Morgunblaðið - 16.10.2018, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kannanir umfylgiflokka í
kosningunum í
Bæjaralandi
reyndust nærri
lagi. En hvers
vegna er svo mikið gert úr
þessum fylkiskosningum?
Hafa verður í huga að Bæjara-
land er stærst fylkja, fimmt-
ungur af landstærð Þýska-
lands og það annað
fjölmennasta. Fylkið er efna-
hagslega mjög sterkt og bent
hefur verið á að einungis 20
sjálfstæð ríki veraldar geti
státað af annarri eins þjóðar-
framleiðslu og Bæjarar skila.
Til þessa má rekja álit þeirra
og áhrif á þýskt þjóðlíf. Því til
viðbótar kemur að CSU, flokk-
ur Kristilegra í Bæjaralandi,
hefur farið með hreinan meiri-
hluta á þingi um langa hríð.
Þótt flokkurinn sé sjálfstæð
flokkseining hefur hann verið í
þéttu bandalagi með systur-
flokki sínum, CDU, lands-
flokki Kristilegra í Þýskalandi,
og átt með honum aðild að rík-
isstjórn í Bonn og svo Berlín
meirihluta þess tíma sem lið-
inn er frá stríðslokum.
Vegna þessa síðasta er mjög
um það spurt nú, hverjar
kunni að verða afleiðingar úr-
slitanna á þróun stjórnmála í
Þýskalandi almennt. Þýskir
álitsgjafar telja flestir að
kosningarnar beri með sér
vantraust á alríkisstjórnina í
Berlín. CSU er öflugur aðili að
stjórnarmeirihluta Kristi-
legra. Verulegt tap nú ruggar
þeim bát verulega. Og eins er
óhjákvæmilegt að horfa til
dapurlegrar útkomu hins
stjórnarflokksins, Sósíal-
demókrata.
Ríkisútvarpið íslenska hefur
um árabil strítt við vandræða-
gang þegar sigurvegarar og
taparar íslenskra kosninga eru
valdir af þess hálfu. Andlegir
bræður fréttastofunnar, sem
jafnan eru valdir til sér-
fræðiráðgjafar, vafra um í
sama vandræðagangi. Saman
hafa þessir iðulega úrskurðað
að smáflokkar sem hafa jafn-
vel lítil sem engin áhrif eftir
kosningar séu hinir sönnu sig-
urvegarar þeirra. Sami vand-
ræðagangur einkennir úr-
skurð um þann sem lakast fór
frá kjörborði.
Pólitískar meinlokur valda
mestu um þessi vandræði og
þær þvælast áfram fyrir þótt
fjallað sé um erlend málefni.
Í Bæjaralandi komst
stjórnarflokkurinn CSU vissu-
lega ekki vel frá kosningunum.
Var með 47% fylgi fyrir kosn-
ingar og 37% eftir þær og hafði
því tapað 10 prósentustigum
og liðlega 20% á kjörtíma-
bilinu. Þótt það sé áfall þá er
það ekki mest tap í
prósentum talið.
CSU var stærstur
flokka í Bæjara-
landi fyrir kosn-
ingarnar og er það
áfram eftir kosn-
ingar og munar enn miklu.
CSU er enn tvöfalt stærri en
næststærsti flokkur fylkisins.
En hið sögulega við tap
flokksins er það að hann getur
ekki lengur myndað einn
meirihluta í fylkinu eins og
hann hefur getað í nærri sjö
áratugi. Græningjar fengu tæp
18% í kosningunum. „RÚV“
úrskurðaði að Græningjar
væru sigurvegarar kosning-
anna þar sem þeir hefðu nær
tvöfaldað fylgi sitt. Sé það
mælistikan þá var AfD sig-
urvegarinn með um 11% og í
fyrsta sinn með menn inni á
þingi.
En Græningjar urðu jafn-
framt næststærsti flokkur
Bæjaralands og geta því vel
við unað.
En varla getur farið framhjá
neinum hvaða flokkur fór verst
út úr kosningunum. Flokkur
Sósíaldemókrata var fyrir
kosningarnar næststærsti
flokkur Bæjaralands. Eftir
kosningar er hann 5. stærsti
flokkur fylkisins með aðeins
um 10% fylgi. Flokkurinn
missti helming fylgis síns.
Kratar hafa lengi úrskurðað
að AfD væri óstjórntækur
flokkur og fjallað um hann af
fyrirlitningu í samræmi við
það. En nú hafa kjósendur í
Bæjaralandi valið fyrir sitt
leyti hvor flokkurinn þyki
óstjórntækari í Bæjaralandi
og hafa kratar vinninginn.
Og þar sem annar stjórnar-
flokkurinn í Berlín geldur slíkt
afhroð í stærsta fylkinu, þar
sem hann var í stjórnar-
andstöðu og missir þó helming
fylgis síns er augljóst að það
hefur áhrif á tilveru „Stór-
flokka“-stjórnarinnar. Ekki
má gleyma því, að háværar
raddir voru meðal krata eftir
áfallið í alríkiskosningunum
um að flokkurinn þyrfti að
hverfa úr ríkisstjórn. Hann
yrði utan stjórnar að endur-
meta stefnu sína og framgöngu
og birtast kjósendum sem nýr
og betri flokkur í næstu alrík-
iskosningum.
Merkel kanslari virtist ekki
ætla að taka úrslitunum í Bæj-
aralandi blindandi, þótt um-
fjöllun hennar væri af alkunnri
varfærni. Hún sagði þó að
kosningaúrslitin í Bæjaralandi
bæru það með sér að traust
kjósenda á stjórnmálaflokkum
hefði hrunið og af því yrðu þeir
og helstu leikendur þeirra á
sviði stjórnmálanna að draga
réttar ályktanir.
Það var ekki of mikið sagt.
Kosningar í Bæjara-
landi skekja enn
þjóðarskútu sem má
ekki við miklu}
Leikendur dragi ályktun
Í
síðustu viku var samþykkt frumvarp
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra um rekstrarleyfi til bráða-
birgða fyrir fiskeldi. Í þeirri umræðu
var vísað í heimild umhverfis- og
auðlindaráðherra til þess að veita undanþágu
frá starfsleyfi og að það væri bara verið að
gefa sjávarútvegsráðherra álíka heimild. Slík
tilvísun á rökum er algeng og krefst þess að
ástæður þess að umhverfisráðherra hafi slíka
heimild til að byrja með. Við nánari athugun
kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Umhverfis-
ráðherra getur nú, eftir breytingar á lögum
um hollustuhætti og mengunarvarnir, veitt
tímabundna undanþágu frá kröfu um starfs-
leyfi. Þessi breyting var ekki í frumvarpi ráð-
herra heldur bættist við í meðhöndlun um-
hverfis- og samgöngunefndar áður en
frumvarpið var samþykkt á síðasta ári. Sú tillaga nefnd-
arinnar er ekkert útskýrð í nefndaráliti meirihlutans
nema kannski að útgáfa starfsleyfa haldist sem næst
núverandi horfi. Það útskýrir þó ekki að það þurfi að
bæta við sérstakri lagagrein um undanþáguheimild ráð-
herra án nákvæmra lögskýringa um slíka lagagrein.
Þessi ákvæði eru dæmi um ýmsar aðrar breytingar á
lögum þar sem ýmsar ákvarðanir eru færðar undir
ákvörðun ráðherra. Það hlýtur að teljast mjög alvarlegt
að ráðherra hafi heimildir til þess að veita undanþágu
frá starfsleyfi sem varðar lög um hollustuhætti og
mengunarvarnir án þess að það sé skýrt
hvernig það vald er takmarkað. Heimild sem
virðist meira að segja koma frá Alþingi þrátt
fyrir að áður hafi verið lagt til í drögum að
frumvarpi að þessi heimild væri fjarlægð af
því að hún væri erfið í framkvæmd „sökum
þess að lögin veita ekki nánari leiðbeiningar
um beitingu þessara heimilda“. Þar er meira
að segja átt við aðrar heimildir um undan-
þágu frá reglugerðarákvæðum en ekki
undanþágu frá starfsleyfi. Ef ráðherra á erf-
itt með að nýta sér heimild til undanþágu frá
reglugerðum sem hann setur sjálfur, hversu
erfitt er að nýta þessa nýju heimild sem er
ekki með vísun í nein lögskýringargögn.
Ekki erfiðara en svo að heimildin var notuð
til þess að veita undanþágu fyrir t.d. Fjarða-
lax hinn 5. júní sl.
Það vekur upp áleitnar spurningar um vinnubrögð
Alþingis að svo mikilvæg breyting skuli hafa verið gerð
á frumvarpi umræðulaust og innan við þremur sólar-
hringum áður en lög voru sett af þinginu, og án þess að
minnst sé einu orði á breytinguna í greinargerð, nefnd-
aráliti, framsögu eða öðrum ræðum þingmanna. Enn al-
varlegra er það vegna þess að í nefndarálitinu er óbeint
fullyrt að breyting í þessar veru hafi ekki verið gerð.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Undanþága frá lögum
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Eftir þrjá mánuði gæti fariðsvo að hungursneyðin íJemen yrði sú verstasem sést hefur í hundrað
ár að mati Sameinuðu þjóðanna.
Mannúðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna (UNOCHA) telur að um 75%
íbúa landsins eða um 22 milljónir
manna þurfi á aðstoð að halda. Þá
segir stofnunin að 11,3 milljónir
þeirra séu í brýnni þörf til þess að
halda lífi. Jafnframt fjölgar ein-
staklingum í þessum hópi ört og
munu þessir einstaklingar vera
orðnir yfir 13 milljónir við lok þessa
árs.
Á tíu mínútna fresti lætur barn
yngra en fimm ára lífið í Jemen
vegna fæðuskorts og/eða skorts á
læknismeðferð. Fram kemur í um-
fjöllun stofnunarinnar um ástandið í
Jemen að heil kynslóð barna elst
upp í þjáningu og líður alvarlegan
skort. Um tvær milljónir barna eru
utan skóla og um 1,8 milljónir barna
líða alvarlegan fæðuskort, þar af eru
um 400 þúsund börn í lífshættu
vegna fæðuskorts og eru líkleg til
þess að láta lífið ef þau fá ekki við-
eigandi læknismeðferð.
Viðbragðsnefnd SÞ í Jemen
(YHRP) telur að á þessu ári sé þörf
á 2,96 milljörðum bandaríkjadala,
jafnvirði um 344 milljarða íslenskra
króna, svo hægt sé að tryggja íbú-
um lágmarksfæðu og heilbrigð-
isþjónustu. Í fyrra var þörfin 2,34
milljarðar bandaríkjadala, um 272
milljarðar íslenskra króna, en að-
eins tókst að safna 1,65 milljörðum
bandaríkjadala eða um 70,5% af
þeirri upphæð sem talin var nauð-
synleg.
Þarf aukinn vilja
„Ég held að það sem er erfiðast
við þessa stöðu sé að við höfum ekki
séð neinar framfarir síðustu tvö ár.
Þetta er gríðarlega flókin staða í
landi þar sem ríkir fátækt, ofbeldi
og stríð, ekki síst þar sem engin
pólitísk lausn er í sjónmáli,“ segir
Yves Daccord, framkvæmdastjóri
Alþjóðaráðs Rauða krossins, í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðsins.
„Jemen er hugsanlega sá stað-
ur þar sem er stærsta bilið milli
þarfa íbúanna og þess sem í boði
er,“ segir Yves og vísar til þess að
landið flytur inn 80-90% allra mat-
væla. „Þá eru ótalin vandamálin
með heilbrigðiskerfið, vatnsskort-
urinn og ofbeldið. Þá er líka gífur-
legt bil milli þarfa einstaklinganna
og þess sem heimurinn getur gert. Í
þessu samhengi er Jemen stærsta
mannúðarkrísan sem við erum að
kljást við.“
Spurður um hvað þurfi nú að
gera segir hann að fyrst og fremst
þurfi pólitískan vilja til þess að beita
aðila að deilunni þrýstingi til þess að
tryggja að mannréttindi séu virt.
„Hér erum við að tala um báðar
hliðar. Það er engin spurning um að
hér hefur alþjóðasamfélagið mikil-
vægu hlutverki að gegna. Það þarf
að flýta friðarviðræðum. Í öðru lagi
þarf að tryggja að mannúðarstarf-
semi geti farið fram á svæðinu. Ger-
ist það ekki, er ég jafn áhyggjufullur
og SÞ yfir því hvaða afleiðingar það
hefur fyrir fólkið.“
Yves bætir við að „í heiminum í
dag þegar stóru ríkin eru sífellt að
loka sig af og vilja ekki byggja á
samstarfi, hafa smærri ríki eins og
Ísland sífellt mikilvægara hlutverki
að gegna“.
Flókin staða
Erfitt er að segja með ná-
kvæmum hætti hvenær borgara-
stríðið í Jemen hófst. Al-Qaeda-liðar
gripu til vopna árið 2001 gegn rík-
isstjórn landsins og hafa stundað
árásir síðan. Þremur árum síðar,
eða 2004, risu Hútar upp og börðust
gegn jemenska hernum. Hútar eru
að megninu til sjítar og hafa einnig
lent í átökum við Al-Qaeda. Þá jókst
flækjustigið 2014 þegar stuðnings-
menn Ríkis íslams risu einnig upp.
Hútum tókst árið að hernema
Saana, höfuðborg Jemens, og settu
þeir ríkisstjórn landsins af. Ríkis-
stjórnin hélt áfram að berjast og
hefur nú aðsetur í Aden og nýtur
hún stuðnings bandalags undir for-
ystu Sádi-Arabíu, en í bandalaginu
eru Arabísku furstadæmin, Senegal,
Súdan, Marokkó, Katar, Bandaríkin
og Frakkland.
Bandalag Sáda hefur um tíma
gert samninga við Al-Qaeda í Jemen
til þess að ná betri stöðu gegn Hút-
um. Samningar við Al-Qaeda hafa
þótt réttlætanlegir til þess að koma
höggi á Íran, en Íran hefur verið
sakað um að styðja uppreisn Húta.
Yfir þrjár milljónir manna hafa
lagt á flótta að mati SÞ, þar af hefur
tæp milljón reynt að snúa aftur til
heimila sinna. Þá hafa íbúar lands-
ins þurft að þola náttúruhamfarir
eins og flóð og ofsaveður, ásamt út-
breiðslu kóleru sem er afleiðing
mengaðrar fæðu.
Líkur á mestu hung-
ursneyð í heila öld
Jemen í tölum
J E M E N
Samkvæmt mannúðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNOCHA)
22 milljónir eru taldar þurfa mannúðaraðstoð
í einhverjum mæli
29 milljónir er íbúafjöldi Jemen
16 milljónir hafa ekki
aðgang að heil-
brigðisþjónustu
16 milljónir hafa ekki aðgang
að hreinu vatni
2,9 milljónir barna og kvennalíða alvarlegan fæðuskort
50% barna eru með skertan líkamsþroska
vegna vannæringar
98% hækkun matvæla-
verðs síðustu þrjú ár
110% hækkun eldsneytis-
verðs síðustu þrjú ár
11,3 milljónir eru í bráðri neyð og þurfa aðstoð til þess að lifa af
18 milljónir búa ekki við fæðuöryggi 8,4 milljónir búa í óvissu umhvernig þær afla næstu máltíðar