Morgunblaðið - 16.10.2018, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
✝ SigurjónÁgústsson
fæddist 4. ágúst
1924 í Sauðholti í
Ásahreppi, Rang-
árvallasýslu, og
ólst þar upp. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi 6.
október 2018.
Foreldrar hans
voru Ágúst Jóns-
son bóndi í Sauðholti, f. 5.8.
1877, d. 10.7. 1954, og María
Jóhannsdóttir húsmóðir, f. 9.3.
1880, d. 11.3. 1958. Sigurjón
var 13. barn foreldra sinna og
sá síðasti sem kveður.
Sigurjón kvæntist Sigrúnu
Grétu Guðráðsdóttur, f. 21.8.
1939, d. 9.3. 2006, 21. sept-
ember 1957. Gréta var dóttir
Guðráðs J.G. Sigurðssonar
skipstjóra, f. 4.7. 1911, d. 18.4.
1994, og Rannveigar Hjart-
ardóttur Clausen húsmóður, f.
Björk á Heklu Sif og Birki
Loga, Andri Freyr á Veturliða
Frey, Reynir Ari er kvæntur
Guðnýju Jónsdóttur og á
Sindra Snæ og Lovísu.
Sigurjón flutti 17 ára á höf-
uðborgarsvæðið og stundaði
nám í Flensborg samhliða
Bretavinnunni og ýmsum versl-
unarstörfum. Hann lauk versl-
unarprófi frá VÍ árið 1943 og
stofnaði verslunina Sif á Lauga-
vegi sem hann rak um tíma
með kunningja sínum. Hann hóf
þá störf hjá Ríkisendurskoðun
þar sem hann starfaði í um 40
ár, síðast sem deildarstjóri.
Einnig ráku þau hjónin verslun
í Auðbrekku í Kópavogi í nokk-
ur ár ásamt Rannveigu og Guð-
ráði og síðan sjálf. Hann lét af
störfum hjá Ríkisendurskoðun
1984 sökum aldurs og lét þá til
sín taka við skógrækt í sumar-
húsalandi þeirra hjóna þar sem
þau reistu sér bústað við Hró-
arslæk í Rangárvallasýslu.
Hann bjó í Skaftahlíð 20 í rúm
40 ár en þá fluttu þau á Dal-
braut 16. Hann bjó í Sunnuhlíð
síðustu fjögur árin.
Útför Sigurjóns fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 16. októ-
ber 2018, klukkan 13.
9.7. 1911, d. 8.10.
1996.
Sigurjón og
Gréta eignuðust
tvö börn, Maríu
Hrund, f. 24.7.
1957, og Guðráð
Jóhann, f. 3.12.
1961. María er gift
Jafet Óskarssyni
og eiga þau fjögur
börn; Lindu Mar-
gréti, Evu Dögg,
Óskar og Sigrúnu Jónu. Linda
Margrét á Óðin Frey, Björn
Grétar og Óskar Þór. Eva
Dögg og kona hennar, Álfheið-
ur Björk Heimisdóttir, eiga
Sindra og Söru Sæberg. Guð-
ráður er kvæntur Unni Ólöfu
Sigurðardóttur og eiga þau
fimm börn; Steinar Má, Grétu
Björk, Unni Ýri, Andra Frey og
Brynjar Smára. Einnig á hann
Reyni Ara með Guðrúnu Jóns-
dóttur. Steinar Már á Lilju
Dögg og Guðna Má, Gréta
Sigurjón Ágústsson, vinur
minn, hefur kvatt þetta líf eftir
langa ævi. Hann var oft búinn
að tjá mér að hann væri tilbúinn
að fara og nú hefur ósk hans
ræst. Við Sigurjón vorum giftir
systrum sem við höfðum kynnst
á svipuðum tíma, við giftum
okkur, stofnuðum fjölskyldur,
eignuðumst börnin okkar og
fluttum inn í eigin húsnæði á
sömu árunum. Allt okkar líf og
fjölskyldna okkar fléttaðist sam-
an á einhvern máta. Árið 2004
þegar Gréta varð 65 ára og Sig-
urjón 80 ára ritaði ég afmæl-
isgrein um þau hjónakornin sem
birtist í Morgunblaðinu og sagði
þeim þá að hún væri ígildi minn-
ingargreina. Mig langar til að
segja frá því hvernig ég kynnt-
ist Sigurjóni fyrst. Við Hulda
vorum þá í tilhugalífinu og viss-
um að Gréta var að slá sér upp
með einhverjum manni úti í bæ
sem kom svo í ljós að héti Sig-
urjón og væri Ágústsson. Hann
var ríkisstarfsmaður og fimmtán
árum eldri en hún. Gréta var að
vinna á Hagstofu Íslands og
hafði kynnst Sigurjóni í
skemmtiferð starfsmanna
stjórnarráðsins á Eyjafjallajök-
ul, en Sigurjón starfaði í rík-
isendurskoðun fjármálaráðu-
neytisins. Þau hittust iðulega í
sambandi við störf sín og vorum
farin að slá sér talsvert upp þess
á milli, án þess að láta mikið á
því bera. Þegar í ljós kom að
Gréta var barnshafandi og al-
vara lífsins blasti við hafði Sig-
urjón allt aðra aðferð við að
biðja um hönd hennar heldur en
við unglingsstráklingarnir í
sömu sporum hefðum gert. Í
stað þess að læðupokast og
reyna að komast hjá því að horf-
ast í augu við gerðir okkar, þá
bað hann um viðtal við foreldra
Grétu, þau Guðráð og Rann-
veigu, skýrði þeim frá málavöxt-
um og bað síðan formlega um
hönd hennar – punktur. Sigur-
jón sem var hávaxinn maður og
virðulegur í framkomu var að-
eins þrettán árum yngri en for-
eldrar Grétu og talsvert lífs-
reyndur. Átti hann því eðlilega
mikið auðveldara með að tjá sig
og umgangast þau en við unga
fólkið. Þau, væntanlegir tengda-
foreldrar, hans voru satt að
segja talsvert undrandi á allri
þessari atburðarás en tóku hon-
um vel og að sjálfsögu var ekk-
ert annað að gera en að horfast
augu við orðinn hlut. Hann var
því boðinn velkominn í fjölskyld-
una. Sigurjón var þá rúmlega
þrítugur en Gréta sextán ára,
sem sagt fimmtán ára aldurs-
munur. Það tók okkur Huldu
nokkurn tíma að aðlagast þess-
ari breytingu hjá Grétu. Okkur
fannst Sigurjón eitthvað svo
langt frá okkur í öllum málum,
aldri, áhugamálum, talsmáta,
framkomu o.fl. Þær Hulda og
Gréta voru samrýndar systur,
enda aðeins rúmt ár á milli
þeirra og það leið ekki á löngu
þar til við tókum að kynnast
Sigurjóni nánar og þá kom fljótt
í ljós að aldursmunur okkar
hafði lítið sem ekkert að segja.
Þau Gréta og hann náðu mjög
vel saman og sama er að segja
um okkur Huldu, við skemmtum
okkur saman, dönsuðum saman,
hlógum saman, ferðuðumst sam-
an og vinátta okkar allra jókst
við hverja viðkynningu. Þau Sig-
urjón og Gréta urðu og hafa
verið nánustu og bestu vinir
okkar Huldu í gegnum allt okk-
ar líf.
Ég þakka þessum góða vini
mínum samfylgdina og votta
Maríu, Guðráði og fjölskyldum
þeirra samúð mína.
Garðar Sigurðsson.
Sigurjón frændi, eins og ég
kallaði hann, er látinn. Sigurjón
var yngstur föðursystkina
minna, hávaxinn og teinréttur
maður, meira en höfðinu hærri
en faðir minn, en þeir voru mikl-
ir vinir og sögðu gjarnan
skemmtilegar sögur af barna-
brekum sínum. Það eru ýmsar
hugsanir sem leita á hugann
þegar ég kveð þennan ágæta
frænda minn, en hann og fjöl-
skyldan skipuðu ávallt sérstak-
an sess í huga mínum. Fyrstu
minningarnar eru úr foreldra-
húsum á Laugum, þegar Sig-
urjón og Gréta komu í heimsókn
ásamt börnum sínum, Mæju og
Gúa, á stórum fjallabíl yfir há-
lendið og dvöldust hjá okkur á
Laugum, oftast í nokkra daga.
Þá var mikið leikið og hlegið.
Eitt sinn leit Sigurjón á mig og
sagði: „Ég sé það á þér að þú átt
eftir að verða eins stór og hann
Sigurjón frændi þinn.“ Í mörg
ár trúði ég þessum orðum og
sagði hverjum sem heyra vildi.
Hjá þeim dvaldist ég í Skafta-
hlíðinni ásamt foreldrum mínum
þegar sveitadrengurinn norðan
úr Reykjadal kom í fyrsta skipti
til Reykjavíkur, þá 11 ára. Það
var tekið vel á móti okkur.
Síðar eftir að ég hóf háskóla-
nám í Reykjavík leit ég gjarnan
inn hjá þeim. Oftar en ekki var
spilastokkurinn dreginn upp og
spiluðum við Sigurjón þá oftast
ólsen ólsen eða kasínu með til-
heyrandi ákafa.
Með þessum fátæklegu orð-
um kveð ég þennan kæra
frænda minn og veit að Gréta
tekur vel á móti honum. Maríu
Hrund og Guðráði ásamt fjöl-
skyldum þeirra sendum við
Guðný innilegar samúðarkveðj-
ur. Góður Guð fylgi ykkur öll-
um.
Knútur og Guðný.
Sigurjón
Ágústsson
HINSTA KVEÐJA
Nú gamall maður genginn er
gata lífs hans endar hér.
Faðir þökk ég færi þér
fyrir allt sem gafstu mér.
(MHS)
María Hrund
Sigurjónsdóttir.
✝ Lilja Halldórs-dóttir fæddist
á Mel í Stykk-
ishólmi hinn 8.
september 1923.
Hún lést á Land-
spítala Fossvogi
13. september
2018.
Foreldrar Lilju
voru hjónin Elín
Björnsdóttir frá Á
á Skarðsströnd í
Dalasýslu, f. 6.11. 1888, d. 2.7.
1942, og Halldór Bjarni Jónsson
frá Hjarðarfelli í Miklaholts-
hreppi á Snæfellsnesi, f. 13.3.
1919, d. 26.5. 1922, og Agnar
Eyland, f. 20.9. 1925, d. 9.7.
1991.
Lilja ólst upp í Stykkishólmi,
gekk þar í skóla og lauk barna-
og unglingaprófi 1938. Hún
lauk eins vetrar námi í Kvenna-
skólanum á Blönduósi. Árið
1946 fluttist hún suður til
Reykjavíkur og hóf talsíma-
námskeið hjá Landssímanum
sem hún lauk árið 1947. Vann
hún sem talsímakona í Reykja-
vík frá árinu 1948. Hún var
skipuð varðstjóri við Langlínu-
miðstöðina árið 1971, átta árum
síðar var hún skipuð yfirvarð-
stjóri og gegndi því hlutverki
til starfsloka árið 1993.
Útför Lilju Halldórsdóttur
hefur farið fram í kyrrþey.
1884, d. 14.7. 1973.
Systkini Lilju voru
Sverrir, f. 10.8.
1913, d. 16.6. 1957,
kvæntur Ingi-
björgu Marteins-
dóttur, f. 2.6. 1927,
d. 23.12. 2010, þau
eignuðust þrjú
börn. Stefanía
Auðbjörg, f. 29.6.
1915, d. 9.7. 2011,
giftist Hafsteini
Jónssyni, f. 4.8. 1917, d. 23.2.
1987, þau eignuðust átta börn.
Kjartan, f. 27.9. 1917, d. 29.8.
1920. Sigurborg Jóna, f. 2.12
Hinn 21. september síðastlið-
inn var uppáhaldskonan okkar og
frænka jarðsungin. Lilja Hall-
dórsdóttir, langömmusystir okk-
ar, var engri lík, ákveðin, kvikk í
hreyfingum, vel tilhöfð, hress,
hláturmild, stálminnug, vel lesin,
fylgdist með öllu frændfólki og
hér tölum við um fjórar kynslóðir
sem hún var með púlsinn á. Hún
vissi alltaf hvað fólkið hennar var
að gera, hvort sem var í Svíþjóð
eða Íslandi, hver var erlendis,
hver var í námi, hver var að eign-
ast barn og hún gat iðulega frætt
okkur meira um ættingjana en við
hana, hún var miðjan í ættinni.
Eftir að afi Dóri dó ákváðum
við systurnar að fara oftar í heim-
sókn til Lilju frænku en afi og hún
voru mjög náin. Í henni fundum
við margt sem minnti okkur á afa
og okkur þótti vænt um.
Við fórum til hennar í slúður-
spjall sem gat varað tímunum
saman, fyrir okkur voru þetta
ómetanlegar gæðstundir. Oft
endaði það á því að Lilja fór og
lagði sig í rúmið sitt, þá var ekki
annað að gera en að fara í stofuna
og leggja sig í sófann eða horfa á
sjónvarpið, þó ekki áður en hún
var búin að breiða yfir okkur
teppi, því okkur mátti alls ekki
verða kalt.
Milli okkar var ekkert kyn-
slóðabil, það var hægt að ræða við
hana um um allt milli himins og
jarðar. Hún sagði okkur frá
gamla tímanum heima á Mel í
Stykkishólmi þegar hún var barn
og ung kona, böllunum í borginni,
snyrtivörum á þeim tíma sem hún
var ung, sögur úr vinnunni henn-
ar á Símanum í gamla daga, að
ekki sé minnst á sögur af Dóra afa
og hans systkinum. Á móti sögð-
um við henni frá skemmtanalífinu
okkar systra, hvað væri nýtt í
tísku og snyrtivörum, náminu
okkar, vinunum, ferðalögum og
fréttum af heimilinu.
Hún sagði oft að hún saknaði
þess að vera ung, hún mundi þann
tíma vel. Oft buðum við upp á
naglasnyrtingu meðan við spjöll-
uðum en það gat reynst henni erf-
itt þar sem hún var alltaf að stel-
ast í að fá sér nokkra smóka á
meðan lakkið þornaði og svo
dæsti hún bara þegar hún var
beðin um að vera róleg aðeins
lengur.
Það var stundum sem við
hringdum og spurðum hvort hún
gæti ekki hugsað sér eitthvað gott
að borða í kvöldmatinn.
Jú, það gat hún svo sannarlega
en bara ef við fengjum okkur líka,
þá vildi hún helst núðlur og djúp-
steiktar rækjur frá Nings.
Eftir matinn kom Lilja sér svo
vel fyrir í stólnum sínum fyrir
framan sjónvarpið og fékk sér
nokkrar sígó eða „líkkistunagla“
eins og hún kallaði þær. Korteri
seinna fór hún aðra umferð að
matarborðinu og skammaðist í
sjálfri sér fyrir að hafa borðað yfir
sig eina ferðina enn.
Lilja sagði stundum að við
hefðum stolið hjarta sínu en raun-
in var sú að hún stal hjörtunum
okkar.
Hún var okkur sem amma,
uppáhaldsfrænka, vinkona og
trúnaðarvinur. Elsku Lilja, takk
fyrir allt sem þú hefur verið okk-
ur og kennt okkur á lífsleiðinni.
Við hefðum svo gjarnan viljað
fá lengri tíma með þér. Þú varst
vön að minna okkur á að við eig-
um bara eitt líf og við lofum þér
því að ferðast um heiminn og
njóta lífsins til fulls á meðan við
getum.
Við kveðjum þig með söknuði
en umfram allt með þakklæti í
hjarta.
Kær kveðja,
Karen Eik og Dagbjört Edda
Sverrisdætur.
Lilja Halldórsdóttir
Þökkum auðsýndan hlýhug við fráfall
RAGNHEIÐAR MARGRÉTAR
GUÐMUNDSDÓTTUR.
Björn Ragnarsson
Kristín Anna Claessen
Birna Anna Björnsdóttir Peter Niculescu
Lára Björg Björnsdóttir Tryggvi Tryggvason
Björn Óttar Oddgeirsson
Ólafur Benedikt Tryggvason
Katrín Lára Niculescu
Lára Alexandra Niculescu
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs
unnusta míns, bróður okkar, mágs og
frænda,
REIDARS JÓHANNESAR
ÓSKARSSONAR,
Rafnkelsstaðavegi 8, Garði.
Sérstakar þakkir fá Útfararþjónusta Suðurnesja, sr. Sigurður
Grétar og Kvenfélagið Gefn í Garði.
Laufey Sigurðardóttir
Þórdís S.Ó. Husby Örlygur Þorkelsson
Ragnar Ó. Husby Edda Baldvinsdóttir
frændsystkini og fjölskyldur þeirra
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
MAGNA JÚLÍANA ODDSDÓTTIR
frá Ysta-bæ, Hrísey,
Vestursíðu 8a, Akureyri,
lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á
Akureyri laugardaginn 6. október í faðmi fjölskyldunnar.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Óskar Bernharðsson
Oddur Óskarsson Sólrún Ingimarsdóttir
Anna María Oddsdóttir Þorvaldur Gröndal
Magna Júlíana Oddsdóttir Helgi Freyr Ólason
Davíð Örn Oddsson Hildur Brynjarsdóttir
Oddur Óli, Benedikt Kári, Markús Máni
Óðinn Þór, Skírnir Freyr, Hólmar Aron, Brynja Sól
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MARSIBIL SIGRÍÐUR
EÐVALDSDÓTTIR,
Eyri, Hvammstanga,
lést mánudaginn 1. október á Sjúkrahúsinu
Hvammstanga.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
á Hvammstanga.
Ársæll Daníelsson Dýrunn Hannesdóttir
Pétur Daníelsson Ágústa Linda Bjarnadóttir
Eðvald Daníelsson Sigurbjörg Berglind Sölvad.
Gústav Jakob Daníelsson Guðrún Jóhanna Axelsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BRYNJÓLFUR SIGURÐUR ÁRNASON
bóndi á Vöðlum í Önundarfirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Bergi
mánudaginn 8. október, verður jarðsunginn
frá Holtskirkju í Önundarfirði laugardaginn
20. október klukkan 14.
Brynhildur Kristinsdóttir
Gunnhildur Jóna Brynjólfsd. Þorsteinn Jóhannsson
Árni Guðmundur Brynjólfs. Erna Rún Thorlacíus
Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir Jón Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn