Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Verð 9.995
Stærðir 37-42
2 rennilásar
Verð 12.995
Stærðir 37-42
Leður
Kuldaskór í úrvali
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Misty
Dekraðu
við línurnar
BH verð 8.990 kr.
Buxur verð 3.990 kr.
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Nanni buxur
m/ lurex rönd
Kr. 6.990
Str. S-XXL • Lengd 7/8
Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sam-
merkt með kynlífi heldur er það
glæpur og er notað sem valdatæki
segir Yves Daccord, framkvæmda-
stjóri alþjóðaráðs Rauða krossins
(ICRC) en hann flutti fyrirlestur í
Háskóla Íslands í hádeginu í gær á
vegum Alþjóðamálastofnunar,
Höfða friðarseturs og Rauða kross-
ins á Íslandi. „Nauðgun er vopn í
stríði og á ekkert skylt við kynlíf
heldur er nauðgun öflugt vopn á
átakasvæðum. Við sjáum það í Sýr-
landi, Suður-Súdan og víðar,“ segir
hann. Með kynferðislegu ofbeldi er
reynt að granda fólki og sundra sam-
félögum.
Í fyrirlestrinum fjallaði hann um
baráttu Rauða krossins gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi í átökum en hann
segir beitingu kynferðislegs ofbeldis
eitt það flóknasta þegar kemur að
stríðsátökum. Erfitt sé fyrir þolend-
ur að greina frá og oft fái þeir ekki
það svigrúm sem þeir þurfi og aðstoð
til að vinna úr sálrænum áhrifum af
slíkri misnotkun. Því með því að
nauðga er ekki tilgangurinn að
drepa heldur tortíma manneskjunni.
Að valda henni sem mestum kvölum.
Nauðgun er ekkert sem gerist óvart
því sá sem beitir ofbeldinu sem
stríðstæki hefur alltaf valið. Að
svipta viðkomandi mennskunni.
Daccord segir að kynferðislegu of-
beldi hafi verið beitt lengi á átaka-
svæðum en lítt ratað inn í dómsmál
þar til fyrir nokkrum árum. Vitað er
að nauðganir voru eitt stríðstækj-
anna í seinni heimsstyrjöldinni án
þess að menn hefðu verið dæmdir
fyrir það. Aftur á móti var farið að
dæma stríðsglæpamenn fyrir kyn-
ferðislegt ofbeldi eftir stríðið í Rú-
anda og eins Bosníu. Þetta segi okk-
ur eitthvað um breytta stöðu kvenna.
Þær voru áður álitnar eign karlsins
og ofbeldið hafi því verið vopn gegn
karlinum.
Hann segir að ef nauðganir
kvenna og stúlkna séu falið vopn þá
sé staðan enn verri þegar kemur að
körlum og drengjum. Daccord segir
að einn af hverjum fjórum föngum
hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Þetta sé hins vegar sárasjaldan rætt
enda falið valdatæki. Konur og stúlk-
ur sem verða fyrir slíku ofbeldi verða
oft fórnarlömb útskúfunar, ekki síst
ef þær verða þungaðar við nauðgun.
Daccord segir að rödd Íslands á
sviði mannréttinda sé mikilvæg en
Ísland á í fyrsta skipti aðild að mann-
réttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Hann segir að raddir smærri ríkja
eigi eftir að verða meira áberandi á
sviði mannréttinda næstu árin.
guna@mbl.is.
Morgunblaðið/Eggert
Mannréttindi Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða kross-
ins, talar um baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi á fundi í Háskólanum.
Nauðganir öfl-
ugt vopn í stríði
Framkvæmdastjóri alþjóðaráðs
Rauða krossins á Íslandi
Anna Björns-
dóttir, tauga-
læknir og sér-
fræðingur í
parkinson-
sjúkdómi, er
komin á samning
við Sjúkratrygg-
ingar Íslands, en
hún fékk tilkynn-
ingu þess efnis á
föstudag. Önnu
var upphaflega neitað um samning
við Sjúkratryggingar þegar hún
sneri aftur til Íslands úr sér-
fræðinámi í Bandaríkjunum fyrr á
þessu ári. Hún opnaði engu að síður
stofu hér á landi í september en
samningsleysið hafði þau áhrif að
sjúklingar hennar fengu þjónustuna
ekki niðurgreidda. Skömmu eftir að
Anna opnaði sína stofu féll dómur í
Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem
felld var úr gildi ákvörðun um að
hafna umsókn annars læknis um að-
ild að rammasamningi Sjúkratrygg-
inga og leiddi það til þess að umsókn
Önnu var endurmetin.
Komin á
samning
Anna
Björnsdóttir
Konur flytja fyrr úr foreldrahúsum
á Íslandi en karlar, samkvæmt ný-
birtum niðurstöðum lífskjararann-
sóknar Hagstofu Íslands fyrir árið
2016 þar sem 2.870 tóku þátt.
Í aldurshópnum 20-29 ára bjuggu
34,4% kvenna í foreldrahúsum en
44,1% karla. Hlutfall ungra kvenna í
foreldrahúsum hefur hækkað frá því
lífskjararannsóknin var framkvæmd
fyrst árið 2004 en það var lægst
23,0% árið 2005. Hlutfall ungra karla
í foreldrahúsum hefur nokkurn veg-
inn staðið í stað á sama tímabili.
Þá kemur fram að fimmtungur
fólks á aldrinum 25-29 ára hafi búið í
foreldrahúsum árið 2016; 24,8%
karla og 15,6% kvenna. Hlutfall
fólks á aldrinum 25-29 ára sem býr í
foreldrahúsum er breytilegt eftir
Evrópulöndum. Árið 2016 reyndist
hlutfallið hæst í Króatíu (74,5%) en
meðaltalið innan Evrópusambands-
ins var 38,6%.
Hlutfallið á Íslandi (20,3%) var
áttunda lægsta af þátttökulöndum
lífskjararannsóknarinnar en meira
en tvöfalt hærra en á hinum lönd-
unum á Norðurlöndum sem röðuðu
sér í fjögur lægstu sætin. Í Dan-
mörku bjuggu tæp 5% fólks á aldr-
inum 25-29 ára í foreldrahúsum, 6% í
Finnlandi og 9% í Svíþjóð og Noregi.
Ungar konur fljúga fyrr
úr hreiðrinu en karlar