Morgunblaðið - 16.10.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
✝ Guðrún Sigríð-ur fæddist í
Reykjavík 5. júlí
1929. Hún lést í
Hellerup í Kaup-
mannahöfn 5. októ-
ber 2018.
Foreldrar henn-
ar voru sr. Jakob
Jónsson, dr. theol,
f. 1904, d. 1989, og
frú Þóra Einars-
dóttir, f. 1901, d.
1994. Hún var elst fimm systk-
ina en hin eru Svava, f. 1930, d.
2004, Jökull, f. 1933, d. 1978,
Þór Edward, f. 1936, og Jón
Einar, f. 1937.
Guðrún Sigríður (Didda) ólst
upp á Norðfirði, í Wynyard,
Sask., Kanada, og Reykjavík.
Hún varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1949 og
lauk námi í hjúkrunarfræðum í
Kaupmannahöfn árið 1954. Ár-
ið 2002, þá 73 ára, lauk hún ex-
am.art.-námi í persneskum
fræðum í Háskólanum í Kaup-
mannahöfn.
Guðrún Sigríður giftist eft-
irlifandi manni sínum, Hans W.
Rothenborg lækni, f. 1927, 8.
nóvember 1952. Börn þeirra
eru: 1) Jakob, f. 4.7. 1957, d.
15.12. 2015. 2) Jórunn, f. 16.10.
æskuslóðum Hans í Hellerup.
Auk heimilisstarfa á gest-
kvæmu heimili starfaði Didda á
læknastofu Hans en lagði jafn-
framt stund á persnesk fræði,
þýðingar og önnur skrif. Kenn-
ari hennar í Kaupmanna-
hafnarskóla og samstarfsmaður
var Jes. P. Asmussen, víð-
frægur prófessor í írönskum
fræðum.
Didda hafði víðfeðm áhuga-
mál. Gestrisni hjónanna var við
brugðið og heimili þeirra í
gamni kallað „Hotel Norgesm-
indevej“. Um tíma hafði hún
umsjón með bókakosti safnsins í
Jónshúsi, lagði lið skógrækt-
arstarfi á Íslandi og svo mætti
lengi telja.
Didda hélt tengslum við Ís-
land alla tíð og þau styrktust
enn frekar er einkadóttirin Jór-
unn settist hér að. Harmur var
að kveðinn er þau Hans misstu
son sinn, Jakob, fyrir þremur
árum.
Didda og Hans ferðuðust
víða, undanfarna áratugi með
skólasystkinum frá MR 1949 og
á alþjóðleg húðlæknaþing. Au-
fúsugestir þar enda Hans að-
alhvatamaður að stofnun Sam-
taka evrópskra húðlækna
(European Academy of Der-
matology and Venereology
(EADV).
Útför Guðrúnar Sigríðar fer
fram í dag, 16. október 2018,
frá Sions Kirke, Österbrogade,
Kaupmannahöfn, kl. 10 f.h. að
íslenskum tíma.
1962, ferðamála-
fræðingur og leið-
sögumaður, gift
Erlendi Sturlu
Birgissyni bygg-
ingarverkfræðingi
í Kópavogi og eiga
þau synina a) Alex-
ander, f. 1988, trú-
lofaður Halldóru
Markúsdóttur, f.
1987, og eiga þau
óskírðan son, f. 8.8.
2018, og b) Daniel Hans, f. 23.1.
1997. 3) Jens Aage, f. 1988,
deildarstjóri hjá Aviator á Kast-
rup-flugvelli, búsettur í Kaup-
mannahöfn.
Fyrstu fjögur árin bjuggu
þau Didda og Hans á ýmsum
stöðum í Svíþjóð þar sem Hans
starfaði á sjúkrahúsum. Þá
voru þau tvö ár í Kúrdistan, Ír-
an, þar sem Hans starfaði sem
læknir hjá Kampsax Service
Sanitaire á vegum Alþjóða-
bankans, en Kampsax var ráðið
til að leggja vegi í Íran. Það var
afdrifarík dvöl.
Didda tók ástfóstri við Íran
og íranska menningu og átti
það fyrir henni að liggja ævi-
langt að leggja stund á pers-
nesk fræði. Tvö ár bjuggu þau í
Englandi en annars alla tíð á
Margir góðir eiginleikar
prýddu elskulega mágkonu
mína, Diddu. Einn var hjálp-
semi hennar og þátttökuvilji í
öllu sem maður tók sér fyrir
hendur. Í heimsóknum þeirra
Hans hingað í Espigerði var
hún jafnan komin fram í eldhús,
spyrjandi: „Hvernig get ég
hjálpað?“
Við eyddum yndislegum jól-
um hjá þeim Hans á fyrstu ár-
um okkar Þórs í Bergen í Nor-
egi. Hún lét sér mjög annt um
fjölskylduna nær og fjær.
Í tilefni sjötugsafmælis síns
bauð hún fjölda skyldmenna til
veislu í sumarbústað þeirra
hjóna. Um kvöldið sátum við öll
saman í veislutjaldinu og
skemmtum okkur. Sé ennþá
fyrir mér Diddu þar sem hún
situr með eitt til tvö af börnum
úr fjölskyldunni í fanginu, sæl á
svip. Hvað viðvíkur Íslandi
lagði hún sig fram um að vita
skil á mönnum og málefnum,
nýtti til dæmis kosningarétt
sinn hér fram á seinustu ár.
Fyrir utan fjölskylduna átti hún
tryggan kunningjahóp í sam-
stúdentum sínum og tók þátt í
ferðum þeirra utanlands.
Það sem einkenndi Diddu var
sem sagt einlægur áhugi á fólki.
Í heimsóknum sínum hingað
kunni hún vel að meta að koma
á mannamót, þar hitti hún jafn-
an einhverja sem hún þekkti og
var jafnfús að kynnast nýjum.
Því gat stundum tekið alllangan
tíma að koma sér burt af staðn-
um! Hún var jafnan eins við
alla, opin, áhugasöm, hlýleg í
fasi og snjöll í samræðum.
Við Þór tókum við rausnar-
legri gjöf frá þeim hjónum árið
2002. Það eru tré sem vaxa í
landi okkar í Landsveit, and-
virði gjafa sem bárust þeim á
gullbrúðkaupsafmælinu. Varan-
legt vitni um hlýhug í okkar
garð og umhverfisins, Gullbrúð-
kaupslundur, með sínum fallegu
trjástofnum og laufríku grein-
um.
Hún hafði margvíslega
reynslu af hinum stóra heimi,
fædd í Kanada, þau Hans bú-
sett í Svíþjóð, Englandi, Íran
og Danmörku. Á seinni árum
lagði hún stund á persnesku og
lauk háskólagráðu í persneskri
tungu og bókmenntum, stund-
aði þýðingar úr því máli.
Hún kynntist samfélagi er-
lendra í Kaupmannhöfn og hélt
kunningsskap við fjölskyldur
sem höfðu flúið land sitt vegna
ofríkis stjórnvalda. Hún hafði
mikla fróðleiksfýsn og var af-
burða greind, vitur kona og yf-
irveguð. Hún var víðlesin og
mikill bókaunnandi.
Þær mæðgur, Jórunn og hún,
hafa um árabil talað saman
daglega milli landa, samband
þeirra var innilegt og fallegt.
Það eru margar áhyggjurnar
sem maður hefur vegna veikrar
móður í öðru landi, og oft var
þörf á að fara á staðinn og
hjálpa til.
Við Þór áttum kost á að vera
nokkra daga á Svanemøllevej í
september, það var mikilvægur
tími fyrir okkur, aðdáunarvert
að sjá samvinnu þeirra feðg-
inanna allra við að annast
Diddu í veikindum hennar
heima.
Það er dýrmætt að hafa átt
Diddu að, notið örlætis hennar
og hlýju allt frá fyrstu tíð þegar
ég kom inn í hóp tengdafólks-
ins. Ég er innilega þakklát
henni og varðveiti þessar minn-
ingar um hana og fjölda margar
aðrar.
Elskulegu vinir, Hans, Jens,
Jórunn og fjölskylda, ég votta
ykkur innilega samúð.
Jóhanna Jóhannesdóttir.
Það var að vori 1980 að bank-
að var að dyrum á nýju heimili
okkar í Hellerup í Danmörku.
Þar var komin ung stúlka, Jór-
unn Rothenborg, dóttir Guð-
rúnar Jakobsdóttur og Hans
Rothenborg sem bjuggu í
næstu götu. Jórunn færði okkur
boð um að skreppa yfir í kaffi-
sopa en Guðrún hafði haft
spurnir af komu okkar í hverfið.
Þetta var upphaf að einlægri
og góðri vináttu okkar við þau
hjónin og börn þeirra Jórunni
og Jens, sem voru á svipuðum
aldri og börn okkar Anna
Birna, Örn og Steinar.
Eftir að við fluttumst til Ís-
lands 1982 héldu vináttuböndin
vel og hittumst við reglulega
þegar við áttum erindi til Dan-
merkur sem var býsna oft. Guð-
rún og Hans komu einnig
stundum til Íslands, einkum
eftir að Jórunn flutti hingað.
Það var mjög einkennandi fyrir
bæði Guðrúnu og Hans að þau
spurðu ávallt fregna um hvern-
ig börnum okkar vegnaði á lífs-
brautinni og á sama hátt deildu
þau með okkur fréttum af sér
og sínum.
Guðrún minntist oft á
bernsku sína í Wynyard í Sas-
katchewan þar sem faðir henn-
ar dr. Jakob Jónsson þjónaði
sem prestur afkomenda ís-
lenskra landnema í Vesturheimi
frá 1935-1940. Fyrir fimm árum
var afráðið að Guðrún myndi
ásamt Hans, Jórunni og Jens
heimsækja þessar bernsku-
stöðvar hennar. Mikil natni var
lögð í að skipuleggja ferðina og
var unun fyrir okkur að taka
þátt í því. Gerð var nákvæm
áætlun og miðað var við að vera
í Winnipeg 17. júní til að vera
viðstödd hátíðarhöld í tilefni
þjóðhátíðardags Íslendinga.
Hófst ferðin til Kanada í
Nova Scotia en því miður veikt-
ist Guðrún þar og varð að
hverfa aftur heim til Danmerk-
ur ásamt sinni stoð og styttu,
Hans. Jórunn og Jens létu ekki
deigan síga heldur héldu ferð-
inni áfram til Winnipeg og það-
an til Wynyard og víðar. Þótti
Guðrúnu miður að komast ekki
aftur til Wynyard en þó var
mikið gleðiefni fyrir hana að
Jórunn og Jens lykju ætlunar-
verkinu fyrir hennar hönd.
Í heimsókn til Danmerkur í
lok júlí sl. áttum við okkar síð-
asta fund með Guðrúnu. Þá var
mjög af henni dregið og ljóst
hvert stefndi en hún naut
stundarinnar eins og venjulega
og skiptumst við á fregnum að
vanda yfir kaffi og vínarbrauði
sem Hans og Jens báru fram.
Að leiðarlokum kveðjum við
með trega okkar góða vin Guð-
rúnu Jakobsdóttur og sendum
Hans, Jórunni og Jens og allri
fjölskyldunni okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Almar Grímsson og Anna
Björk Guðbjörnsdóttir.
Fallin er nú frá eftir erfið
veikindi tengdamóðir mín, Guð-
rún Sigríður Jakobsdóttir, á ní-
tugasta aldursári. Nánast upp á
dag fyrir þrjátíu og sex árum
kynntist ég þessari glaðlyndu
konu þegar Jórunn, konan mín,
fór með mig í fyrsta skipti heim
til sín á Norgesmindevej 16 að
hitta hana og eiginmann hennar
hann Hans Walter.
Man vel að mér til undrunar
var mér boðið sæti á gólfinu við
lítið japanskt borð ásamt öðrum
í fjölskyldunni. Skýringin á
þessari sætaskipan var sú að
þau hjónin höfðu dvalist í Japan
um skeið og tekið með sér
þennan sið heim til Danmerkur.
Guðrún var víðlesin kona og
ákaflega fróð og þá sérstaklega
í sögu og tungumáli Persíu og
þess landshluta.
Á sínum seinni árum stund-
aði hún nám við háskólann í
Kaupmannahöfn í persneskum
fræðum. Áhugi hennar á pers-
nesku kom upphaflega til eftir
dvöl hennar í Íran á sjötta tug
síðustu aldar þar sem Hans
maðurinn hennar var læknir í
Sanandaj.
Guðrún var ákaflega glað-
lynd kona og man ég eftir að
Alexander sonur minn spurði
hana einhvern tíma: „Amma, af
hverju ertu alltaf hlæjandi?“
Forvitni var Guðrúnu eðlislæg
og leið ekki sá dagur að hún
læsi ekki í bók eða grein um
allt milli himins og jarðar. Þau
hjónin hafa eftir að þau fluttu
frá Íran alla tíð búið í Hellerup
sem er í úthverfi Kaupmanna-
hafnar. Þar leið þeim hjónum
ákaflega vel og bjó Guðrún
þeim hjónum mjög fallegt heim-
ili. Guðrún var einstaklega
gestrisin og eru þau ófá boðin
sem haldin voru á heimili þeirra
hjóna í áranna rás sem hún
stjórnaði með röggsemi og
festu og má með sanni segja að
aldrei var hún glaðari en ein-
mitt þegar hún var umvafin
fjölskyldu og vinum í góðu boði.
Síðastliðin þrjú ár versnaði
heilsa hennar til muna en með
aðstoð barna sinna og óþrjót-
andi ást og umhyggju Hans,
eiginmanns hennar, auðnaðist
henni að búa heima og eiga
gæfuríkt ævikvöld.
Þau hjónin hafa alla tíð verið
ákaflega samrýnd og ég veit að
það er mikið áfall fyrir Hans að
missa sinn góða sálufélaga til
67 ára.
Ég mun sakna Guðrúnar og
óska henni velfarnaðar í þeirri
ferð sem hún hefur nú lagt í.
Erlendur Sturla Birgisson.
Það er undarlegt að heim-
sækja Kaupmannahöfn án þess
að mæta þér skælbrosandi á
flugvellinum á Kastrup. Það er
enn undarlegra að ganga um
húsið á Svanemøllevej án þess
að heyra í þér hlæjandi ein-
hvers staðar í húsinu. Að vera
ekki spurður: „Hvað má bjóða
þér fleira?“ við matarborðið.
Maður áttar sig ekki á því
hvað litlu hlutirnir hafa mikil
áhrif á mann fyrr en núna. Við
strákarnir, barnabörnin þín,
sitjum hér og minnumst þín
saman.
Við söknum hlýleika þíns.
Söknum þess að sjá þig brosa.
Að upplifa þig fá hláturskast
upp úr þurru. Að horfa með þér
á Poirot á kvöldin. Hve forvitin
þú varst og lést ekki kyrrt
liggja fyrr en þú hafðir fengið
allan sannleikann. Hvernig þú
vildir hafa alla góða í kringum
þig og trúðir á það góða í
náunganum.
Erfiðast af öllu er það að
okkur langaði að verja meiri
tíma með þér. Það er erfitt að
búa í öðru landi og geta ekki
skroppið í heimsókn til þín hve-
nær sem er.
Það hefði verið yndislegt að
sjá þig hitta litla barnabarna-
barnið þitt í eigin persónu.
Hann fær einmitt nafnið sitt
hinn 21. október. Hingað til haf-
ið þið spjallað lengi saman í
gegnum símann, það eru ómet-
anlegar minningar sem aldrei
gleymast. Sá litli og mamma
hans, Halldóra Markúsdóttir,
senda þér allar heimsins kveðj-
ur og knús. Hann er því miður
aðeins of ungur til að ferðast til
útlanda, en brátt komum við og
heimsækjum þig til Danmerk-
ur.
En eitt er þó alveg víst, þann
tíma sem við fengum með þér
verðum við eilíft þakklátir fyrir.
Þú gafst okkur ótrúlega margt í
veganesti fyrir lífið. Veganesti
sem við getum vonandi gefið
áfram til okkar barna.
Alexander og Daniel Hans.
Guðrún Sigríður
Jakobsdóttir
Þessi minningar-
grein er birt aftur
vegna þess að niður-
lag greinarinnar
vantaði. Beðist er afsökunar á
mistökunum.
Kæri afi. Við eigum fjölmargar
góðar minningar frá samveru-
stundunum með þér og ömmu í
gegnum tíðina.
Þegar við vorum litlar vorum
við oft í margar vikur hjá ykkur á
Benedikt Hans
Alfonsson
✝ Benedikt HansAlfonsson
fæddist 25. ágúst
1928. Hann lést 29.
september 2018.
Útför Benedikts
fór fram 15. októ-
ber 2018.
Íslandi og nutum
lífsins.
Það var stjanað
við okkur. Við fór-
um í sund á hverjum
degi, sigldum og
ferðuðumst um Ís-
land. Við höfðum
alltaf eitthvað fyrir
stafni.
Við hittumst líka
úti í heimi og sigld-
um á skútu, þú varst
skipstjórinn og við vorum í trygg-
um höndum. Heima hjá okkur í
Stokkhólmi og uppi í sveit vorum
við líka oft saman löngum stund-
um.
Við söknum þíns trygga faðms.
Við gleymum þér aldrei.
Katarína og Emelí.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR BRYNJÓLFSSON
framkvæmdastjóri Verkfæralagersins,
Kríuhólum 4, Reykjavík,
lést sunnudaginn 23. september á Tenerife.
Útför hans verður gerð frá Bústaðarkirkju þriðjudaginn
16. október klukkan 13.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Brynjólfur Gunnarsson Ásta Bjarnadóttir
Tómas Haraldsson Selma Smáradóttir
Móeiður Tómasdóttir
Sara Brynjólfsdóttir Alma Brynjólfsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
leikskólastjóri,
lést 9. október á Hrafnistu, Reykjavík, í
faðmi fjölskyldunnar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. október
klukkan 13.
Þökkum starfsfólki Hrafnistu alla umhyggju og hlýju.
Karl Jóhann Ormsson
Sigrún Karlsdóttir Magnús Björn Brynjólfsson
Eyþór Ólafur Karlsson Margrét Árnadóttir
Ormur Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR LAUGI GUÐLAUGSSON
húsasmíðameistari,
lést þriðjudaginn 25. september.
Útförin fer fram í Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 18. október klukkan 15.
Anna Guðjónsdóttir
Hannes Kristinn Gunnarsson
Sigríður Hugrún Gunnarsdóttir
Andrea Kristjana L. Gunnarsdóttir
Guðlaugur J. Guðlaugsson
tengdabörn og barnabörn