Morgunblaðið - 16.10.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Fullkominn
ferðafélagi
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
fær 57 milljóna króna framlag til þess
að fjölga sérnámsstöðum í heimilis-
lækningum samkvæmt ákvörðun
heilbrigðisráðherra, Svandísar Svav-
arsdóttur, sem kynnt var í gær. Fram
kemur á vef stjórnarráðsins að
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
hafi leitað til heilbrigðisráðuneytisins
í sumar með ósk um viðbótarfjárveit-
ingu til þess að fjölga þessum stöðum.
Þá segir að læknum í sérnámi í
heimilislækningum hafi fjölgað um 13
vegna fjárveitingarinnar og þeir séu
nú 46 talsins. Þar af eru 30 á Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins, átta á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, sex
á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
einn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
og einn á Heilbrigðisstofnun Austur-
lands.
Rök fyrir fjárveitingunni eru sögð
stefna stjórnvalda um eflingu heilsu-
gæslunnar og hækkandi meðalaldur
starfandi heimilislækna. Þá mun stór
hópur þeirra fara á eftirlaun á næstu
árum. Á fjárlögum þessa árs var 300
milljónum króna ráðstafað í að efla
þverfaglega þjónustu heilsugæsl-
unnar. gso@mbl.is
Ljósmynd/Velferðarráðuneytið
Heilsugæsla efld Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra takast í hendur.
Fleiri heimilislækna
Stór hópur heimilislækna á eftirlaun
næstu ár Sérnámsstöðum fjölgað
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Þingi Sjómannasambands Íslands
var frestað á föstudag vegna óvissu
um aðild þriggja stórra félaga að
SSÍ og starf sambandsins verði af
úrsögn þeirra. Ákveðið var að bíða
með stjórnarkjör og fjárhagsáætlun
þar til ákvörðun í þeim efnum liggur
fyrir, að sögn Hólmgeirs Jónssonar,
framkvæmdastjóra SSÍ. Hann segir
að þeir sem eftir verða þurfi á næstu
vikum að ráða ráðum sínum um
hvernig þeir ætla að reka sambandið
áfram verði af úrsögninni.
Félög sjómanna í Eyjafirði, Vest-
mannaeyjum og Hafnarfirði eiga í
viðræðum við tvö félög utan SSÍ og
ASÍ, Sjómanna- og vélstjórafélag
Grindavíkur og Sjómannafélag Ís-
lands, um sameiningu. Fyrrnefndu
félögin þrjú áttu eigi að síður sína
fulltrúa á þingi Sjómannasambands-
ins í síðustu viku og tóku þátt í störf-
um þingsins. SSÍ heldur þing á
tveggja ára fresti og eru aðildar-
félögin nú 17, en gætu orðið 14 verði
af úrsögninni.
Nýtt félag á að standa
fyrir utan allt og alla
Valmundur Valmundsson, for-
maður Sjómannasambandsins, segir
þessa stöðu erfiða og segist ekki sjá
að úrsögn úr SSÍ og stofnun nýs fé-
lags styrki stöðu sjómanna í landinu.
„Félögin eru ekki farin út svo við
skulum sjá hvað setur,“ segir Val-
mundur. „Það hefur alltaf verið talið
sterkara þegar menn vinna saman.
Nýtt félag á að standa fyrr utan allt
og alla ef það verður að veruleika og
ég óttast að menn verði þá sundraðri
heldur en ella, en félögin hafa sjálf-
stæðan rétt og vilja.“
Valmundur var formaður Sjó-
mannafélagsins Jötuns í Vest-
mannaeyjum áður en hann var kos-
inn formaður SSÍ. Hann segist
stefna að því að gefa kost á sér sem
formaður áfram. Í núverandi 14
manna stjórn sambandsins eru tveir
meðstjórnendur frá Jötni, og vara-
formaður sambandsins, Konráð Al-
freðsson, og tveir meðstjórnendur
koma frá Sjómannafélagi Eyja-
fjarðar.
Vaxandi vantraust milli
sjómanna og útgerðarmanna
Þing Sjómannasambandsins sam-
þykkti ítarlegar ályktanir um kjara-
og atvinnumál og öryggis- og trygg-
ingamál. Þess er krafist að fyrir-
tækjum í sjávarútvegi verði gert
skylt að skila öllum upplýsingum um
framleiddar afurðir og söluverð
þeirra til Hagstofu Íslands. Með því
móti sé hægt að treysta því að mæl-
ingar á breytingum á afurðaverði
séu réttar á hverjum tíma.
Skorað er á útgerðarmenn að
bæta samskipti við sjómenn, en van-
traust hafi farið vaxandi milli sjó-
manna og útgerðarmanna undan-
farin misseri. Í sumum tilfellum sé
um algeran trúnaðarbrest að ræða.
Lagt er til við stjórnvöld að ýmsar
ívilnanir í lögunum um stjórn fisk-
veiða verði afnumdar, svo sem línu-
ívilnun, byggðarkvóti og VS afli. Þá
er þess krafist að vigtunarreglur
verði endurskoðaðar. Vísað er á bug
kröfu útgerðarmanna um verulega
lækkun launa vegna veiðigjalda og
annars rekstrarkostnaðar. Veiði-
gjöldin séu skattur á útgerðina sem
stjórnvöld kjósi að leggja á hagnað
hennar sem sé sjómönnum óviðkom-
andi.
Skilið verði á milli vinnu og
friðhelgi einkalífs skipverja
Þingið hvetur til varkárni þegar
rafrænt eftirlit er stundað um borð í
skipum. Augljóslega sé rafrænt
eftirlit til bóta þegar öryggi skip-
verja og skips eigi í hlut, en skilja
verði algerlega milli vinnu og frið-
helgi einkalífs skipverja.
Þingið krefst þess að stjórnvöld
tryggi Landhelgisgæslu Íslands
nægt fé til rekstrar, sérstaklega
hvað varðar rekstur þyrlusveitar-
innar. Lífsspursmál sé fyrir íslensku
þjóðina að þyrlur séu til staðar þeg-
ar slys eða veikindi beri að höndum
eins og dæmin sanni. Til að öryggi sé
sem best tryggt þurfi að mati þings-
ins að staðsetja þyrlur víðar um
landið en nú er gert.
Jafnframt fagnar þingið áformum
stjórnvalda um að leggja fram aukið
fé til þyrlukaupa. Þá er fagnað
áformum um smíði nýs skips til haf-
rannsókna og hvatt er til aukinna
framlaga til hafrannsókna.
Sterkara þegar menn vinna saman
Þingi Sjómannasambandsins frestað vegna óvissu um aðild þriggja félaga Kosið í stjórn og fjárhags-
áætlun afgreidd þegar staðan í röðum sjómanna liggur fyrir Segja veiðigjöld sjómönnum óviðkomandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samið Sjómenn og útgerðarmenn undirrita kjarasamning í nóvember 2016, en sá samningur var felldur í atkvæða-
greiðslu og nýr gerður í febrúar 2017. Frá vinstri: Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarút-
vegi, Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins.
Þing Sjómannasambandsins
„mótmælir harðlega þeirri til-
hneigingu einstakra útgerðar-
manna að fækka í áhöfn skipa
á kostnað öryggis skipverja.
Þingið hvetur stjórnvöld til að
láta gera rannsókn á afleið-
ingum fækkunar í áhöfn vegna
aukins vinnuálags sem af því
leiðir. Í framhaldi verði sett lög
um lágmarksmönnum fiski-
skipa við veiðar eftir stærð,
gerð og veiðiaðferðum“.
Þess er krafist að útgerðir
og skipstjórnarmenn virði lög-
bundinn rétt sjómanna til
hvíldar og fari eftir þeim lög-
um og reglum sem gilda um
lágmarkshvíldartíma sjómanna.
Jafnframt fagnar þingið könn-
un á hvíldar- og vinnutíma ís-
lenskra sjómanna og telur að
aðkoma sjómannasamtakanna
að könnuninni sé algert lyk-
ilatriði. Ekkert megi skyggja á
trúverðugleika hennar.
Samgöngustofa er hvött til
að fylgjast vel með örygg-
isbúnaði skipa og afnema allar
undanþágur vegna ágalla í ör-
yggisbúnaði. Farið er fram á að
sá vinnufatnaður sem útgerðin
lætur skipverjum í té sé frá
viðurkenndum framleiðendum
sem sérhæfa sig í framleiðslu
sjófatnaðar. Einnig að stjórn-
völd samræmi reglur um
vinnuaðstöðu sjómanna til
jafns við reglur um vinnustaði
í landi.
Þá er áréttað að öll vímu- og
áfengispróf verði framkvæmd
af fagfólki á heilsugæslustöð.
Tilhneiging
til að fækka
í áhöfn skipa
RÉTTUR TIL HVÍLDAR