Morgunblaðið - 16.10.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Ármúla 24 - s. 585 2800
ÚRVAL ÚTILJÓSA
Ég er að kíkja yfir fjörðinn eftir kindum núna, það er verið aðsmala hérna sunnan fjarðar,“ segir Jóhanna Lárusdóttir,bóndi á Brekku í Mjóafirði, þegar blaðamaður ræddi við hana
í gær, en hún á 70 ára afmæli í dag. „Þetta er fé frá Norðfirði en það
tilheyrir okkur að gera fjallskil á þessu.“
Jóhanna á ættir að rekja til Mjóafjarðar, en faðir hennar fæddist í
Hlíð í Mjóafirði, en sjálf ólst Jóhanna upp í Reykjavík, í Skerjafirð-
inum. Hún fluttist í Mjóafjörðinn þegar hún kynntist Sigfúsi Vil-
hjálmssyni sem hefur ávallt búið á Brekku og var hreppstjóri þar og
er núna hafnarvörður, en bátur fer milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar
með póst og vistir tvisvar í viku.
Jóhanna og Sigfús eru með fjárbúskap á Brekku, voru mest með
200 hundruð kindur en þær eru núna 100. „Svo erum við með ferða-
þjónustu á sumrin, tvö sumarhús og síðan Sólbrekku sem er fjölnota
hús, það er líka félagsheimili og skóli, en núna er bara einn nemandi í
skólanum en þeir voru fimm í hittifyrra.“
Tíu manns búa í Mjóafirði á veturna, átta í þorpinu og tveir á Dala-
tanga. „Svo eru miklu fleiri hérna á sumrin, bæði ferðamenn og af-
komendur sem koma og hjálpa til í búskapnum.
Í tilefni afmælisins ætlum við að borða saman með dætrum okkar
og þeirra fólki á Egilsstöðum í kvöld. Svo er verið að bollaleggja ferð
til Póllands seinna í mánuðinum með dætrunum.“
Börn Jóhönnu og Sigfúsar eru Ingólfur, Lárus, Margrét og Anna
Guðrún og barnabörnin eru sjö.
Fjölskyldan Jóhanna ásamt eiginmanni, barnabörnum og tengda-
föður, Vilhjálmi Hjálmarssyni, árið 2013, en hann lést árið 2014.
Átta manns búa í
þorpinu á veturna
Jóhanna Lárusdóttir er sjötug í dag
M
agni Sverrir Sigur-
hansson fæddist í
Reykjavík 16.10.
1943 og átti fyrst
heima á Laugavegi
93: „Þetta voru spennandi bernsku-
slóðir, beint á móti Stjörnubíói og
með Austurbæjarbíó á næstu grös-
um. Í næsta húsi var skemmstistað-
urinn Röðull og ísbúð á sama stað.
Pabbi var kjörsonur Sigurhans
Hannessonar sem var gullsmiður og
verkstjóri í Héðni, og Magneu Ein-
arsdóttur, en seinni kona hans var
Valgerður Gísladóttir. Pabbi var
skipstjóri á fiskibátum í Sandgerði
og Keflavík. Þegar ég er sex ára
fluttum við í Seláshverfi, úr hring-
iðu bæjarlífsins upp í sveit, með
fiskitrönur, Rauðavatn og Hólms-
heiði í næsta nágrenni. Tveimur ár-
um síðar fluttum við svo til Kefla-
Magni S. Sigurhansson, stjórnarformaður Álnabæjar – 75 ára
Með unga fólkinu Magni Sverrir og kona hans, Guðrún Hrönn, úti í garði heima, með barnabörnunum sínum sex.
Sigli ég fleyi mínu til
að kanna ókunn lönd
Hafgolan Þetta er glæsisnekkjan sem þau Magni og Guðrún Hrönn nota
tvisvar til þrisvar á ári til njóta lífsins á og sigla um Miðjarðarhafið.
Hella Emelía Rún
Ásgeirsdóttir fædd-
ist í Reykjavík
fimmtudaginn 23.
nóvember 2017 kl.
8.47. Hún var 3.715
g, eða 15 merkur, og
51 cm. Foreldrar
hennar eru Ásgeir
Blöndal Steingríms-
son og Kristín Björk
Emilsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is