
Andlát
Pétur Sigurðsson
Landselur, útselur og steypireyður
eru á nýjum válista Náttúrufræði-
stofnunar yfir íslensk spendýr. Er
landselur sagður í bráðri hættu á
útrýmingu, útselur tegund í hættu
og steypireyður í nokkurri hættu.
Ein tegund á válistanum, sand-
lægja, er þegar útdauð hér á landi.
Andarnefja og búrhvalur eru einn-
ig á listanum en sagt að gögn vanti
til að meta stöðu þeirra. Hugs-
anlega gætu þær lent á válistan-
um.
Válistar eru skrár yfir lífveru-
tegundir sem eiga undir högg að
sækja eða eru taldar vera í útrým-
ingarhættu í tilteknu landi eða
svæði.
Fram kemur í frétt frá stofn-
uninni að válistaflokkun spendýra
sé unnin í samræmi við hættu-
flokka Alþjóðlegu náttúruverndar-
samtakanna (IUCN). Alls er vitað
um 52 tegundir land- og sjávar-
spendýra í náttúru Íslands. Við
gerð válistans var lagt mat á 18
þessara tegunda, hinar voru ekki
metnar. Vegna fjölda sjávarspen-
dýra var válistinn unninn í sam-
vinnu við sérfræðinga Hafrann-
sóknastofnunar.
Á válistanum eru fjórar tegund-
ir flækinga á Íslandi, blöðruselur,
hvítabjörn, rostungur og sléttbak-
ur. Þær eru allar á heimsválista.
Tólf tegundir íslenskra spendýra
sem voru metnar eru ekki taldar í
hættu. Þetta eru hagamús, há-
hyrningur, hnísa, hnúfubakur,
hnýðingur, hrefna, húsamús, lang-
reyður, leiftur, marsvín, melrakki
og sandreyður. gudmundur@mbl.is.
Landselur á válista
vegna bráðrar
hættu á útrýmingu
Náttúrufræðistofnun birtir válista
íslenskra spendýra í fyrsta sinn
Morgunblaðið/RAX
Á válista Landselur í öruggu skjóli í Norðurfirði í Árneshreppi.